Freyr formaður sat með fjölskyldu og þjálfara heimsmetshafans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2016 16:30 Wayde van Niekerk og Usain Bolt unnu báðir Ólympíugull í gær. Það fyrsta hjá Wayde van Niekerk en það sjöunda hjá Bolt. Vísir/Getty Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, er mættur til Ríó til að fylgjast með sínu fólki en bæði Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir keppa í þessari viku. Freyr skellti sér á Ólympíuleikvanginn í gær eins og fleiri en þá fór fram þriðji keppnisdagurinn í frjáslum íþróttum á leikunum. Usain Bolt skrifaði söguna í gær með því að vinna 100 metra hlaup karla á þriðju leikunum í röð en áður hafði Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk bætti 17 ára gamalt heimsmet Bandaríkjamannsins Michael Johnson. Wayde van Niekerk kom í mark á 43,03 sekúndum en gamla heimsmet Michael Johnson frá 1999 var hlaup upp á 43,18 sekúndur. Það var tilfinningarrík stund þegar Wayde van Niekerk fór til fjölskyldu sinnar eftir hlaupið og var þar faðmaður og kysstur í bak og fyrir. „Þvílíkt og annað eins kvöld sem ég upplifði í Ríó í kvöld. Nýtt heimsmet í 400m hlaupi karla og Usain Bolt var önnur stjarna kvöldsins þegar hann vann 100m hlaupið. Það gerði upplifunina enn magnaðari að sitja rétt við rásmarkið í 100m, með fjölskyldu og þjálfara heimsmetshafans í 400m. Vá!!!," skrifaði Freyr inn á fésbókarsíðu sína. Wayde van Niekerk hefur unnið þessa grein á tveimur síðustu heimsmeistaramótum en þetta voru hann fyrstu verðlaun á Ólympíuleikum. Frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna hefur byrjað frábærlega og Freyr og allir hinir eiga örugglega von á áframhaldandi veislu á næstu dögum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira
Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, er mættur til Ríó til að fylgjast með sínu fólki en bæði Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir keppa í þessari viku. Freyr skellti sér á Ólympíuleikvanginn í gær eins og fleiri en þá fór fram þriðji keppnisdagurinn í frjáslum íþróttum á leikunum. Usain Bolt skrifaði söguna í gær með því að vinna 100 metra hlaup karla á þriðju leikunum í röð en áður hafði Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk bætti 17 ára gamalt heimsmet Bandaríkjamannsins Michael Johnson. Wayde van Niekerk kom í mark á 43,03 sekúndum en gamla heimsmet Michael Johnson frá 1999 var hlaup upp á 43,18 sekúndur. Það var tilfinningarrík stund þegar Wayde van Niekerk fór til fjölskyldu sinnar eftir hlaupið og var þar faðmaður og kysstur í bak og fyrir. „Þvílíkt og annað eins kvöld sem ég upplifði í Ríó í kvöld. Nýtt heimsmet í 400m hlaupi karla og Usain Bolt var önnur stjarna kvöldsins þegar hann vann 100m hlaupið. Það gerði upplifunina enn magnaðari að sitja rétt við rásmarkið í 100m, með fjölskyldu og þjálfara heimsmetshafans í 400m. Vá!!!," skrifaði Freyr inn á fésbókarsíðu sína. Wayde van Niekerk hefur unnið þessa grein á tveimur síðustu heimsmeistaramótum en þetta voru hann fyrstu verðlaun á Ólympíuleikum. Frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna hefur byrjað frábærlega og Freyr og allir hinir eiga örugglega von á áframhaldandi veislu á næstu dögum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira