„Óhreinn“ keppninautur Hrafnhildar má keppa á ÓL í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 17:00 Alþjóðasundsambandið hefur fengið á sig talsverða gagnrýni í kjölfarið að forráðamenn sambandsins ákváðu að gefa Rússanum Juliu Efimovu grænt ljós á að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó. Julia Efimova vann brons í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í London 2012 og má nú keppa þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi á þessu ári. Efimova fékk á sínum tíma sextán mánaða bann (frá 2013 til 2015) fyrir að nota ólöglega stera og missti þá meðal annars Evrópumeistaratitilinn sinn frá 2013. Julia Efimova var ein af þeim sem hafði notað meldóníum sem er sama lyf og rússneska tenniskonan Maria Sharapova notaði en hún féll á lyfjaprófi sem var tekið á opna ástralska tennismótinu í ársbyrjun. Sharapova var dæmd í tveggja ára keppnisbann. Meldóníum mældist í lyfjaprófi sem Efimova fór í febrúar og Alþjóðasundsambandið setti hana í framhaldinu í tímabundið bann. Nú hefur Alþjóðasundsambandið hinsvegar ákveðið að hætta við að kæra Juliu Efimovu fyrir að nota meldóníum. Það er enginn að neita því að hún hafi mælst með lyfið í blóðinu ekki einu sinni hún sjálf. Lögmaður Juliu Efimovu sagði í viðtali við rússnesku fréttastofuna TASS að skjólstæðingur sinn væri laus við kæruna og jafnframt úr banninu og að Efimova hafi einnig sloppið við refsingu. Sjá umfjöllun um málið hér. Julia Efimova verður því væntanlega í baráttunni við íslensku sundkonuna Hrafnhildi Lúthersdóttur um sæti í úrslitum í 200 metra bringusundi í Ríó. Hin Litháenska Ruta Meilutyte, sem keppir í bringusundi og vann gull í 100 metrunum á ÓL í London, tjáði sig um málið á Twitter og þar leyfði hún kaldhæðninni að njóta sín eins og sjá má hér fyrir neðan.Congratulations @fina1908 you've just lost the faith of thousands of swimmers and supporters — Ruta Meilutyte (@MeilutyteRuta) July 13, 2016 Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Alþjóðasundsambandið hefur fengið á sig talsverða gagnrýni í kjölfarið að forráðamenn sambandsins ákváðu að gefa Rússanum Juliu Efimovu grænt ljós á að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó. Julia Efimova vann brons í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í London 2012 og má nú keppa þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi á þessu ári. Efimova fékk á sínum tíma sextán mánaða bann (frá 2013 til 2015) fyrir að nota ólöglega stera og missti þá meðal annars Evrópumeistaratitilinn sinn frá 2013. Julia Efimova var ein af þeim sem hafði notað meldóníum sem er sama lyf og rússneska tenniskonan Maria Sharapova notaði en hún féll á lyfjaprófi sem var tekið á opna ástralska tennismótinu í ársbyrjun. Sharapova var dæmd í tveggja ára keppnisbann. Meldóníum mældist í lyfjaprófi sem Efimova fór í febrúar og Alþjóðasundsambandið setti hana í framhaldinu í tímabundið bann. Nú hefur Alþjóðasundsambandið hinsvegar ákveðið að hætta við að kæra Juliu Efimovu fyrir að nota meldóníum. Það er enginn að neita því að hún hafi mælst með lyfið í blóðinu ekki einu sinni hún sjálf. Lögmaður Juliu Efimovu sagði í viðtali við rússnesku fréttastofuna TASS að skjólstæðingur sinn væri laus við kæruna og jafnframt úr banninu og að Efimova hafi einnig sloppið við refsingu. Sjá umfjöllun um málið hér. Julia Efimova verður því væntanlega í baráttunni við íslensku sundkonuna Hrafnhildi Lúthersdóttur um sæti í úrslitum í 200 metra bringusundi í Ríó. Hin Litháenska Ruta Meilutyte, sem keppir í bringusundi og vann gull í 100 metrunum á ÓL í London, tjáði sig um málið á Twitter og þar leyfði hún kaldhæðninni að njóta sín eins og sjá má hér fyrir neðan.Congratulations @fina1908 you've just lost the faith of thousands of swimmers and supporters — Ruta Meilutyte (@MeilutyteRuta) July 13, 2016
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira