Samstöðufundur með flóttamönnum og hælisleitendum á Austurvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 16:35 Sýrlenskur faðir á flótta ásamt barni sínu í Tyrklandi fyrr á þessu ári. vísir/getty Boðað hefur verið til friðsamlegs samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á morgun, 15. ágúst, klukkan 15. Á sama stað og sama tíma hefur Íslenska þjóðfylkingin boðað til þögulla mótmæla vegna nýrra útlendingalaga en Alþingi kemur einmitt saman klukkan 15 á morgun. Í tilkynningu frá aðstandendum fundarins segir að aldrei hafi fleiri verið á flótta í heiminum heldur en nú. Um sé að ræða milljónir manna sem eru fórnarlömb stríðs sem þeir eiga engan þátt í að skapa: „Ísland hefur m.a. lögfest Mannréttindasáttmála Evrópu, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur því skuldbundið sig til þátttöku í alþjóðlegum friðar og mannúðarverkefnum. Íslensk stjórnvöld verða að leggja sitt af mörkum svo hægt sé að taka á þeim áskorunum sem fylgja auknum straumi flóttamanna sem er ekki mál einstaka ríkja eða einstaklinga heldur mannúðarmál sem snertir okkur öll. Mikilvægt er að þeir sem eru á flótta haldi mannlegri reisn og virðingu. Bæta þarf kerfið sem heldur utan um málefni útlendinga, flóttamanna og hælisleitenda en það þarf fyrst og fremst að hafa mannúð og réttlæti að leiðarljósi. Nýju útlendingalögin eru skref í þá átt. Íslenska þjóðfylkingin, sem er nýstofnaður stjórnmálaflokkur, hefur sagst ætla að afnema nýju útlendingalögin, komist hann til valda, hefur boðað til þögulla mótmæla fyrir framan Alþingi á mánudaginn kl. 15, þegar þing kemur saman eftir frí, einmitt vegna þessara laga. Að því tilefni boðum við til friðsamlegs samstöðufundar með flóttamönnun og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á mánudaginn, þann 15. ágúst kl. 15. Í myndbandi frá stuðningsmönnum flokksins sem tekið var upp á dögunum segir að stuðningsmenn ætli m.a. að mæta með skilti sem á standi „enga mosku hér“ og „burt með ólögin um flóttafólk og hælisleitendur“ en flokkurinn hefur það m.a. á stefnuskrá sinni að herða innflytjendalöggjöfina á Íslandi og koma í veg fyrir að múslimar fái að byggja mosku hér á landi. Við erum öll fyrst og fremst fólk og eigum öll skilið sömu virðingu, réttlæti og réttindi. Mætum og sýnum samstöðu með flóttamönnum og hælisleitendum úti um allan heim, bjóðum vinum okkar og deilum viðburðinum!“ segir í tilkynningu þeirra sem boða til samstöðufundarins. Flóttamenn Tengdar fréttir Rauði kross Íslands veitir 12,3 milljónir króna í aðgerðir við Miðjarðarhaf Hafa einnig opnað fyrir söfnun sem rennur beint til björgunar- og stuðningsaðgerða við flóttafólk. 10. ágúst 2016 14:15 Íslensk gæsluflugvél til Miðjarðarhafsins Þótt fréttaflutningur af flóttamannavandanum hafi minnkað er vandinn enn gríðarlegur. 9. ágúst 2016 07:00 Nærri þrjú þúsund hafa drukknað í Miðjarðarhafi á árinu Fjöldinn er mun meiri en á sama tíma síðustu fjögur árin. 22. júlí 2016 11:06 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Boðað hefur verið til friðsamlegs samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á morgun, 15. ágúst, klukkan 15. Á sama stað og sama tíma hefur Íslenska þjóðfylkingin boðað til þögulla mótmæla vegna nýrra útlendingalaga en Alþingi kemur einmitt saman klukkan 15 á morgun. Í tilkynningu frá aðstandendum fundarins segir að aldrei hafi fleiri verið á flótta í heiminum heldur en nú. Um sé að ræða milljónir manna sem eru fórnarlömb stríðs sem þeir eiga engan þátt í að skapa: „Ísland hefur m.a. lögfest Mannréttindasáttmála Evrópu, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur því skuldbundið sig til þátttöku í alþjóðlegum friðar og mannúðarverkefnum. Íslensk stjórnvöld verða að leggja sitt af mörkum svo hægt sé að taka á þeim áskorunum sem fylgja auknum straumi flóttamanna sem er ekki mál einstaka ríkja eða einstaklinga heldur mannúðarmál sem snertir okkur öll. Mikilvægt er að þeir sem eru á flótta haldi mannlegri reisn og virðingu. Bæta þarf kerfið sem heldur utan um málefni útlendinga, flóttamanna og hælisleitenda en það þarf fyrst og fremst að hafa mannúð og réttlæti að leiðarljósi. Nýju útlendingalögin eru skref í þá átt. Íslenska þjóðfylkingin, sem er nýstofnaður stjórnmálaflokkur, hefur sagst ætla að afnema nýju útlendingalögin, komist hann til valda, hefur boðað til þögulla mótmæla fyrir framan Alþingi á mánudaginn kl. 15, þegar þing kemur saman eftir frí, einmitt vegna þessara laga. Að því tilefni boðum við til friðsamlegs samstöðufundar með flóttamönnun og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á mánudaginn, þann 15. ágúst kl. 15. Í myndbandi frá stuðningsmönnum flokksins sem tekið var upp á dögunum segir að stuðningsmenn ætli m.a. að mæta með skilti sem á standi „enga mosku hér“ og „burt með ólögin um flóttafólk og hælisleitendur“ en flokkurinn hefur það m.a. á stefnuskrá sinni að herða innflytjendalöggjöfina á Íslandi og koma í veg fyrir að múslimar fái að byggja mosku hér á landi. Við erum öll fyrst og fremst fólk og eigum öll skilið sömu virðingu, réttlæti og réttindi. Mætum og sýnum samstöðu með flóttamönnum og hælisleitendum úti um allan heim, bjóðum vinum okkar og deilum viðburðinum!“ segir í tilkynningu þeirra sem boða til samstöðufundarins.
Flóttamenn Tengdar fréttir Rauði kross Íslands veitir 12,3 milljónir króna í aðgerðir við Miðjarðarhaf Hafa einnig opnað fyrir söfnun sem rennur beint til björgunar- og stuðningsaðgerða við flóttafólk. 10. ágúst 2016 14:15 Íslensk gæsluflugvél til Miðjarðarhafsins Þótt fréttaflutningur af flóttamannavandanum hafi minnkað er vandinn enn gríðarlegur. 9. ágúst 2016 07:00 Nærri þrjú þúsund hafa drukknað í Miðjarðarhafi á árinu Fjöldinn er mun meiri en á sama tíma síðustu fjögur árin. 22. júlí 2016 11:06 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Rauði kross Íslands veitir 12,3 milljónir króna í aðgerðir við Miðjarðarhaf Hafa einnig opnað fyrir söfnun sem rennur beint til björgunar- og stuðningsaðgerða við flóttafólk. 10. ágúst 2016 14:15
Íslensk gæsluflugvél til Miðjarðarhafsins Þótt fréttaflutningur af flóttamannavandanum hafi minnkað er vandinn enn gríðarlegur. 9. ágúst 2016 07:00
Nærri þrjú þúsund hafa drukknað í Miðjarðarhafi á árinu Fjöldinn er mun meiri en á sama tíma síðustu fjögur árin. 22. júlí 2016 11:06