Lögreglan í London notar mótorhjól fyrir hryðjuverkadeildir Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2016 08:19 Gráir fyrir járnum á gráum BMW mótorhjólum. Meðal þess sem sérstakar baráttudeildir gegn hryðjuverkum hjá lögreglunni í London hafa nýtt sér eru mótorhjól. Þau gera þeim kleift að komast fljótt á áfangastað þrátt fyrir mikla umferð. Þessi aðgerð lögreglunnar var kynnt í gær ásamt því að fleiri vopnaðir lögreglumenn verða nú sýnilegir í höfuðborg Bretlands eftir nýlegar hryðjuverkaárásir í Evrópu. Hjólin sem lögreglan hyggst nota eru grámáluð BMW F800GS sem geta verið jafnvíg á malbiki sem utanvegaakstur, og ekið upp eða niður tröppur eða yfir kantsteina. Í samtali við Sky News fréttastofuna sagði yfirmaður í hryðjuverkadeild lögreglunnar að umferð getur verið í hnút á hvaða tíma sem er. “Þegar hryðjuverkaárás á sér stað má búast við enn meira öngþveiti. Ef að við skoðum Evrópu, París og Belgíu sjáum við að umferð gegnir lykilhlutverki í skjótum viðbrögðum” sagði yfirmaður deildarinnar. “Við látum ökumenn hjólanna æfa sig við torfæruakstur svo að þeir geti komist yfir hindranir og verið fljótir milli staðar A og B.” Ekki er búið að lýsa yfir neinu viðbúnaðarstigi vegna hugsanlegrar árásar en ljóst er að lögreglan í Bretlandi ætlar sér að vera við öllu búin. Kemur þetta fram á mótorhjólavefnum bifhjol.is. Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent
Meðal þess sem sérstakar baráttudeildir gegn hryðjuverkum hjá lögreglunni í London hafa nýtt sér eru mótorhjól. Þau gera þeim kleift að komast fljótt á áfangastað þrátt fyrir mikla umferð. Þessi aðgerð lögreglunnar var kynnt í gær ásamt því að fleiri vopnaðir lögreglumenn verða nú sýnilegir í höfuðborg Bretlands eftir nýlegar hryðjuverkaárásir í Evrópu. Hjólin sem lögreglan hyggst nota eru grámáluð BMW F800GS sem geta verið jafnvíg á malbiki sem utanvegaakstur, og ekið upp eða niður tröppur eða yfir kantsteina. Í samtali við Sky News fréttastofuna sagði yfirmaður í hryðjuverkadeild lögreglunnar að umferð getur verið í hnút á hvaða tíma sem er. “Þegar hryðjuverkaárás á sér stað má búast við enn meira öngþveiti. Ef að við skoðum Evrópu, París og Belgíu sjáum við að umferð gegnir lykilhlutverki í skjótum viðbrögðum” sagði yfirmaður deildarinnar. “Við látum ökumenn hjólanna æfa sig við torfæruakstur svo að þeir geti komist yfir hindranir og verið fljótir milli staðar A og B.” Ekki er búið að lýsa yfir neinu viðbúnaðarstigi vegna hugsanlegrar árásar en ljóst er að lögreglan í Bretlandi ætlar sér að vera við öllu búin. Kemur þetta fram á mótorhjólavefnum bifhjol.is.
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent