Í fyrsta skipti í 27 ár nær bílamerki efst á áreiðanleikalista J.D. Power sem ekki telst lúxusbílamerki. J.D. Power birti nýjan lista yfir þá bíla sem bíla sem bila minnst í gær og þar kemur í ljós að Kia bílar bila minnst. Kia var í öðru sæti á eftir Porsche í fyrra en þessir bílaframleiðendur skipta nú um sæti.
Síðast þegar bílamerki náði á topp listans var það Toyota árið 1989, en J.D. Power hefur birt gert þessa könnun og birt niðurstöður hennar samfellt í 30 ár. Þau bílamerki sem klifra mest á listanum í ár eru Jeep, Chrysler og Subaru. Jaguar féll hinsvegar úr 3. sætinu og í það 27.
Systurfyrirtæki Kia, Hyundai náði nú 3. sætinu og mega þau afar vel við una. Toyota varð í því fjórða og BMW í fimmta sæti. Heildarfækkun bilana hvað öll bílamerki varðar batnaði um 6%, en um 3% í fyrra. Í ár bötnuðu 21 bílamerki af 33. Mörg ár eru síðan bilanir minnkuðu svo mikið sem nú á milli ára og eru það góðar fréttir fyrir bíleigendur.
Það að skora hátt á lista J.D. Power eykur mikið tryggð bíleigenda og þeir hafa meiri tilhneygingu til að kaupa aftur bíla frá þeim framleiðendum. Könnun J.D. Power byggir á svörum 80.000 bíleigenda, nú eigendum bíla af árgerð 2016 og þeir verða að hafa átt bíla sína í 90 daga eða meira. Könnunin fór fram frá febrúar til maí.
Í könnun J.D. Power nú felast góðar fréttir fyrir 3 stóru bandarísku bílaframleiðendurna, en þeir hækkuðu allir mikið og náði meðaltali sem er yfir heildarmeðaltalinu. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, eða árið 2010.
Neðsta sætið á listanum vermir Smart með næstum helmingi fleiri bilanir en meðaltalið. Næst neðst er svo Fiat, en svo koma Volvo, Land Rover, Mini og Mazda. Athygli vekur að lúxusbílamerkin Volvo og Land Rover skuli vera svo neðarlega á listanum.
Bílar