Líkur á dræmri kjörsókn vegna EM Sveinn Arnarson skrifar 24. júní 2016 06:00 Utankjörfundaratkvæði eru meðal annars greidd í Perlunni í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Svo gæti farið að kjörsókn verði í sögulegu lágmarki á morgun þegar þjóðin kýs nýjan forseta. Margvíslegir aðskildir en samverkandi þættir geta haft áhrif á kjörsóknina sem hefur farið dvínandi síðustu ár. Til dæmis segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, að Evrópumótið í knattspyrnu sem og lítil spenna í kosningunum geti haft áhrif á kjörsóknina. Grétar Þór er einn þeirra sem rannsakað hafa kjörsókn Íslendinga. „Íslendingar hafa ætíð sýnt mikla og góða kosningaþátttöku og hefur hún verið með því hæsta sem við þekkjum í hinum vestræna heimi. Samt sem áður hafa vísbendingar verið um að kjörsókn sé á niðurleið og hafa síðustu kosningar sýnt minni kjörsókn en við höfum átt að venjast,“ segir Grétar Þór. „Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 var til að mynda sögulega léleg þátttaka eða rétt rúm 66 prósent.“ Grétar telur þessa þróun ekki stöðvast í kosningunum á morgun heldur telur hann líklegt að við sjáum kjörsókn undir 65 prósentum. „Síðustu vikur hefur lítil umræða farið fram um forsetakosningarnar miðað við oft áður. EM í knattspyrnu hefur haft þar vinninginn. Einnig eru gríðarlega margir sem eru annaðhvort að hugsa sér að fara til Frakklands eða þá eru þar nú þegar og hafa ekki kosið,“ segir Grétar Þór. „Það er einnig lítil spenna í kosningunum og einn maður verið með gríðarmikið forskot allt frá því að hann lýsti yfir framboði.“ Að mati Grétars er líklegt að ungir kjósendur séu ólíklegri til að fara á kjörstað að þessu sinni og kjósa. Einnig virðist það vera þannig að konur eru líklegri til að nýta atkvæðisrétt sinn en karlar. „Þó það hafi lítil áhrif á heildarúrslitin gæti það orðið til þess að Davíð nái öðru sætinu í þessum kosningum þar sem eldra fólk er meira á hans bandi en þeir sem yngri eru sem styðja þá Andra Snæ og Höllu. Það gæti verið spenna um hvar þau endi,“ segir Grétar Þór.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júní Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andri Snær: Vonast eftir gullnum Ajax-dropa sem breytir öllu "Ég sé kannski gullinn Ajax-dropa á eftir sem gjörbreytir öllu,“ sagði Andri Snær. 23. júní 2016 20:00 „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er flautaður af“ Guðni Th. Jóhannesson er ánægður með niðurstöður könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis en segir þó ekkert fast í hendi. 23. júní 2016 10:28 Halla: Það getur enn margt gerst fram að kosningum Halla Tómasdóttir er hrærð yfir stuðningnum en hún mælist með næstmest fylgi í nýrri könnun Fréttablaðsins. 23. júní 2016 09:57 Davíð: Mætti segja að hlutabréf í Guðna væru í frjálsu falli „Fylgi Guðna hefur lækkað um þrjátíu prósent, um 20 prósentustig. Ef að þetta væru hlutabréf væri sagt að þau væru í frjálsu falli,“ sagði Davíð. 23. júní 2016 19:44 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Svo gæti farið að kjörsókn verði í sögulegu lágmarki á morgun þegar þjóðin kýs nýjan forseta. Margvíslegir aðskildir en samverkandi þættir geta haft áhrif á kjörsóknina sem hefur farið dvínandi síðustu ár. Til dæmis segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, að Evrópumótið í knattspyrnu sem og lítil spenna í kosningunum geti haft áhrif á kjörsóknina. Grétar Þór er einn þeirra sem rannsakað hafa kjörsókn Íslendinga. „Íslendingar hafa ætíð sýnt mikla og góða kosningaþátttöku og hefur hún verið með því hæsta sem við þekkjum í hinum vestræna heimi. Samt sem áður hafa vísbendingar verið um að kjörsókn sé á niðurleið og hafa síðustu kosningar sýnt minni kjörsókn en við höfum átt að venjast,“ segir Grétar Þór. „Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 var til að mynda sögulega léleg þátttaka eða rétt rúm 66 prósent.“ Grétar telur þessa þróun ekki stöðvast í kosningunum á morgun heldur telur hann líklegt að við sjáum kjörsókn undir 65 prósentum. „Síðustu vikur hefur lítil umræða farið fram um forsetakosningarnar miðað við oft áður. EM í knattspyrnu hefur haft þar vinninginn. Einnig eru gríðarlega margir sem eru annaðhvort að hugsa sér að fara til Frakklands eða þá eru þar nú þegar og hafa ekki kosið,“ segir Grétar Þór. „Það er einnig lítil spenna í kosningunum og einn maður verið með gríðarmikið forskot allt frá því að hann lýsti yfir framboði.“ Að mati Grétars er líklegt að ungir kjósendur séu ólíklegri til að fara á kjörstað að þessu sinni og kjósa. Einnig virðist það vera þannig að konur eru líklegri til að nýta atkvæðisrétt sinn en karlar. „Þó það hafi lítil áhrif á heildarúrslitin gæti það orðið til þess að Davíð nái öðru sætinu í þessum kosningum þar sem eldra fólk er meira á hans bandi en þeir sem yngri eru sem styðja þá Andra Snæ og Höllu. Það gæti verið spenna um hvar þau endi,“ segir Grétar Þór.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júní
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andri Snær: Vonast eftir gullnum Ajax-dropa sem breytir öllu "Ég sé kannski gullinn Ajax-dropa á eftir sem gjörbreytir öllu,“ sagði Andri Snær. 23. júní 2016 20:00 „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er flautaður af“ Guðni Th. Jóhannesson er ánægður með niðurstöður könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis en segir þó ekkert fast í hendi. 23. júní 2016 10:28 Halla: Það getur enn margt gerst fram að kosningum Halla Tómasdóttir er hrærð yfir stuðningnum en hún mælist með næstmest fylgi í nýrri könnun Fréttablaðsins. 23. júní 2016 09:57 Davíð: Mætti segja að hlutabréf í Guðna væru í frjálsu falli „Fylgi Guðna hefur lækkað um þrjátíu prósent, um 20 prósentustig. Ef að þetta væru hlutabréf væri sagt að þau væru í frjálsu falli,“ sagði Davíð. 23. júní 2016 19:44 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Andri Snær: Vonast eftir gullnum Ajax-dropa sem breytir öllu "Ég sé kannski gullinn Ajax-dropa á eftir sem gjörbreytir öllu,“ sagði Andri Snær. 23. júní 2016 20:00
„Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er flautaður af“ Guðni Th. Jóhannesson er ánægður með niðurstöður könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis en segir þó ekkert fast í hendi. 23. júní 2016 10:28
Halla: Það getur enn margt gerst fram að kosningum Halla Tómasdóttir er hrærð yfir stuðningnum en hún mælist með næstmest fylgi í nýrri könnun Fréttablaðsins. 23. júní 2016 09:57
Davíð: Mætti segja að hlutabréf í Guðna væru í frjálsu falli „Fylgi Guðna hefur lækkað um þrjátíu prósent, um 20 prósentustig. Ef að þetta væru hlutabréf væri sagt að þau væru í frjálsu falli,“ sagði Davíð. 23. júní 2016 19:44