Líklegt er að Rússland, Kasakstan og Hvíta-Rússlandi fái ekki að senda keppendur til leiks í kraftlyftingakeppni Ólympíuleikanna í sumar.
Ástæðan er sú að keppendur frá þessum löndum virðast hafa svindlað á bæði ÓL í Peking og London. Búið er að fara aftur yfir lyfjasýni frá keppendum þessara landa og þau komu ekki vel út.
Alþjóða kraftlyftingasambandið sagði að þær þjóðir sem hefðu þrjá eða fleiri keppendur sem hefðu fallið á lyfjaprófum fengju ekki að taka þátt í Ríó.
Í síðustu viku var staðfest að fjórir kraftlyftingamenn frá Kasakstan hefðu fallið á lyfjaprófi eftir að sýni þeirra voru skoðuð á nýjan leik.
Sýni keppenda á Ólympíuleikum eru ávallt geymd og rannsökuð einhverjum árum síðar því svindlararnir eru iðulega á undan tækninni.
Þrjár þjóðir líklega í banni í kraftlyftingakeppni ÓL
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl
Enski boltinn





Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
Íslenski boltinn


