Rafmagnssendibíll rúllar upp Teslu og Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 19. júlí 2016 11:11 Bílar búnir rafmagnsmótorum eru margir hverjir afar öflugir og það á sannarlega við þennan sendibíl frá Atieva fyrirtækinu frá Silikondalnum í Kaliforníu. Hann er 900 hestöfl og fjórhjóladrifinn. Sendibíllinn er reyndar af Mercedes Benz Vito gerð, en Atieva hefur breytt honum í rafmagnsbíl og kallar hann Edna. Til gamans má geta þess að margir af starfsmönnum Atieva eru fyrrum starfsmenn Tesla. Þeim lék forvitni á að vita hvernig Edna myndi standa sig gegn öflugustu gerð Tesla Model S og Ferrari California bíl í spyrnu. Skemmst er frá því að segja að hann skilur þá eftir í rykinu þrátt fyrir að hinir bílarnir séu nú engir aumingjar. Edna er nefnilega rétt yfir 3 sekúndum í hundraðið. Atieva fyrirtækið hefur áætlanir um að kynna rafmagnsfólksbíl árið 2018 en útlit hans hefur ekki enn verið kynnt. Sjá má Edna sendibílinn kljást við Tesluna og Ferrari bílinn í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent
Bílar búnir rafmagnsmótorum eru margir hverjir afar öflugir og það á sannarlega við þennan sendibíl frá Atieva fyrirtækinu frá Silikondalnum í Kaliforníu. Hann er 900 hestöfl og fjórhjóladrifinn. Sendibíllinn er reyndar af Mercedes Benz Vito gerð, en Atieva hefur breytt honum í rafmagnsbíl og kallar hann Edna. Til gamans má geta þess að margir af starfsmönnum Atieva eru fyrrum starfsmenn Tesla. Þeim lék forvitni á að vita hvernig Edna myndi standa sig gegn öflugustu gerð Tesla Model S og Ferrari California bíl í spyrnu. Skemmst er frá því að segja að hann skilur þá eftir í rykinu þrátt fyrir að hinir bílarnir séu nú engir aumingjar. Edna er nefnilega rétt yfir 3 sekúndum í hundraðið. Atieva fyrirtækið hefur áætlanir um að kynna rafmagnsfólksbíl árið 2018 en útlit hans hefur ekki enn verið kynnt. Sjá má Edna sendibílinn kljást við Tesluna og Ferrari bílinn í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent