Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. júlí 2016 06:00 Kínverskt strandgæsluskip beitir þrýstivatnssprautum gegn víetnömsku skipi skammt frá Paracel-eyjum. Fréttablaðið/EPA Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir Kína ekki eiga neitt tilkall til hafsvæðis í Suður-Kínahafi, sem Filippseyjar og fleiri lönd gera einnig tilkall til. Kínversk stjórnvöld hafa sagt að dómstóllinn hafi enga lögsögu í málinu og ætla að virða niðurstöðuna einskis. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. „Kína er andvígt og mun aldrei fallast á neinar kröfur eða aðgerðir byggðar á þessum úrskurði,“ segir í yfirlýsingu frá kínverska utanríkisráðuneytinu.Þess í stað segja Kínverjar að málshöfðun Filippseyja á hendur Kína sé brot á Alþjóðahafréttarsáttmálanum. Með því að kveða upp þennan úrskurð brjóti dómstóllinn einnig gegn sáttmálanum og grafi undan eigin stöðu. Filippseyjar höfðuðu mál á hendur Kína árið 2013 og saka Kínverja um að hafa með umsvifum sínum og tilkalli til hafsvæðisins brotið gegn ákvæðum Alþjóðahafréttarsáttmálans. Kínverjar segjast frá fornu fari hafa farið með yfirráð á eyjum á þessu hafsvæði, en dómstóllinn segir ekkert hæft í því. Perfecto Yasay, utanríkisráðherra Filippseyja, fagnar hins vegar niðurstöðunni og segir úrskurðinn veikja mjög þann grundvöll, sem Kínverjar byggja kröfur sínar á. Hann hvetur fólk hins vegar til að sýna stillingu og ítrekar að Filippseyjar muni áfram reyna að finna friðsamlegar leiðir í deilunni um Suður-Kínahaf. Hafsvæðið hefur lengi verið umdeilt. Mörg ríki gera tilkall til þess en á síðustu árum hefur spennan magnast vegna aukinna umsvifa Kína. Kínverjar hafa byggt upp og stækkað litlar eyjar og sker, sett þar niður hernaðarmannvirki og flugvelli og bregðast hart við allri gagnrýni. Hagsmunir ríkjanna eru töluverðir, bæði af fiskveiðum og einnig vegna mikilla olíu- og gasauðlinda sem taldar eru leynast þar á hafsbotni. Þá valda hernaðarumsvif Kínverja þarna áhyggjum grannríkjanna vegna þess að um þetta hafsvæði liggja mikilvægar siglingaleiðir. Ekki virðist líklegt að dómsúrskurðurinn verði til þess að draga úr spennunni á þessu svæði, þar sem Kínverjar hafa hann að engu. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlegur dómstóll tekur afstöðu í þessum milliríkjadeilum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Suður-Kínahaf Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir Kína ekki eiga neitt tilkall til hafsvæðis í Suður-Kínahafi, sem Filippseyjar og fleiri lönd gera einnig tilkall til. Kínversk stjórnvöld hafa sagt að dómstóllinn hafi enga lögsögu í málinu og ætla að virða niðurstöðuna einskis. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. „Kína er andvígt og mun aldrei fallast á neinar kröfur eða aðgerðir byggðar á þessum úrskurði,“ segir í yfirlýsingu frá kínverska utanríkisráðuneytinu.Þess í stað segja Kínverjar að málshöfðun Filippseyja á hendur Kína sé brot á Alþjóðahafréttarsáttmálanum. Með því að kveða upp þennan úrskurð brjóti dómstóllinn einnig gegn sáttmálanum og grafi undan eigin stöðu. Filippseyjar höfðuðu mál á hendur Kína árið 2013 og saka Kínverja um að hafa með umsvifum sínum og tilkalli til hafsvæðisins brotið gegn ákvæðum Alþjóðahafréttarsáttmálans. Kínverjar segjast frá fornu fari hafa farið með yfirráð á eyjum á þessu hafsvæði, en dómstóllinn segir ekkert hæft í því. Perfecto Yasay, utanríkisráðherra Filippseyja, fagnar hins vegar niðurstöðunni og segir úrskurðinn veikja mjög þann grundvöll, sem Kínverjar byggja kröfur sínar á. Hann hvetur fólk hins vegar til að sýna stillingu og ítrekar að Filippseyjar muni áfram reyna að finna friðsamlegar leiðir í deilunni um Suður-Kínahaf. Hafsvæðið hefur lengi verið umdeilt. Mörg ríki gera tilkall til þess en á síðustu árum hefur spennan magnast vegna aukinna umsvifa Kína. Kínverjar hafa byggt upp og stækkað litlar eyjar og sker, sett þar niður hernaðarmannvirki og flugvelli og bregðast hart við allri gagnrýni. Hagsmunir ríkjanna eru töluverðir, bæði af fiskveiðum og einnig vegna mikilla olíu- og gasauðlinda sem taldar eru leynast þar á hafsbotni. Þá valda hernaðarumsvif Kínverja þarna áhyggjum grannríkjanna vegna þess að um þetta hafsvæði liggja mikilvægar siglingaleiðir. Ekki virðist líklegt að dómsúrskurðurinn verði til þess að draga úr spennunni á þessu svæði, þar sem Kínverjar hafa hann að engu. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlegur dómstóll tekur afstöðu í þessum milliríkjadeilum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Kínahaf Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira