Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, mun leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. Þórður hlaut mestan stuðning í prófkjöri flokksins í kjördæminu en því lauk í gær. Sautján voru í framboði og greiddu 95 atkvæði í prófkjörinu.
Gunnar Jökull Karlsson, verkamaður, Eiríkur Þór Theódórsson, sýningarstjóri Landnámsseturs Íslands, og Eva Pandora Baldursdóttir, nemi í opinberri stjórnsýslu, skipa næstu þrjú sæti á listanum. Eiríkur lenti í þriðja sæti í prófkjörinu en verður í fjórða sæti listans.
Þar með liggur ljóst fyrir, með þeim fyrirvara að allir muni taka sæti á lista og að framboðslistarnir verði samþykktir af kjördæmisráðum, hverjir munu skipa lista Pírata í Alþingiskosningunum 29. október næstkomandi. Prófkjör flokksins í kjördæminu var hið síðasta á landsvísu. Píratar eru því fyrstir allra til að hafa á hreinu hverjir það verða sem bjóða sig fram í haust.
Alls greiddu 1.318 atkvæði í prófkjörunum, þar af 1.034 í sameiginlegu prófkjöri fyrir kjördæmin þrjú á höfuðborgarsvæðinu, en frambjóðendur voru 161.
Efstu fjögur sætin í hverju kjördæmi fyrir sig má sjá hér fyrir neðan.
Norðvesturkjördæmi:
1. Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur
2. Gunnar Jökull Karlsson, verkamaður
3. Eva Pandora Baldursdóttir, viðskiptafræðingur
4. Eiríkur Þór Theódórsson, sýningarstjóri
Norðausturkjördæmi:
1. Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, menntaskólakennari
2. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, rekstrarfræðingur
3. Hans Jónsson, öryrki
4. Gunnar Ómarsson, rafvirki
Suðurkjördæmi:
1. Smári McCarthy, tæknistjóri
2. Oktavía Hrund Jónsdóttir, ráðgjafi
3. Þórólfur Júlían Dagsson, sjómaður
4. Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur
Suðvesturkjördæmi:
1. Jón Þór Ólafsson, útlagningarmaður og fyrrverandi þingmaður
2. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, lögfræðingur
3. Andri Þór Sturluson, eigandi Sannleikurinn.com
4. Sara E. Þórðardóttir Oskarsson, formaður Jæja-hópsins
Reykjavíkurkjördæmi norður:
1. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður
2. Björn Leví Gunnarsson, hugbúnaðarsérfæðingur
3. Halldóra Mogensen, varaþingmaður
4. Katla Hólms Vilbergs- og Þórhildardóttir, heimspekingur
Reykjavíkurkjördæmi suður:
1. Ásta Helgadóttir, þingmaður
2. Gunnar Hrafn Jónsson, fréttamaður
3. Viktor Orri Valgarðsson, stjórnmálafræðingur
4. Olga Cilia, bókmennta- og lögfræðingur
Öllum prófkjörum Pírata lokið

Tengdar fréttir

Deilt um endurtalningu í prófkjöri Pírata
Möguleiki er á að niðurstaða prófkjörs Pírata á höfuðborgarsvæðinu taki breytingum en samkvæmt lögum flokksins þarf að telja atkvæði upp á nýtt.

Össur segir prófkjör Pírata „tóma skel“ og „bömmer“
Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra segir þátttökuna í prófkjöri Pírata skelfilega litla.

Endurtalið í prófkjöri Pírata
Búið er að endurtelja atkvæði í sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi eftir að gagnrýni á lagatúlkun kom fram.