Sjálfakandi Volvo leigubílar Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2016 09:52 Volvo leigubíll frá Uber. Volvo og Uber hafa sameinast um smíði nokkurra Volvo XC90 jeppa sem aka án bílstjóra um götur Pittsburg í Bandaríkjunum og mun aksturinn hefjast í næsta mánuði. Uber mun bjóða viðskiptavinum sínum uppá frían akstur í þessum bílum til að byrja með. Fyrirtækin tvö hafa fjárfest fyrir 36 milljarða í þessu verkefni og með því er ljóst að þeim er full alvara með framtíð þess. Bílarnir sem notaðir eru eru búnir fullkomnasta öryggisbúnaði og víst má telja að enginn getur gert betur en Volvo í þeim efnum. Uber mun kaupa fjölda bíla frá Volvo til að sinna þessum akstri og ætlar sér heilmikinn markað í leigubílaakstri um allan heim með þessum bílum. Til að byrja með verða bílarnir í Pittsburg mannaðir öryggisvörðum bæði í ökumanns- og farþegasætinu frammí bílunum til að tryggja að aksturinn sé með sem öruggustum hætti. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent
Volvo og Uber hafa sameinast um smíði nokkurra Volvo XC90 jeppa sem aka án bílstjóra um götur Pittsburg í Bandaríkjunum og mun aksturinn hefjast í næsta mánuði. Uber mun bjóða viðskiptavinum sínum uppá frían akstur í þessum bílum til að byrja með. Fyrirtækin tvö hafa fjárfest fyrir 36 milljarða í þessu verkefni og með því er ljóst að þeim er full alvara með framtíð þess. Bílarnir sem notaðir eru eru búnir fullkomnasta öryggisbúnaði og víst má telja að enginn getur gert betur en Volvo í þeim efnum. Uber mun kaupa fjölda bíla frá Volvo til að sinna þessum akstri og ætlar sér heilmikinn markað í leigubílaakstri um allan heim með þessum bílum. Til að byrja með verða bílarnir í Pittsburg mannaðir öryggisvörðum bæði í ökumanns- og farþegasætinu frammí bílunum til að tryggja að aksturinn sé með sem öruggustum hætti.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent