Upphitunarlaugin í Ríó eins og suðupottur í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2016 19:20 Anton Sveinn McKee í keppnislauginni í kvöld. Vísir/Anton Það var mjög heitt í Ríó í dag, á fyrsta degi Ólympíuleikanna, og það bitnaði heldur betur á sundfólkinu sem tók þátt í undanrásum yfir heitasta tíma dagsins. Magnús Tryggvason, flokkstjóri íslenska sundhópsins og þjálfarinn Jacky Pellerin höfðu miklar áhyggjur af sundfólkinu í upphitunarlauginni sem er inn í tjaldi við hlið keppnislaugarinnar. Jacky Pellerin komst svo að orði að það væri verið að "drepa" sundfólkið með því að bjóða þeim upp á þessar aðstæður. Það eiga að vera fjögur virk loftræsirör í byggingunni en aðeins ein þeirra virkaði. Hitinn var því kominn yfir 37 gráður þar sem sundfólkið átti að vera undirbúa sig fyrir sín sund. Upphitunarlaugin var því farinn að breytast í hálfgerðan suðupott og þar þurfti allir sundmenn að stilla sig inn fyrir sína grein við afar erfiðar aðstæður. Magnús Tryggvason og Jacky Pellerin vildu ekki nota þetta sem afsökun fyrir slökum árangri Antons Sveins McKee en þetta var ekki að hjálpa til. Anton Sveinn var langt frá sínu besta en aðrir gerðu vel. Bretinn Adam Peaty setti meðal annars frábært heimsmet í grein Antons, 100 metra bringusundi. Hitinn hentaði því honum vel. Adam Peaty synti á 57.55 sekúndum og setti líka Ólympíumet. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þetta er svona gott stress Aðra Ólympíuleikana í röð er það sundmaðurinn Anton Sveinn McKee sem keppir fyrstur af íslenska hópnum. Hann verður eini íslenski keppandi dagsins þegar hann stingur sér til sunds í 100 metra bringusundi. 6. ágúst 2016 06:00 Anton Sveinn svekktur: Ég verð bara að bregðast rétt við og halda áfram Það leyndi sér ekki að Anton Sveinn McKee var mjög svekktur eftir 100 metra bringusundið á Ólympíuleikunum í Ríó í dag en hann var þar nokkuð frá sínu besta. 6. ágúst 2016 18:52 Jacky Pellerin: Kannski var hann með of mikið sjálftraust Jacky Pellerin, þjálfari íslenska sundfólksins á Ólympíuleikunum í Ríó sagðist ekki vera vonsvikinn með árangur Antons Sveins McKee en hann sagði jafnframt að hann hefði búist við meiru. 6. ágúst 2016 19:11 Anton Sveinn endaði í 35. sæti og komst ekki áfram | Myndir Anton Sveinn McKee lenti í sjöunda sæti í sínum riðli í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum. 6. ágúst 2016 18:15 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira
Það var mjög heitt í Ríó í dag, á fyrsta degi Ólympíuleikanna, og það bitnaði heldur betur á sundfólkinu sem tók þátt í undanrásum yfir heitasta tíma dagsins. Magnús Tryggvason, flokkstjóri íslenska sundhópsins og þjálfarinn Jacky Pellerin höfðu miklar áhyggjur af sundfólkinu í upphitunarlauginni sem er inn í tjaldi við hlið keppnislaugarinnar. Jacky Pellerin komst svo að orði að það væri verið að "drepa" sundfólkið með því að bjóða þeim upp á þessar aðstæður. Það eiga að vera fjögur virk loftræsirör í byggingunni en aðeins ein þeirra virkaði. Hitinn var því kominn yfir 37 gráður þar sem sundfólkið átti að vera undirbúa sig fyrir sín sund. Upphitunarlaugin var því farinn að breytast í hálfgerðan suðupott og þar þurfti allir sundmenn að stilla sig inn fyrir sína grein við afar erfiðar aðstæður. Magnús Tryggvason og Jacky Pellerin vildu ekki nota þetta sem afsökun fyrir slökum árangri Antons Sveins McKee en þetta var ekki að hjálpa til. Anton Sveinn var langt frá sínu besta en aðrir gerðu vel. Bretinn Adam Peaty setti meðal annars frábært heimsmet í grein Antons, 100 metra bringusundi. Hitinn hentaði því honum vel. Adam Peaty synti á 57.55 sekúndum og setti líka Ólympíumet.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þetta er svona gott stress Aðra Ólympíuleikana í röð er það sundmaðurinn Anton Sveinn McKee sem keppir fyrstur af íslenska hópnum. Hann verður eini íslenski keppandi dagsins þegar hann stingur sér til sunds í 100 metra bringusundi. 6. ágúst 2016 06:00 Anton Sveinn svekktur: Ég verð bara að bregðast rétt við og halda áfram Það leyndi sér ekki að Anton Sveinn McKee var mjög svekktur eftir 100 metra bringusundið á Ólympíuleikunum í Ríó í dag en hann var þar nokkuð frá sínu besta. 6. ágúst 2016 18:52 Jacky Pellerin: Kannski var hann með of mikið sjálftraust Jacky Pellerin, þjálfari íslenska sundfólksins á Ólympíuleikunum í Ríó sagðist ekki vera vonsvikinn með árangur Antons Sveins McKee en hann sagði jafnframt að hann hefði búist við meiru. 6. ágúst 2016 19:11 Anton Sveinn endaði í 35. sæti og komst ekki áfram | Myndir Anton Sveinn McKee lenti í sjöunda sæti í sínum riðli í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum. 6. ágúst 2016 18:15 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira
Þetta er svona gott stress Aðra Ólympíuleikana í röð er það sundmaðurinn Anton Sveinn McKee sem keppir fyrstur af íslenska hópnum. Hann verður eini íslenski keppandi dagsins þegar hann stingur sér til sunds í 100 metra bringusundi. 6. ágúst 2016 06:00
Anton Sveinn svekktur: Ég verð bara að bregðast rétt við og halda áfram Það leyndi sér ekki að Anton Sveinn McKee var mjög svekktur eftir 100 metra bringusundið á Ólympíuleikunum í Ríó í dag en hann var þar nokkuð frá sínu besta. 6. ágúst 2016 18:52
Jacky Pellerin: Kannski var hann með of mikið sjálftraust Jacky Pellerin, þjálfari íslenska sundfólksins á Ólympíuleikunum í Ríó sagðist ekki vera vonsvikinn með árangur Antons Sveins McKee en hann sagði jafnframt að hann hefði búist við meiru. 6. ágúst 2016 19:11
Anton Sveinn endaði í 35. sæti og komst ekki áfram | Myndir Anton Sveinn McKee lenti í sjöunda sæti í sínum riðli í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum. 6. ágúst 2016 18:15