Bugatti Galibier í fjöldaframleiðslu? Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2016 09:06 Hjá Bugatti er nú verið að íhuga að fjöldaframleiða tilraunabílinn Galibier sem fyrirtækið sýndi fyrst árið 2009. Þar er um að ræða stórglæsilegan fjögurra sæta fjölskyldubíl með jafn mörgum hurðum. Það hefur lengi verið draumur forstjóra Bugatti, Wolfgang Durheimer, að framleiða fjögurra hurða lúxuskerru sem rúmar heila fjölskyldu. Durheimer tók við stöðu forstjóra Bugatti árið 2011 og sagði þá að draumur sinn væri að framleiða svona bíl og ekki féll það í slæman jarðveg hjá þeim sem börðu tilraunabílinn Galibier augum, en erfitt er að tiltaka fegurri bíl í þessum stærðarflokki. Ef af framleiðslu Galibier yrði myndi hann fá einhverjar fleiri tækninýjungar en sáust í 7 ára gömlum tilraunabílnum, enda gerist margt í bílaheiminum á 7 árum. Eins og er einbeitir Bugatti sér nú að smíði Chiron ofurbílsins og það er háttur Bugatti að smíða aðeins einn bíl í einu og því gæti smíði Galibier dregist eitthvað, ef að smíði hans verður yfirhöfuð. Þar sem Bugatti er hluti af stóru Volkswagen bílasamstæðunni gæti margt í Galibier verið sameiginlegt öðrum stórum bílum í samstæðunni og það mun vafalaust eiga við undirvagn hans, sem yrði þá af MSB-gerð. Galibier myndi kosta um 330 milljónir króna og það er ekki á færi margra kaupenda að festa sér slíkan bíl, en hann gæti hæglega talist vandaðasti fjölskyldubíll í heimi. Ekki slorleg innréttingSmíðin verður ekki vandaðri. Bílar video Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent
Hjá Bugatti er nú verið að íhuga að fjöldaframleiða tilraunabílinn Galibier sem fyrirtækið sýndi fyrst árið 2009. Þar er um að ræða stórglæsilegan fjögurra sæta fjölskyldubíl með jafn mörgum hurðum. Það hefur lengi verið draumur forstjóra Bugatti, Wolfgang Durheimer, að framleiða fjögurra hurða lúxuskerru sem rúmar heila fjölskyldu. Durheimer tók við stöðu forstjóra Bugatti árið 2011 og sagði þá að draumur sinn væri að framleiða svona bíl og ekki féll það í slæman jarðveg hjá þeim sem börðu tilraunabílinn Galibier augum, en erfitt er að tiltaka fegurri bíl í þessum stærðarflokki. Ef af framleiðslu Galibier yrði myndi hann fá einhverjar fleiri tækninýjungar en sáust í 7 ára gömlum tilraunabílnum, enda gerist margt í bílaheiminum á 7 árum. Eins og er einbeitir Bugatti sér nú að smíði Chiron ofurbílsins og það er háttur Bugatti að smíða aðeins einn bíl í einu og því gæti smíði Galibier dregist eitthvað, ef að smíði hans verður yfirhöfuð. Þar sem Bugatti er hluti af stóru Volkswagen bílasamstæðunni gæti margt í Galibier verið sameiginlegt öðrum stórum bílum í samstæðunni og það mun vafalaust eiga við undirvagn hans, sem yrði þá af MSB-gerð. Galibier myndi kosta um 330 milljónir króna og það er ekki á færi margra kaupenda að festa sér slíkan bíl, en hann gæti hæglega talist vandaðasti fjölskyldubíll í heimi. Ekki slorleg innréttingSmíðin verður ekki vandaðri.
Bílar video Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent