„Ég loka fyrir almennan aðgang að Instagram-síðunni minni ef þið hættið ekki þessu hatri sem er komið út fyrir öll velsæmismörk. Ef þið væruð raunverulegir aðdáendur þá mynduð þið ekki vera svona vond við fólk sem ég ann,“ sagði Bieber á Instagram.
Óhætt er að segja að viðbrögðin hafi verið mikil og meðal þeirra sem hafa skotið á skilaboð Bieber til aðdáenda sinna er söngkonan Selena Gomez, fyrrverandi kærasta Bieber.
„Ef þú getur ekki þolað hatrið ættirðu að hætta að birta myndir af þér og kærustunni,“ sagði Gomez í svari sínu. Bieber ætti að halda glænýju sambandi útaf fyrir sig, þau tvö, og ekki reiðast aðdáendunum. Þeir elski hann og hafi stutt hann lengur en allir aðrir.
#SelenaEndedJustinParty pic.twitter.com/7IMCpAV2zR
— ㅤ (@onpxrpose) August 14, 2016
Bieber var ekki skemmt yfir svari Gomez og sagði að sér fyndist fyndið að fólk, sem hefði nýtt sér frægð hans til að fá athygli, kenndi honum um hegðun aðdáendanna. Það væri sorglegt. Gomez svaraði Bieber um hæl og vísaði til þess að Bieber hefði reynst henni ótrúr.
„Skrýtið hvernig þeir sem halda aftur og aftur framhjá geta kennt þeim um sem fyrirgáfu og studdu hann. Engin furða að aðdáendurnir séu reiðir.“
Orðrómur um samband Justin Bieber og Sofiu Richie er orðin ansi hávær eftir þrálátar myndbirtingar þeirra á samfélagsmiðlum. Richie, sem er dóttir tónlistarmannsins Lionel Richie, er 17 ára og Bieber 22 ára.
Bieber kemur fram á tvennum tónleikum í Kórnum í Kópavogi í september.