Öryggismál í ólestri þegar minna en vika er í leikana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. júlí 2016 19:56 Minna en vika er í að Ólympíuleikarnir verði settir. vísir/nordic photos Brasilíska dómsmálaráðuneytið hefur rift samkomulagi við öryggisfyrirtæki sem sjá um átti öll öryggismál fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Minna en vika er þar til leikarnir hefjast. AFP segir frá. Það er nokkuð auðséð hví ráðuneytið greip til þessa. Fyrirtækinu hafði verið falið að ráða 3.400 öryggisverði en hefur sem stendur aðeins fimmhundruð á sínum snærum. Öryggisverðirnir áttu til að mynda að vakta alla innganga á keppnissvæði leikanna og manna málmleitarhlið. Stefnt er að því að sömu gegnumlýsingartæki og málmleitarhlið verði mönnum af lögreglumönnum. Þar er um að ræða sömu lögreglumenn og hafa staðið í kjarabaráttu undanfarna daga. Þeir hafa meðal annars kvartað undan bágum kjörum og að fjársýslunni gangi illa að greiða út laun á tilsettum tíma. Þetta er nýjasta vandamálið af fjölmörgum sem hafa komið upp á síðustu dögum og vikum. Fyrir skemmstu þurfti að taka hluta ólympíuþorpsins í gegn eftir að kvartað var undan aðstæðum þar. Talið er að óánægðir verkamenn hafi þar valdið skemmdarverkum til að láta óánægju sína í ljós. Átta íslenskir keppendur munu taka þátt á Ólympíuleikunum. Það eru kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason, hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir, júdókappinn Þormóður Jónsson og fimleikakonan Irina Sazonova. Þá munu Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Anton Sveinn McKee öll stinga sér til sunds á leikunum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Íþróttafólkið á ÓL í Ríó verður að virða reglu númer 40 Íslenskir íþróttamenn sem keppa á Ólympíuleikunum í Ríó mega ekki, alveg eins og kollegar þeirra hjá öðrum þjóðum, auglýsa styrktaraðila sína frá 27. júlí til 24. ágúst séu viðkomandi styrktaraðilar ekki hluti af opinberum styrktaraðilum leikanna. 28. júlí 2016 12:30 Engir pokémonar í Ríó Tölvuleikurinn Pokémon Go hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu vikurnar en þar reynir fólk að fanga pokémona og þjálfa þá. 1. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Brasilíska dómsmálaráðuneytið hefur rift samkomulagi við öryggisfyrirtæki sem sjá um átti öll öryggismál fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Minna en vika er þar til leikarnir hefjast. AFP segir frá. Það er nokkuð auðséð hví ráðuneytið greip til þessa. Fyrirtækinu hafði verið falið að ráða 3.400 öryggisverði en hefur sem stendur aðeins fimmhundruð á sínum snærum. Öryggisverðirnir áttu til að mynda að vakta alla innganga á keppnissvæði leikanna og manna málmleitarhlið. Stefnt er að því að sömu gegnumlýsingartæki og málmleitarhlið verði mönnum af lögreglumönnum. Þar er um að ræða sömu lögreglumenn og hafa staðið í kjarabaráttu undanfarna daga. Þeir hafa meðal annars kvartað undan bágum kjörum og að fjársýslunni gangi illa að greiða út laun á tilsettum tíma. Þetta er nýjasta vandamálið af fjölmörgum sem hafa komið upp á síðustu dögum og vikum. Fyrir skemmstu þurfti að taka hluta ólympíuþorpsins í gegn eftir að kvartað var undan aðstæðum þar. Talið er að óánægðir verkamenn hafi þar valdið skemmdarverkum til að láta óánægju sína í ljós. Átta íslenskir keppendur munu taka þátt á Ólympíuleikunum. Það eru kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason, hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir, júdókappinn Þormóður Jónsson og fimleikakonan Irina Sazonova. Þá munu Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Anton Sveinn McKee öll stinga sér til sunds á leikunum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Íþróttafólkið á ÓL í Ríó verður að virða reglu númer 40 Íslenskir íþróttamenn sem keppa á Ólympíuleikunum í Ríó mega ekki, alveg eins og kollegar þeirra hjá öðrum þjóðum, auglýsa styrktaraðila sína frá 27. júlí til 24. ágúst séu viðkomandi styrktaraðilar ekki hluti af opinberum styrktaraðilum leikanna. 28. júlí 2016 12:30 Engir pokémonar í Ríó Tölvuleikurinn Pokémon Go hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu vikurnar en þar reynir fólk að fanga pokémona og þjálfa þá. 1. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Íþróttafólkið á ÓL í Ríó verður að virða reglu númer 40 Íslenskir íþróttamenn sem keppa á Ólympíuleikunum í Ríó mega ekki, alveg eins og kollegar þeirra hjá öðrum þjóðum, auglýsa styrktaraðila sína frá 27. júlí til 24. ágúst séu viðkomandi styrktaraðilar ekki hluti af opinberum styrktaraðilum leikanna. 28. júlí 2016 12:30
Engir pokémonar í Ríó Tölvuleikurinn Pokémon Go hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu vikurnar en þar reynir fólk að fanga pokémona og þjálfa þá. 1. ágúst 2016 06:00