Rafhlöðuverksmiðja Volkswagen líklegust í Kína Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2016 10:45 Volkswagen e-Golf rafmagnsbíll. Volkswagen hefur sagt að fyrirtækið þurfi að reisa eigin rafhlöðuverksmiðju til að uppfylla þörfina fyrir stóraukna framleiðslu Volkswagen bílafjölskyldunnar á rafmagnsbílum og tengiltvinnbílum. Nýjustu fréttir úr þeirra herbúðum herma að Kína sé líklegasti staðurinn til að reisa slíka verksmiðju. Volkswagen ætlar að kynna 30 nýja bíla sem drifnir eru áfram að hluta eða öllu leiti með rafmagni á næstu 10 árum. Eftir 10 ár gerir Volkswagen ráð fyrir að selja 3 milljónir bíla sem ganga fyrir rafmagni á hverju ári. Það liggur því ljóst fyrir að eftirspurnin eftir rafhlöðum verður gríðarleg hjá Volkswagen en fyrirtækið vill ekki þurfa að treysta á aðra framleiðendur til að uppfylla þessa þörf. Ein af ástæðum þess að líklegt sé að Volkswagen byggi eigin rafhlöðuverksmiðju í Kína er sú að hún yrði að helmingi fjármögnuð af Shanghai Automotive sem einnig myndi smíða rafhlöður í henni. Volkswagen vill ekki vera háð rafhlöðuframleiðslu Panasonic, Samsung eða LG Chem og hyggst lækka framleiðslukostnað rafhlaðanna með mjög stórri verksmiðju, líkt og Tesla er að byggja í Nevada fyrir sína bíla. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent
Volkswagen hefur sagt að fyrirtækið þurfi að reisa eigin rafhlöðuverksmiðju til að uppfylla þörfina fyrir stóraukna framleiðslu Volkswagen bílafjölskyldunnar á rafmagnsbílum og tengiltvinnbílum. Nýjustu fréttir úr þeirra herbúðum herma að Kína sé líklegasti staðurinn til að reisa slíka verksmiðju. Volkswagen ætlar að kynna 30 nýja bíla sem drifnir eru áfram að hluta eða öllu leiti með rafmagni á næstu 10 árum. Eftir 10 ár gerir Volkswagen ráð fyrir að selja 3 milljónir bíla sem ganga fyrir rafmagni á hverju ári. Það liggur því ljóst fyrir að eftirspurnin eftir rafhlöðum verður gríðarleg hjá Volkswagen en fyrirtækið vill ekki þurfa að treysta á aðra framleiðendur til að uppfylla þessa þörf. Ein af ástæðum þess að líklegt sé að Volkswagen byggi eigin rafhlöðuverksmiðju í Kína er sú að hún yrði að helmingi fjármögnuð af Shanghai Automotive sem einnig myndi smíða rafhlöður í henni. Volkswagen vill ekki vera háð rafhlöðuframleiðslu Panasonic, Samsung eða LG Chem og hyggst lækka framleiðslukostnað rafhlaðanna með mjög stórri verksmiðju, líkt og Tesla er að byggja í Nevada fyrir sína bíla.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent