Það verður örugglega titringur í fimleikahöllinni þegar Irina keppir í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 13:30 Irina Sazonova. Vísir/Anton Fimleikakonan Irina Sazonova skrifar nýjan kafla í Ólympíusögu Íslands í kvöld þegar hún keppir fyrst íslenskra fimleikakvenna á Ólympíuleikum. Irina Sazonova og Berglind Pétursdóttir hittu blaðamann Vísis í Ólympíuþorpinu í gær og fóru yfir vonir og væntingar sínar fyrir keppni kvöldsins. Irina er í sama hluta og bandarísku fimleikastjörnurnar og því má búast við mikilli stemmningu í fimleikahöllinni í kvöld. Berglind Pétursdóttir er flokkstjóri fimleikanna á Ólympíuleikunum í Ríó og hún er Irinu til halds og trausts. Líka þegar kemur að viðtölum við íslenska blaðamenn enda á Irina Sazonova talsvert í land að geta tjáð sig almennilega á íslensku og ekki talar hún ensku. Irina Sazonova reyndi samt að tala íslensku þegar hún hitti blaðamann í gær og það er fyrsta skrefið því ekki kann undirritaður stakt orð í rússnesku. „Ég er mjög spennt," segir Irina og hún segist þurfa nú að hugsa vel um sig á þeim klukkutímum sem eru fram að keppninni annað kvöld. „Ég þarf að passa vel að sofa vel og hvíla mig," segir Irina og allt hefur gengið vel hingað til. „Þegar ég var lítil stelpa þá dreymdi mig um að keppa á Ólympíuleikum. Núna er ég því rosalega glöð að fá tækifæri til þess," sagði Irina sem ætlar sér að komast á fleiri leika í framtíðinni. „Podium-æfingin gekk mjög vel og mér líður vel í keppnishöllinni," sagði Irina sem viðurkenndi alveg að dagurinn í gær hafi verið svolítið heitur og það geta fleiri Íslendingar í Ríó tekið undir það. „Ég hef sett stefnuna á því að ná 54 stigum og reyna að komast í 24 manna úrslitin," segir Irina metnaðafull en samkeppnin verður mikil. „Ég held að það verði mjög erfitt en það er samt alltaf möguleiki. Við sjáum til hvað gerist," segir Irina um keppni kvöldsins. Hún lætur ekkert trufla sig í Ólympíuþorpinu. „Ég vil ekkert hugsa um þessa hluti. Ég keppt hér í undankeppninni og veit að ég er að fara inn í fimleikasal þar sem ég þekki öll áhöldin. Það er það sem skiptir máli," sagði Irina. Kvöldið verður sögulegt fyrir íslenska fimleika. „Það er flott fyrir okkur að eiga loksins keppenda í fimleikum kvenna á Ólympíuleikum. Það ætti að skora fyrir okkur í fimleikunum á Íslandi," segir Berglind Pétursdóttir. Hún viðurkennir að það þurfi margt að ganga upp hjá Irinu ætli hún að ná því að vera ein af þeim 24 sem komast í úrslitin. „Það er alltaf von og maður á alltaf að reyna. Það skal samt viðurkennast að það verður svolítið erfitt fyrir hana að komast í úrslitin," segir Berglind. „Hún er vel undirbúin og nú þarf hún bara að eiga góðan dag. Hún þarf að vera í stuði og halda góðri einbeitingu," segir Berglind sem er margreyndur fimleikadómari en er einnig sjúkraþjálfari Irinu á leikunum. Hún sér því um að skrokkurinn verður klár í slaginn á morgun. „Við reynum að láta allt ganga upp. Hún fær ekkert að fara í sólbað, fer bara á æfingar, hvílist og nærist. Þannig verður bara hennar hlutverk fram að móti," segir Berglind. „Þetta er fjórði hópurinn af fimm sem keppa þennan dag. Irina er með bandarísku stúlkunum og Hollendingum og svo einstaklingum eins og hún er. Það er mjög skemmtilegur riðill og spennandi," segir Berglind. „Það er ekkert slæmt að vera í höllinni þegar bandarísku stelpurnar eru að keppa. Það verður örugglega titringur í fimleikahöllinni," segir Berglind. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Sjá meira
Fimleikakonan Irina Sazonova skrifar nýjan kafla í Ólympíusögu Íslands í kvöld þegar hún keppir fyrst íslenskra fimleikakvenna á Ólympíuleikum. Irina Sazonova og Berglind Pétursdóttir hittu blaðamann Vísis í Ólympíuþorpinu í gær og fóru yfir vonir og væntingar sínar fyrir keppni kvöldsins. Irina er í sama hluta og bandarísku fimleikastjörnurnar og því má búast við mikilli stemmningu í fimleikahöllinni í kvöld. Berglind Pétursdóttir er flokkstjóri fimleikanna á Ólympíuleikunum í Ríó og hún er Irinu til halds og trausts. Líka þegar kemur að viðtölum við íslenska blaðamenn enda á Irina Sazonova talsvert í land að geta tjáð sig almennilega á íslensku og ekki talar hún ensku. Irina Sazonova reyndi samt að tala íslensku þegar hún hitti blaðamann í gær og það er fyrsta skrefið því ekki kann undirritaður stakt orð í rússnesku. „Ég er mjög spennt," segir Irina og hún segist þurfa nú að hugsa vel um sig á þeim klukkutímum sem eru fram að keppninni annað kvöld. „Ég þarf að passa vel að sofa vel og hvíla mig," segir Irina og allt hefur gengið vel hingað til. „Þegar ég var lítil stelpa þá dreymdi mig um að keppa á Ólympíuleikum. Núna er ég því rosalega glöð að fá tækifæri til þess," sagði Irina sem ætlar sér að komast á fleiri leika í framtíðinni. „Podium-æfingin gekk mjög vel og mér líður vel í keppnishöllinni," sagði Irina sem viðurkenndi alveg að dagurinn í gær hafi verið svolítið heitur og það geta fleiri Íslendingar í Ríó tekið undir það. „Ég hef sett stefnuna á því að ná 54 stigum og reyna að komast í 24 manna úrslitin," segir Irina metnaðafull en samkeppnin verður mikil. „Ég held að það verði mjög erfitt en það er samt alltaf möguleiki. Við sjáum til hvað gerist," segir Irina um keppni kvöldsins. Hún lætur ekkert trufla sig í Ólympíuþorpinu. „Ég vil ekkert hugsa um þessa hluti. Ég keppt hér í undankeppninni og veit að ég er að fara inn í fimleikasal þar sem ég þekki öll áhöldin. Það er það sem skiptir máli," sagði Irina. Kvöldið verður sögulegt fyrir íslenska fimleika. „Það er flott fyrir okkur að eiga loksins keppenda í fimleikum kvenna á Ólympíuleikum. Það ætti að skora fyrir okkur í fimleikunum á Íslandi," segir Berglind Pétursdóttir. Hún viðurkennir að það þurfi margt að ganga upp hjá Irinu ætli hún að ná því að vera ein af þeim 24 sem komast í úrslitin. „Það er alltaf von og maður á alltaf að reyna. Það skal samt viðurkennast að það verður svolítið erfitt fyrir hana að komast í úrslitin," segir Berglind. „Hún er vel undirbúin og nú þarf hún bara að eiga góðan dag. Hún þarf að vera í stuði og halda góðri einbeitingu," segir Berglind sem er margreyndur fimleikadómari en er einnig sjúkraþjálfari Irinu á leikunum. Hún sér því um að skrokkurinn verður klár í slaginn á morgun. „Við reynum að láta allt ganga upp. Hún fær ekkert að fara í sólbað, fer bara á æfingar, hvílist og nærist. Þannig verður bara hennar hlutverk fram að móti," segir Berglind. „Þetta er fjórði hópurinn af fimm sem keppa þennan dag. Irina er með bandarísku stúlkunum og Hollendingum og svo einstaklingum eins og hún er. Það er mjög skemmtilegur riðill og spennandi," segir Berglind. „Það er ekkert slæmt að vera í höllinni þegar bandarísku stelpurnar eru að keppa. Það verður örugglega titringur í fimleikahöllinni," segir Berglind.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Sjá meira