Bílaútflutningur 10% meiri í Bretlandi þrátt fyrir Brexit Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2016 09:18 Fjölbreytt bílaflóra sem framleidd er í Bretlandi. Það kemur ef til vill á óvart að mikill vöxtur var í bílaútflutningi frá Bretlandi í júní þvert á spár manna vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Vöxturinn nam 10,4% og voru 158.641 nýir bílar fluttir út og um helmingur þeirra til annarra Evrópulanda. Það sem skýrir þessa miklu sölu er mikil eftirspurn í Evrópu þessa dagana, það að Bretar njóta enn skattfríðinda sem meðlimur í Evrópusambandinu og miklar fjárfestingar bílaframleiðenda í Bretlandi á undanförnum árum. Eðlilegt má teljast að vel gangi áfram að selja bíla frá Bretlandi á meðan tollfríðindi Evrópusambandsins eru enn við líði, en þeir bílaframleiðendur sem eru með verksmiðjur í Bretlandi eru uggandi yfir því hvað bíður þeirra eftir að Bretland er formlega komið úr Evrópusambandinu. Bílasala í Bretlandi hefur á síðustu árum verið með miklum ágætum, en í fyrsta sinn í langan tíma minnkaði hún í júni frá sama mánuði árið áður og er óvissunni í kjölfar Brexit kennt um. Brexit Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent
Það kemur ef til vill á óvart að mikill vöxtur var í bílaútflutningi frá Bretlandi í júní þvert á spár manna vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Vöxturinn nam 10,4% og voru 158.641 nýir bílar fluttir út og um helmingur þeirra til annarra Evrópulanda. Það sem skýrir þessa miklu sölu er mikil eftirspurn í Evrópu þessa dagana, það að Bretar njóta enn skattfríðinda sem meðlimur í Evrópusambandinu og miklar fjárfestingar bílaframleiðenda í Bretlandi á undanförnum árum. Eðlilegt má teljast að vel gangi áfram að selja bíla frá Bretlandi á meðan tollfríðindi Evrópusambandsins eru enn við líði, en þeir bílaframleiðendur sem eru með verksmiðjur í Bretlandi eru uggandi yfir því hvað bíður þeirra eftir að Bretland er formlega komið úr Evrópusambandinu. Bílasala í Bretlandi hefur á síðustu árum verið með miklum ágætum, en í fyrsta sinn í langan tíma minnkaði hún í júni frá sama mánuði árið áður og er óvissunni í kjölfar Brexit kennt um.
Brexit Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent