Um borð í þeim hraðasta upp Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2016 15:35 Frakkinn Romain Dumas náði þeim einstaka árangri að vinna Le Mans þolaksturinn í ár og fylgja því eftir með sigri í Pikes Peak klifurkeppninni í Colorado í Bandaríkjunum aðeins viku seinna. Hann er einn þriggja ökumanna sem náð hefur að fara þessa 20 km leið upp fjallið á minna en 9 mínútum, eða 8:51. Það er reyndar talsvert frá meti Sebastian Loeb sem sett var fyrir þremur árum, en Loeb náði tímanum 8:13,8. Dumas ók Norma M20 RD Limited Spec-2106 bíl og það verður ekki sagt annað en að forvitnilegt sé að vera líkt og farþegi í bíl hans upp fjallið enda hestöflin sem hann notast við ófá. Það má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent
Frakkinn Romain Dumas náði þeim einstaka árangri að vinna Le Mans þolaksturinn í ár og fylgja því eftir með sigri í Pikes Peak klifurkeppninni í Colorado í Bandaríkjunum aðeins viku seinna. Hann er einn þriggja ökumanna sem náð hefur að fara þessa 20 km leið upp fjallið á minna en 9 mínútum, eða 8:51. Það er reyndar talsvert frá meti Sebastian Loeb sem sett var fyrir þremur árum, en Loeb náði tímanum 8:13,8. Dumas ók Norma M20 RD Limited Spec-2106 bíl og það verður ekki sagt annað en að forvitnilegt sé að vera líkt og farþegi í bíl hans upp fjallið enda hestöflin sem hann notast við ófá. Það má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent