Meðganga er eins og maraþon Telma Þormarsdóttir skrifar 17. ágúst 2016 09:00 Myndir Silja Magg Forsíðufyrirsæta ágústmánaðar hjá Glamour er heimsþekkta fyrirsætan Christy Turlington Burns en hún er á leiðinni til landsins þar sem hún ætlar að hlaupa fyrir góðgerðasamtök sín Every Mother Counts. Hér má heita á teymið og kynna sér betur málefnið. Telma Þormarsdóttir hitti fyrirsætuna í New York á dögunum og tók við hana viðtal um málefnið sem á hug hennar og hjarta. Viðtalið má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Glamour en hér má lesa smá brot. Þess má geta að neðst í fréttinni má finna stilku úr heimildamyndinni No Woman, No Cry sem verður sýnd á Stöð 2 í kvöld kl.21.10. Síðan ég man eftir mér hef ég litið upp til Christy Turlington. Sem fyrirsæta er ekki hægt að komast lengra en hún. Það var ekki bara ferillinn sem hafði áhrif á mig heldur starf hennar í þágu þeirra sem minna mega sín . Ég varð ekki fyrir vonbrigðum þegar ég hitti hana í Hamptons, New York, núna í júlí og fékk að fræðast meira um góðgerðarfélagið Every Mother Counts.Christy brennur svo sannarlega fyrir málefninu en hún var meðal annars valin ein af 100 áhrifamestu einstaklingum í heiminum af Forbes árið 2014, meðal annars vegna þrotlausrar baráttu sinnar fyrir öruggum fæðingum fyrir mæður út um allan heim. Það var eftir erfiða fylgikvilla í fæðingu dóttur sinnar sem áhugi Christy á þessum málaflokki hófst. Hjá henni fór allt vel að lokum, þökk sér fagfólkinu í kringum hana í fæðingunni, en hún komst að því að sú er því miður ekki raunin fyrir allt of margar verðandi mæður út um allan heim. Tölfræðin talar sínu máli. Að meðaltali deyr ein kona á tveggja mínútna fresti vegna alls kyns erfiðleika á meðgöngu og við fæðingu, en hægt væri að koma í veg fyrir 98 prósent af þessum dauðsföllum. Christy hljóp maraþonið í London í fyrra - vel merkt góðgerðasamtökunum.Glamour/GettyVið gerð heimildarmyndarinnar No Woman, No Cry, sem var frumsýnd á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York árið 2010, ferðaðist Christy til Tansaníu, Gvatemala, Bangladess og Bandaríkjanna þar sem sögum ófrískra kvenna í þessum löndum eru gerð skil. Það er sorgleg staðreynd að á sumum stöðum í heiminum í dag er þungun það sama og dauðadómur fyrir margar konur. Myndin, sem var frumraun Christy í leikstjórastólnum, hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og markaði upphafið að góðgerðarsamtökunum Every Mother Counts. Hún og teymið á bak við Every Mother Counts hafa hlaupið maraþon víðsvegar um heiminn til styrktar góðgerðarfélaginu og næst á dagskrá er Reykjavíkurmaraþonið þann 20. ágúst.Geturðu sagt mér betur frá hvernig þetta allt saman byrjaði?Árið 2010 frumsýndum við myndina No Woman, No cry og í kjölfarið var góðgerðarfélagið Every Mother Counts stofnað. Í byrjun var þetta bara herferð til að fylgja myndinni eftir til þess að auka meðvitund fólks um dánartíðni mæðra á meðgöngu og við fæðingu. Um það bil tveimur árum síðar varð þetta að alvöru samtökum.Í hvaða löndum starfið þið?Við erum í átta löndum núna, Bandaríkjunum, Haítí, Úganda, Tansaníu, Indlandi, Bangladess, Sýrlandi og í Gvatemala.Hefurðu upplifað eða orðið vör við breytingar til batnaðar þegar þú ferðast aftur til þessara landa?Já, ekki spurning. Síðan myndin kom út hefur margt breyst og einnig síðan ég varð móðir. Ég fæddi dóttur mína árið 2003 og á þeim tíma var fjöldi stúlkna og kvenna sem létust á meðgöngu eða við fæðingu yfir hálf milljón á ári. Í dag er talan komin niður í 303.000 stúlkur og konur á hverju ári.Ég hugsa að við sjáum framfarir vegna þess að fólk er farið að veita þessu athygli en einnig vegna þess að það er haldið betur utan um þessar upplýsingar. Ég held að það sé því miður erfitt að vera alveg viss um tölurnar séu nákvæmar. Þetta er bara kalt mat en samt eitthvað og sýnir að tölurnar eru að lækka í sumum af þessum löndum sem við sýnum frá í myndinni. Eins og til dæmis í Bangladess hefur dánartíðni mæðra við fæðingu lækkað um 40 prósent síðan við mynduðum þar 2008. Það segir ýmislegt. Þú sérð að mörg lönd eru að greina frá góðum árangri á meðan í öðrum, eins og Bandaríkjunum, fara tölurnar hækkandi, sem kemur mjög á óvart. Ég held að ég hafi ekki leitt hugann að þessu þar til að ég varð móðir. Ég hugsaði með mér að ef að tölurnar væru svona sláandi, af hverju væru þær ekki á forsíðum dagblaða alla daga, alltaf. En það er ekki tilfellið og margir myndu segja að það sé vegna þess að þetta eru konur en ekki karlmenn, en ég veit það ekki. Það er erfitt að segja til um það og vera viss en tölurnar eru það háar að þetta er neyðarástand. Þetta er vandamál, sem er viðvarandi alla daga og það er svo margt sem við getum gert til að koma í veg fyrir þetta að það er ómannúðlegt að standa hjá og gera ekkert. Það er skylda okkar, sem búum við mannréttindi, að sjá til þess að aðrir fái sömu réttindi og tækifæri í lífinu.Viðtalið í heild sinni má lesa í Glamour en við mælum með áhorfi á myndina í heild sinni á Stöð 2 í kvöld. Málefni sem varðar okkur öll. Glamour Tíska Mest lesið Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Fljúgandi töskur á Dolce & Gabbana Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Fötin sem konur vilja klæðast Glamour J.Crew kápa Meghan strax uppseld Glamour Eru þetta næstu Crocs skórnir? Glamour Vegan snyrtivörur njóta aukinna vinsælda Glamour Ný herferð Balenciaga markar kaflaskil Glamour Skrautlegar yfirhafnir í Mílanó Glamour Frá tískupallinum og á Óskarinn Glamour
Forsíðufyrirsæta ágústmánaðar hjá Glamour er heimsþekkta fyrirsætan Christy Turlington Burns en hún er á leiðinni til landsins þar sem hún ætlar að hlaupa fyrir góðgerðasamtök sín Every Mother Counts. Hér má heita á teymið og kynna sér betur málefnið. Telma Þormarsdóttir hitti fyrirsætuna í New York á dögunum og tók við hana viðtal um málefnið sem á hug hennar og hjarta. Viðtalið má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Glamour en hér má lesa smá brot. Þess má geta að neðst í fréttinni má finna stilku úr heimildamyndinni No Woman, No Cry sem verður sýnd á Stöð 2 í kvöld kl.21.10. Síðan ég man eftir mér hef ég litið upp til Christy Turlington. Sem fyrirsæta er ekki hægt að komast lengra en hún. Það var ekki bara ferillinn sem hafði áhrif á mig heldur starf hennar í þágu þeirra sem minna mega sín . Ég varð ekki fyrir vonbrigðum þegar ég hitti hana í Hamptons, New York, núna í júlí og fékk að fræðast meira um góðgerðarfélagið Every Mother Counts.Christy brennur svo sannarlega fyrir málefninu en hún var meðal annars valin ein af 100 áhrifamestu einstaklingum í heiminum af Forbes árið 2014, meðal annars vegna þrotlausrar baráttu sinnar fyrir öruggum fæðingum fyrir mæður út um allan heim. Það var eftir erfiða fylgikvilla í fæðingu dóttur sinnar sem áhugi Christy á þessum málaflokki hófst. Hjá henni fór allt vel að lokum, þökk sér fagfólkinu í kringum hana í fæðingunni, en hún komst að því að sú er því miður ekki raunin fyrir allt of margar verðandi mæður út um allan heim. Tölfræðin talar sínu máli. Að meðaltali deyr ein kona á tveggja mínútna fresti vegna alls kyns erfiðleika á meðgöngu og við fæðingu, en hægt væri að koma í veg fyrir 98 prósent af þessum dauðsföllum. Christy hljóp maraþonið í London í fyrra - vel merkt góðgerðasamtökunum.Glamour/GettyVið gerð heimildarmyndarinnar No Woman, No Cry, sem var frumsýnd á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York árið 2010, ferðaðist Christy til Tansaníu, Gvatemala, Bangladess og Bandaríkjanna þar sem sögum ófrískra kvenna í þessum löndum eru gerð skil. Það er sorgleg staðreynd að á sumum stöðum í heiminum í dag er þungun það sama og dauðadómur fyrir margar konur. Myndin, sem var frumraun Christy í leikstjórastólnum, hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og markaði upphafið að góðgerðarsamtökunum Every Mother Counts. Hún og teymið á bak við Every Mother Counts hafa hlaupið maraþon víðsvegar um heiminn til styrktar góðgerðarfélaginu og næst á dagskrá er Reykjavíkurmaraþonið þann 20. ágúst.Geturðu sagt mér betur frá hvernig þetta allt saman byrjaði?Árið 2010 frumsýndum við myndina No Woman, No cry og í kjölfarið var góðgerðarfélagið Every Mother Counts stofnað. Í byrjun var þetta bara herferð til að fylgja myndinni eftir til þess að auka meðvitund fólks um dánartíðni mæðra á meðgöngu og við fæðingu. Um það bil tveimur árum síðar varð þetta að alvöru samtökum.Í hvaða löndum starfið þið?Við erum í átta löndum núna, Bandaríkjunum, Haítí, Úganda, Tansaníu, Indlandi, Bangladess, Sýrlandi og í Gvatemala.Hefurðu upplifað eða orðið vör við breytingar til batnaðar þegar þú ferðast aftur til þessara landa?Já, ekki spurning. Síðan myndin kom út hefur margt breyst og einnig síðan ég varð móðir. Ég fæddi dóttur mína árið 2003 og á þeim tíma var fjöldi stúlkna og kvenna sem létust á meðgöngu eða við fæðingu yfir hálf milljón á ári. Í dag er talan komin niður í 303.000 stúlkur og konur á hverju ári.Ég hugsa að við sjáum framfarir vegna þess að fólk er farið að veita þessu athygli en einnig vegna þess að það er haldið betur utan um þessar upplýsingar. Ég held að það sé því miður erfitt að vera alveg viss um tölurnar séu nákvæmar. Þetta er bara kalt mat en samt eitthvað og sýnir að tölurnar eru að lækka í sumum af þessum löndum sem við sýnum frá í myndinni. Eins og til dæmis í Bangladess hefur dánartíðni mæðra við fæðingu lækkað um 40 prósent síðan við mynduðum þar 2008. Það segir ýmislegt. Þú sérð að mörg lönd eru að greina frá góðum árangri á meðan í öðrum, eins og Bandaríkjunum, fara tölurnar hækkandi, sem kemur mjög á óvart. Ég held að ég hafi ekki leitt hugann að þessu þar til að ég varð móðir. Ég hugsaði með mér að ef að tölurnar væru svona sláandi, af hverju væru þær ekki á forsíðum dagblaða alla daga, alltaf. En það er ekki tilfellið og margir myndu segja að það sé vegna þess að þetta eru konur en ekki karlmenn, en ég veit það ekki. Það er erfitt að segja til um það og vera viss en tölurnar eru það háar að þetta er neyðarástand. Þetta er vandamál, sem er viðvarandi alla daga og það er svo margt sem við getum gert til að koma í veg fyrir þetta að það er ómannúðlegt að standa hjá og gera ekkert. Það er skylda okkar, sem búum við mannréttindi, að sjá til þess að aðrir fái sömu réttindi og tækifæri í lífinu.Viðtalið í heild sinni má lesa í Glamour en við mælum með áhorfi á myndina í heild sinni á Stöð 2 í kvöld. Málefni sem varðar okkur öll.
Glamour Tíska Mest lesið Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Fljúgandi töskur á Dolce & Gabbana Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Fötin sem konur vilja klæðast Glamour J.Crew kápa Meghan strax uppseld Glamour Eru þetta næstu Crocs skórnir? Glamour Vegan snyrtivörur njóta aukinna vinsælda Glamour Ný herferð Balenciaga markar kaflaskil Glamour Skrautlegar yfirhafnir í Mílanó Glamour Frá tískupallinum og á Óskarinn Glamour