Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að nú sé verið að skoða hvort kanadíska ríkið eigi að hefja útgáfu persónuskilríkja, þar sem kynferði einstaklinga er haft ótilgreint.
Hann sagði þetta lið í sögulegri þróun samtímans í átt til réttlætis.
Trudeau skýrði frá þessu á sunnudag þegar hann, fyrstur kanadískra forsætisráðherra, tók þátt í gleðigöngu hinsegin fólks í Toronto.
Kynhlutlaus persónuskilríki hafa þegar verið leyfð í nokkrum löndum, þar á meðal í Ástralíu, Nepal og á Nýja-Sjálandi.
Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
