Heimamaðurinn vann ótrúlegan sigur í stangarstökkinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2016 03:04 Thiago Braz da Silva Vísir/Getty Brasilíumaðurinn Thiago Braz da Silva varð Ólympíumeistari í stangarstökki karla í nótt eftir að hafa barist um gullið við heimsmethafann og Ólympíumeistarann Renaud Lavillenie frá Frakklandi. Thiago Braz da Silva fór á endanum einn yfir 6,03 metra og bætti Ólympíumet Renaud Lavillenie frá því í London 2012. Thiago Braz da Silva fékk magnaðan stuðning í keppninni en hann átti best 5,92 metra fyrir keppnina. Hann bætti því sinn persónulega árangur um 11 sentímetra sem sýnir enn frekar hversu óvæntur sigur hans var. Thiago Braz da Silva var langt yfir þegar hann fór yfir 6,03 metra og á meðan hann flaug yfir með frábærum stuðningi af pöllunum þá sást stressið og vafinn magnast upp hjá hinum frábæra Lavillenie. Renaud Lavillenie stökk ekki í fyrsta sinn fyrr en tveir og hálfur tími var búinn af stangarstökkskeppninni. Lavillenie leit vel út í upphafi og fjögur fyrstu stökkin hans heppnuðust á meðan Thiago felldi tvisvar sinnum á sama tíma. Thiago ákvað að sleppa 5,98 metrum og reyna frekar við 6,03 metra. Hann komst yfir það í annarri tilraun en Lavillenie felldi þá hæð hinsvegar tvisvar sinnum. Lavillenie reyndi þá að hækka ránna í 6,08 metra en komst ekki yfir það. Það var ekki að hjálpa honum mikið að hann var með allan leikvanginn á móti sér. Bandaríkjamaðurinn Sam Kendricks fékk bronsið en hann fór yfir 5,85 metra. Thiago Braz da Silva er aðeins fjórði gullverðlaunahafi Brasilíu í frjálsum íþróttum frá upphafi á eftir þeim Adhemar da Silva (þrístökk 1952 og 1956 - vann Íslendinginn Vilhjálm Einarsson 1956), Maurren Maggi (langstökk 2008) og Joaquim Cruz (800 metra hlaup 1984). Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Thiago Braz da Silva varð Ólympíumeistari í stangarstökki karla í nótt eftir að hafa barist um gullið við heimsmethafann og Ólympíumeistarann Renaud Lavillenie frá Frakklandi. Thiago Braz da Silva fór á endanum einn yfir 6,03 metra og bætti Ólympíumet Renaud Lavillenie frá því í London 2012. Thiago Braz da Silva fékk magnaðan stuðning í keppninni en hann átti best 5,92 metra fyrir keppnina. Hann bætti því sinn persónulega árangur um 11 sentímetra sem sýnir enn frekar hversu óvæntur sigur hans var. Thiago Braz da Silva var langt yfir þegar hann fór yfir 6,03 metra og á meðan hann flaug yfir með frábærum stuðningi af pöllunum þá sást stressið og vafinn magnast upp hjá hinum frábæra Lavillenie. Renaud Lavillenie stökk ekki í fyrsta sinn fyrr en tveir og hálfur tími var búinn af stangarstökkskeppninni. Lavillenie leit vel út í upphafi og fjögur fyrstu stökkin hans heppnuðust á meðan Thiago felldi tvisvar sinnum á sama tíma. Thiago ákvað að sleppa 5,98 metrum og reyna frekar við 6,03 metra. Hann komst yfir það í annarri tilraun en Lavillenie felldi þá hæð hinsvegar tvisvar sinnum. Lavillenie reyndi þá að hækka ránna í 6,08 metra en komst ekki yfir það. Það var ekki að hjálpa honum mikið að hann var með allan leikvanginn á móti sér. Bandaríkjamaðurinn Sam Kendricks fékk bronsið en hann fór yfir 5,85 metra. Thiago Braz da Silva er aðeins fjórði gullverðlaunahafi Brasilíu í frjálsum íþróttum frá upphafi á eftir þeim Adhemar da Silva (þrístökk 1952 og 1956 - vann Íslendinginn Vilhjálm Einarsson 1956), Maurren Maggi (langstökk 2008) og Joaquim Cruz (800 metra hlaup 1984).
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira