Frændi Mohamed Lahouaiej Bouhlel sem stóð fyrir árásinni í Nice á fimmtudagskvöldið segir ólíklegt að hann hafi framið voðaverkið í nafni Islam. Hann segir frænda sinn ekki hafa verið trúaðan og að hann hafi til dæmis drukkið áfengi, borðað svínakjöt og notað fíkniefni. Frændi Bouhlel segist ekki vitað til þess að hann hafi nokkru sinni beðið eða heimsótt mosku.
Bouhlel er lýst sem ofbeldisfullum einstaklingi sem meðal annars barði eiginkonu sína sem hafði nýverið sótt um skilnað. Hann var þriggja barna faðir.
Bouhlel var 31 árs og starfaði sem vöruflutningamaður og er lýst sem smáglæpon. Hann hafði verið á skrá hjá lögreglu í sex mánuði vegna smáglæpa en ekkert benti til þess að hann væri líklegur til þess að fremja hryðjuverk. Bouhlel banaði 84 manneskjum áður en hann var skotinn til bana af lögreglu.
ISIS lýstu yfir ábyrgð á árásinni í gær en engu að síður efast margir um aðild þeirra í árásinni.
Mail Onine fjallar ítarlega um málið.
Frændi árásamannsins í Nice segir ólíklegt að hann hafi verið jíhadisti

Tengdar fréttir

Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“
Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er.

Ólafur Ragnar sendir Hollande samúðarkveðjur
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur sent Francois Hollande Frakklandsforseta samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna voðaverkanna í Nice í Frakklandi í gærkvöldi.

Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn
Áttatíu og fjórir látnir.

ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Nice
Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi.