Annað slys Tesla bíls með sjálfstýringu Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2016 10:20 Tesla Model X. Þann 1. júlí varð dauðaslys í Bandaríkjunum er eigandi Tesla Model S bíls var með sjálfstýringuna á og var það fyrsta dauðaslys sem vitað er um þar sem sjálfstýring bílsins var á. Nú hefur annað slys hent í Tesla bíl með sjálfstýringuna við völd, í þetta skiptið í Tesla Model X bíl. Enginn lést í slysinu sem átti sér stað í Pennsilvania ríki í Bandaríkjunum. Tesla Model X bíllinn ók á vegrið og hentist við það yfir á öfugan vegarhelming og þaðan á steypt vegrið, valt og endaði á þakinu. Þeir tveir sem voru í bílnum sluppu að mestu ómeiddir. Rannsókn er hafin á því hvort rétt hafi verið greint frá hjá eigandi bílsins að sjálfstýring hans hafi verið við stjórnvölinn og ekki eru enn nægar sannanir til að fullyrða að svo hafi verið, en eigandinn fullyrðir þó að þannig hafi verið í pottinn búið. Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent
Þann 1. júlí varð dauðaslys í Bandaríkjunum er eigandi Tesla Model S bíls var með sjálfstýringuna á og var það fyrsta dauðaslys sem vitað er um þar sem sjálfstýring bílsins var á. Nú hefur annað slys hent í Tesla bíl með sjálfstýringuna við völd, í þetta skiptið í Tesla Model X bíl. Enginn lést í slysinu sem átti sér stað í Pennsilvania ríki í Bandaríkjunum. Tesla Model X bíllinn ók á vegrið og hentist við það yfir á öfugan vegarhelming og þaðan á steypt vegrið, valt og endaði á þakinu. Þeir tveir sem voru í bílnum sluppu að mestu ómeiddir. Rannsókn er hafin á því hvort rétt hafi verið greint frá hjá eigandi bílsins að sjálfstýring hans hafi verið við stjórnvölinn og ekki eru enn nægar sannanir til að fullyrða að svo hafi verið, en eigandinn fullyrðir þó að þannig hafi verið í pottinn búið.
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent