Kærkominn arftaki Legacy Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2016 14:15 Subaru Levorg er með ávalar og bognar línur. Reynsluakstur – Subaru Levorg Það var með örlitlum beyg sem greinarritari settist uppí Subaru Levorg þar sem hann er einungis í boði með lítill 1,5 lítra DIT vél og lék því grunur á að bíllinn væri vélarvana. Sá ótti reyndist óþarfur því þessi vél er hreint mögnuð og skilar 170 hestöflum til allra hjólanna. Að sjálfsögð er þessi vél af boxer gerð eins og allar vélar frá Subaru, þ.e. með þverstæða strokka sem færir þyngdarpunkt bílsins niður og eykur með því akstureiginleika hans. Að auki reyndist þessi vél ári sparsöm og eftir langa sveitarferð uppí Hreppa og víðar var meira en helmingur eftir á tankinum. Þessi litla vél er jafn öflug og 2,5 lítra vélar Subaru sem finna mátti í ýmsum bílgerðum Subaru. Subaru Levorg er kærkomin gerð Subaru bíla eftir að Legacy bílinn var ekki lengur í boði hérlendis, en þessi bíll er ámóta af stærð og með álíka flutningsrými, sem er svo ríflegt að þessi bíll er kjörinn ferðabíll. Ekki reyndist mikið mál að ferðast með heilt fjallahjól afturí honum, án þess að taka það neitt í sundur.Styttri en Legacy en með sama undirvagn Margt gott er að segja um þennan bíl, nema þá helst nafnið. Levorg er ekki beint þjált nafn og þýðir hreinlega ekki neitt. Stafirnir í nafninu eru fengnir frá forveranum Legacy, og orðunum Revolution og Touring, en síðasta orðið lýsir einmitt bílum með þetta lag. Nokkuð langsótt og ef til vill lýsandi fyrir oft á tíðum misheppnuð og illskiljanleg heiti japanskra bíla. Levorg var fyrst kynntur á bílasýningunni í Tokyo árið 2013 en kom á markað í Japan árinu síðar og í Evrópu í fyrra. Hann er með sama undirvagni og Impreza og Legacy bílarnir en Legacy er enn í boði á ýmsum mörkuðum. Levorg er einum 15 cm styttri en síðasta gerð Legacy en Subaru menn segja að hann bjóði samt uppá meira pláss og það skal staðfest að bíllinn er mjög rúmur fyrir alla farþega og nóg pláss eftir fyrir farangur.Mikið rými og látlaus innrétting Levorg er fremur fallega teiknaður bíll með ávalar og bólgnar línur en nær þó ekki að vera mjög sportlegur. Innanrými bílsins er smekklegt, án mikilla stæla og skiljanlegt, en þar er ekki mikill íburður. Innréttingin er mjög kunnugleg Subaru bíleigendum og ekki hafa orðið miklar framfarir í framsetningu hennar, en þó er efnisnotkunin örlítið ríkulegri og stýrið flott og með þægilegum hnöppum. Framsætin eru með þeim þægilegri, halda vel utan um ökumann og í þeim þreytist hann lítið. Höfuðrými afturí leyfir hávaxið fólk og fótarými er fínt. Skottið er 522 lítra, sem er aðeins meira en í Ford Mondeo. Undir farangursrýminu er auka 40 lítra djúpt geymsluhólf sem nýtist vel fyrir ýmsan búnað, ekki síst ef hann er dýr, því þarna felst hann vel.Góður akstursbíll Í akstri er Lovorg ferlega skemmtilegur bíll, allt er svo létt og stýringin nákvæm. Bíllinn snarliggur á vegi og sannaði hann það líka á malarvegum og þá er einnig gott að vita af frábæru fjórhjóladrifi Subaru. Vélin litla er frísk og hendir bílnum í 100 á 8,9 sekúndum, sem er ferlega gott fyrir stóran bíl með 1,6 lítra vél. Hún er svo tengd við reimadrifna sjálfskiptingu sem er ein sú besta sem greinarritari hefur prófað. Þarna tekst Subaru betur til en flestum öðrum bílaframleiðendum. Eins og með margan annan bílinn sem treystir á forþjöppu til að skila nægu afli þá gerist lítið fyrstu sekúnduna eftir að stigið er hressilega á bensíngjöfina, en eftir það er gaman og sjálfskiptingin sér til þess að afl vélarinnar skilar sér vel í götuna. Tvær akstursstillingar gera það svo að verkum að sportlegir eiginleikar bílsins njóta sín enn betur, þ.e. í stillingunni “S”. Fjöðrun Levorg virðist vel stillt við flestar aðstæður, en þó var óvenjulegt að finna að afturendinn lætur illa þegar farið er yfir hraðahindranir og farangur kastast óhóflega til. Að öðru leiti er draumur að aka bílnum.Kostir: Aksturseiginleikar, rými, vél, fjórhjóladrifÓkostir: Aðeins 1 vélarkostur, látlaus innrétting, verð 1,5 l. bensínvél, 170 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 6,9 l./100 km í bl. akstri Mengun: 159 g/km CO2 Hröðun: 8,9 sek. Hámarkshraði: 210 km/klst Verð frá: 5.290.000 kr. Umboð: BLReffilegur að framan með kælingu fyrir vélina á húddinu.Gríðarmikið farangurspláss og afar góð skottopnun.Látlaus en traust innrétting og vaflaust vel smíðuð eins og flest í Subaru bílum.Vel fer um fullorðna afturí. Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent
Reynsluakstur – Subaru Levorg Það var með örlitlum beyg sem greinarritari settist uppí Subaru Levorg þar sem hann er einungis í boði með lítill 1,5 lítra DIT vél og lék því grunur á að bíllinn væri vélarvana. Sá ótti reyndist óþarfur því þessi vél er hreint mögnuð og skilar 170 hestöflum til allra hjólanna. Að sjálfsögð er þessi vél af boxer gerð eins og allar vélar frá Subaru, þ.e. með þverstæða strokka sem færir þyngdarpunkt bílsins niður og eykur með því akstureiginleika hans. Að auki reyndist þessi vél ári sparsöm og eftir langa sveitarferð uppí Hreppa og víðar var meira en helmingur eftir á tankinum. Þessi litla vél er jafn öflug og 2,5 lítra vélar Subaru sem finna mátti í ýmsum bílgerðum Subaru. Subaru Levorg er kærkomin gerð Subaru bíla eftir að Legacy bílinn var ekki lengur í boði hérlendis, en þessi bíll er ámóta af stærð og með álíka flutningsrými, sem er svo ríflegt að þessi bíll er kjörinn ferðabíll. Ekki reyndist mikið mál að ferðast með heilt fjallahjól afturí honum, án þess að taka það neitt í sundur.Styttri en Legacy en með sama undirvagn Margt gott er að segja um þennan bíl, nema þá helst nafnið. Levorg er ekki beint þjált nafn og þýðir hreinlega ekki neitt. Stafirnir í nafninu eru fengnir frá forveranum Legacy, og orðunum Revolution og Touring, en síðasta orðið lýsir einmitt bílum með þetta lag. Nokkuð langsótt og ef til vill lýsandi fyrir oft á tíðum misheppnuð og illskiljanleg heiti japanskra bíla. Levorg var fyrst kynntur á bílasýningunni í Tokyo árið 2013 en kom á markað í Japan árinu síðar og í Evrópu í fyrra. Hann er með sama undirvagni og Impreza og Legacy bílarnir en Legacy er enn í boði á ýmsum mörkuðum. Levorg er einum 15 cm styttri en síðasta gerð Legacy en Subaru menn segja að hann bjóði samt uppá meira pláss og það skal staðfest að bíllinn er mjög rúmur fyrir alla farþega og nóg pláss eftir fyrir farangur.Mikið rými og látlaus innrétting Levorg er fremur fallega teiknaður bíll með ávalar og bólgnar línur en nær þó ekki að vera mjög sportlegur. Innanrými bílsins er smekklegt, án mikilla stæla og skiljanlegt, en þar er ekki mikill íburður. Innréttingin er mjög kunnugleg Subaru bíleigendum og ekki hafa orðið miklar framfarir í framsetningu hennar, en þó er efnisnotkunin örlítið ríkulegri og stýrið flott og með þægilegum hnöppum. Framsætin eru með þeim þægilegri, halda vel utan um ökumann og í þeim þreytist hann lítið. Höfuðrými afturí leyfir hávaxið fólk og fótarými er fínt. Skottið er 522 lítra, sem er aðeins meira en í Ford Mondeo. Undir farangursrýminu er auka 40 lítra djúpt geymsluhólf sem nýtist vel fyrir ýmsan búnað, ekki síst ef hann er dýr, því þarna felst hann vel.Góður akstursbíll Í akstri er Lovorg ferlega skemmtilegur bíll, allt er svo létt og stýringin nákvæm. Bíllinn snarliggur á vegi og sannaði hann það líka á malarvegum og þá er einnig gott að vita af frábæru fjórhjóladrifi Subaru. Vélin litla er frísk og hendir bílnum í 100 á 8,9 sekúndum, sem er ferlega gott fyrir stóran bíl með 1,6 lítra vél. Hún er svo tengd við reimadrifna sjálfskiptingu sem er ein sú besta sem greinarritari hefur prófað. Þarna tekst Subaru betur til en flestum öðrum bílaframleiðendum. Eins og með margan annan bílinn sem treystir á forþjöppu til að skila nægu afli þá gerist lítið fyrstu sekúnduna eftir að stigið er hressilega á bensíngjöfina, en eftir það er gaman og sjálfskiptingin sér til þess að afl vélarinnar skilar sér vel í götuna. Tvær akstursstillingar gera það svo að verkum að sportlegir eiginleikar bílsins njóta sín enn betur, þ.e. í stillingunni “S”. Fjöðrun Levorg virðist vel stillt við flestar aðstæður, en þó var óvenjulegt að finna að afturendinn lætur illa þegar farið er yfir hraðahindranir og farangur kastast óhóflega til. Að öðru leiti er draumur að aka bílnum.Kostir: Aksturseiginleikar, rými, vél, fjórhjóladrifÓkostir: Aðeins 1 vélarkostur, látlaus innrétting, verð 1,5 l. bensínvél, 170 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 6,9 l./100 km í bl. akstri Mengun: 159 g/km CO2 Hröðun: 8,9 sek. Hámarkshraði: 210 km/klst Verð frá: 5.290.000 kr. Umboð: BLReffilegur að framan með kælingu fyrir vélina á húddinu.Gríðarmikið farangurspláss og afar góð skottopnun.Látlaus en traust innrétting og vaflaust vel smíðuð eins og flest í Subaru bílum.Vel fer um fullorðna afturí.
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent