Kanadamaður safnar 2.788 nýjum kaupendum af Nissan Leaf Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2016 11:13 Nissan Leaf rafmagnsbíllinn. Kanadískur áhugamaður um rafbíla hefur safnað saman alls 2.788 nýjum kaupendum af Nissan Leaf bílum sem geta keypt þá á innan við 1,5 milljón krónur, eða 12.000 Bandaríkjadollara. Ástæða þessa lága verðs er sú að allir kaupendurnir fá 8.000 Kanadadollara endurgreiðslu frá Quebec fylki sökum þess að bílarnir menga ekki neitt. Rafbílaáhugamaðurinn, sem heitir Bruno Marcoux, fékk þessa hugmynd er hann sá samskonar áhugamann í Colorado í Bandaríkjunum gera hið sama og safna saman 250 áhugasömum kaupendum. Hann hefur því náð 11 sinnum meiri árangri en kollegi hans í Bandaríkjunum. Víst er að Nissan munar um þessa sölu Nissan Leaf bílsins þar sem Nissan hefur aðeins selt um 800 Nissan Leaf bíla í Quebec það sem af er ári. Það eru einungis 11.000 rafmagnsbílar í öllu Quebec fylki nú og því mundi þeim fjölga um ríflega 25% ef allir þeir sem hafa skráð sig fyrir þessum bílum standa við kaupin. Sala Nissan Leaf bíla í Bandaríkjunum hefur minnkað um 38% í ár fram til loka júlí, en Bandaríkjamenn kaupa nú eyðsluháka í stórum stíl á tímum lágs bensínsverðs þar vestra. Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent
Kanadískur áhugamaður um rafbíla hefur safnað saman alls 2.788 nýjum kaupendum af Nissan Leaf bílum sem geta keypt þá á innan við 1,5 milljón krónur, eða 12.000 Bandaríkjadollara. Ástæða þessa lága verðs er sú að allir kaupendurnir fá 8.000 Kanadadollara endurgreiðslu frá Quebec fylki sökum þess að bílarnir menga ekki neitt. Rafbílaáhugamaðurinn, sem heitir Bruno Marcoux, fékk þessa hugmynd er hann sá samskonar áhugamann í Colorado í Bandaríkjunum gera hið sama og safna saman 250 áhugasömum kaupendum. Hann hefur því náð 11 sinnum meiri árangri en kollegi hans í Bandaríkjunum. Víst er að Nissan munar um þessa sölu Nissan Leaf bílsins þar sem Nissan hefur aðeins selt um 800 Nissan Leaf bíla í Quebec það sem af er ári. Það eru einungis 11.000 rafmagnsbílar í öllu Quebec fylki nú og því mundi þeim fjölga um ríflega 25% ef allir þeir sem hafa skráð sig fyrir þessum bílum standa við kaupin. Sala Nissan Leaf bíla í Bandaríkjunum hefur minnkað um 38% í ár fram til loka júlí, en Bandaríkjamenn kaupa nú eyðsluháka í stórum stíl á tímum lágs bensínsverðs þar vestra.
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent