Flutningur Fiskistofu dýrkeyptur og erfiður Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2016 19:15 Sú ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og núverandi forsætisráðherra árið 2014 að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar var harðlega gagnrýnd á sínum tíma. Stofnunin tók formlega til starfa á Akureyri hinn 1. janúar síðastliðinn og starfa þar í dag 12 starfsmenn. „Svona þegar allt er um garð gengið, hvenær sem það verður, þá verðum við eitthvað í kringum 30 starfsmenn, þegar allt er komið,“ segir Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri. Enn starfa hátt í 30 starfsmenn á starfsstöð Fiskistofu í Hafnarfirði. Þegar starfsmaður á þeirri starfsstöð hættir verður nýr starfsmaður ráðinn á Akureyri og mun því fjölga jafnt og þétt næstu ár. „Akureyri hefur alla innviða sem að stofnun eins og Fiskistofa þarf, þannig að það er bara bjart fram undan í þessu,“ segir Eyþór.Mun taka tvö til þrjú ár Eyþór var eini starfsmaðurinn sem fylgdi stofnuninni til Akureyrar en hann segir það rót sem fylgdi þessari ákvörðun árið 2014 hafa reynst Fiskistofu dýrkeypt og erfitt. „Og sá tími hefur komið svolítið niður á starfseminni, dregið úr getu okkar til að leysa úr öllum verkefnum. En við erum komin núna á fullt í uppbyggingu og sjáum bara bjart fram undan. Þetta mun taka, að ég tel, tvö til þrjú ár enn að ná okkur alveg á flug aftur,“ segir Eyþór. Hvað má læra af þessum flutningi, hvernig þetta var framkvæmt og svo framvegis? „Ég myndi segja, fyrst og síðast, þarf að huga að réttindum starfsfólks svo að það viti hvar það stendur ef að farið er af stað með svona aðgerðir. Það er gríðarlega mikilvægt. Og svo auðvitað að meta þetta út frá kostnaði og verkefnum hver þörfin er og hvaða hugsanlegar afleiðingar svona aðgerðir hafa,“ segir Eyþór. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Sú ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og núverandi forsætisráðherra árið 2014 að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar var harðlega gagnrýnd á sínum tíma. Stofnunin tók formlega til starfa á Akureyri hinn 1. janúar síðastliðinn og starfa þar í dag 12 starfsmenn. „Svona þegar allt er um garð gengið, hvenær sem það verður, þá verðum við eitthvað í kringum 30 starfsmenn, þegar allt er komið,“ segir Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri. Enn starfa hátt í 30 starfsmenn á starfsstöð Fiskistofu í Hafnarfirði. Þegar starfsmaður á þeirri starfsstöð hættir verður nýr starfsmaður ráðinn á Akureyri og mun því fjölga jafnt og þétt næstu ár. „Akureyri hefur alla innviða sem að stofnun eins og Fiskistofa þarf, þannig að það er bara bjart fram undan í þessu,“ segir Eyþór.Mun taka tvö til þrjú ár Eyþór var eini starfsmaðurinn sem fylgdi stofnuninni til Akureyrar en hann segir það rót sem fylgdi þessari ákvörðun árið 2014 hafa reynst Fiskistofu dýrkeypt og erfitt. „Og sá tími hefur komið svolítið niður á starfseminni, dregið úr getu okkar til að leysa úr öllum verkefnum. En við erum komin núna á fullt í uppbyggingu og sjáum bara bjart fram undan. Þetta mun taka, að ég tel, tvö til þrjú ár enn að ná okkur alveg á flug aftur,“ segir Eyþór. Hvað má læra af þessum flutningi, hvernig þetta var framkvæmt og svo framvegis? „Ég myndi segja, fyrst og síðast, þarf að huga að réttindum starfsfólks svo að það viti hvar það stendur ef að farið er af stað með svona aðgerðir. Það er gríðarlega mikilvægt. Og svo auðvitað að meta þetta út frá kostnaði og verkefnum hver þörfin er og hvaða hugsanlegar afleiðingar svona aðgerðir hafa,“ segir Eyþór.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira