Yfirverkfræðingur Toyota vill nafnið Supra á nýja sportbílinn Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2016 12:24 Nýi sportbíll Toyota og BMW. Toyota og BMW vinna nú sameiginlega að smíði nýs sportbíls, en hvorki í tilviki Toyota, né BMW er vitað hvað bílarnir eiga að heita. Nú hefur einn starfsmanna Toyota, reyndar yfirverkfræðingur fyrirtæksins, úttalað sig um hvað honum finnst að bíllinn eigi að heita, þ.e. Supra. Það er ef til vill ekki svo langsótt hugmynd þar sem frægasti sportbíll Toyota bar einmitt það nafn, en hann hefur ekki framleiddur lengi. Yfirverkfræðingurinn, Tetsuya Tada, elskaði Supra bílinn en elskar einnig nafnið Supra. Tada er oft nefndur sem faðir Toyota 86 bílsins og hann vill viðhalda langri og árangurríkri sportbílasögu Toyota á lofti og telur að það verði best gert með því að viðhalda nafninu Supra á nýja bílnum. Líklega verður Tada að ósk sinni ef marka má það að Toyota sótti einmitt um einkaleyfið á nafninu Supra í Evrópu fyrir stuttu. Hjá BMW verður þessi nýi sportbíll arftaki BMW Z4 bílsins og gæti því fengið nafnið Z5. Undirvagn og margt fleira verður sameiginlegt hjá Toyota og BMW en vélarnar gæti orðið ólíkar. Vel gengur að sögn beggja aðila með bílinn og er hann í prófunum um allan heim sem stendur. Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent
Toyota og BMW vinna nú sameiginlega að smíði nýs sportbíls, en hvorki í tilviki Toyota, né BMW er vitað hvað bílarnir eiga að heita. Nú hefur einn starfsmanna Toyota, reyndar yfirverkfræðingur fyrirtæksins, úttalað sig um hvað honum finnst að bíllinn eigi að heita, þ.e. Supra. Það er ef til vill ekki svo langsótt hugmynd þar sem frægasti sportbíll Toyota bar einmitt það nafn, en hann hefur ekki framleiddur lengi. Yfirverkfræðingurinn, Tetsuya Tada, elskaði Supra bílinn en elskar einnig nafnið Supra. Tada er oft nefndur sem faðir Toyota 86 bílsins og hann vill viðhalda langri og árangurríkri sportbílasögu Toyota á lofti og telur að það verði best gert með því að viðhalda nafninu Supra á nýja bílnum. Líklega verður Tada að ósk sinni ef marka má það að Toyota sótti einmitt um einkaleyfið á nafninu Supra í Evrópu fyrir stuttu. Hjá BMW verður þessi nýi sportbíll arftaki BMW Z4 bílsins og gæti því fengið nafnið Z5. Undirvagn og margt fleira verður sameiginlegt hjá Toyota og BMW en vélarnar gæti orðið ólíkar. Vel gengur að sögn beggja aðila með bílinn og er hann í prófunum um allan heim sem stendur.
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent