Saleen Automotive berst fyrir lífi sínu Finnur Thorlacius skrifar 20. júlí 2016 09:57 Saleen breyttur Ford Mustang. Saleen Automotive, sem er breytingafyrirtæki sem gert hefur Ford bíla aflmeiri og breytt þeim útlitslega einnig, á nú í miklum fjárhagserfiðleikum og á erfitt með að afgreiða þær pantanir sem berast frá söluumboðum Ford í Bandaríkjunum. Skuldir hafa hlaðist upp á undanförnum árum hjá Saleen Automotive sem komið hefur niður á afkastagetu þess og tímasetningar standast engan veginn á afgreiðslu framleiðslu þess. Dæmi eru um að afgreiðsla hafa dregist í allt að 12 mánuði og eru margir söluaðilar Ford bíla vestanhafs mjög pirraðir á þessum töfum. Auk þess hefur Saleen dregið úr framleiðsluframboði sínu og hefur ekki afgreitt bíla eins og þeir voru pantaðir og fyrir vikið afhent þá langt frá því sem auglýst var hjá Saleen og kaupendur þeirra því ekki ánægðir. Forstjóri Saleen segir að hluti af ástæðunni fyrir öllum þessum töfum og vangetu fyrirtækisins að afgreiða bíla eins og þeir voru pantaðir sé vegna mikillar eftirspurnar eftir breyttum Ford bílum hjá Saleen. Staðreyndin er nú samt sú að frá árinu 2011 hefur Saleen tapað 30 milljónum dollara, eða 3,7 milljörðum króna og hefur ekki hagnast neitt árið síðan þá, að undanskildi árinu 2014. Saleen tapaði til að mynda 11,1 milljón dollurum á síðasta ári og það rímar tæplega við mikla eftirspurn eftir vörum fyrirtækisins. Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent
Saleen Automotive, sem er breytingafyrirtæki sem gert hefur Ford bíla aflmeiri og breytt þeim útlitslega einnig, á nú í miklum fjárhagserfiðleikum og á erfitt með að afgreiða þær pantanir sem berast frá söluumboðum Ford í Bandaríkjunum. Skuldir hafa hlaðist upp á undanförnum árum hjá Saleen Automotive sem komið hefur niður á afkastagetu þess og tímasetningar standast engan veginn á afgreiðslu framleiðslu þess. Dæmi eru um að afgreiðsla hafa dregist í allt að 12 mánuði og eru margir söluaðilar Ford bíla vestanhafs mjög pirraðir á þessum töfum. Auk þess hefur Saleen dregið úr framleiðsluframboði sínu og hefur ekki afgreitt bíla eins og þeir voru pantaðir og fyrir vikið afhent þá langt frá því sem auglýst var hjá Saleen og kaupendur þeirra því ekki ánægðir. Forstjóri Saleen segir að hluti af ástæðunni fyrir öllum þessum töfum og vangetu fyrirtækisins að afgreiða bíla eins og þeir voru pantaðir sé vegna mikillar eftirspurnar eftir breyttum Ford bílum hjá Saleen. Staðreyndin er nú samt sú að frá árinu 2011 hefur Saleen tapað 30 milljónum dollara, eða 3,7 milljörðum króna og hefur ekki hagnast neitt árið síðan þá, að undanskildi árinu 2014. Saleen tapaði til að mynda 11,1 milljón dollurum á síðasta ári og það rímar tæplega við mikla eftirspurn eftir vörum fyrirtækisins.
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent