Nýjar vélar BMW öflugri, sparsamari og menga minna Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2016 09:01 Þriggja, fjögurra og sex strokka vélar BMW. BMW vinnur nú að nýjum gerðum þriggja og fjögurra strokka Efficient Dynamics bensín- og dísilvélum sínum og eru þær sagðar menga að meðaltali 5% minna, vera 7 hestöflum öflugri og með 15 pund/feta meira tog. Ekki slæmt bæting á annars áður sparsömum og lítið mengandi vélum BMW. Búist er við því að fyrsta nýja vélin verði kynnt í nýjum 5-línu bíl BMW síðar á árinu. Þessar nýju vélar eru bæði ætlaðar í BMW og Mini bíla. Þriggja strokka vélina má nú fá í 95 og 114 hestafla gerð og þá fjögurra strokka í 147, 188 og 231 hestafla útgáfum. Ný gerð þeirra fær svokallað “Twin Power-tækni” með beinni innspýtingu, Valvetronis undirlyftum og breytanlegri innsprautun eldsneytis. Innsprautun eldsneytis í bensínvélunum er undir 350 bar þrýstingi. Allt þetta á að leiða til minni eyðslu og mengunar og meira togs vélanna. Fjögurra strokka dísilvélarnar munu nú fá tvær forþjöppur, sem aðeins sást áður í stærri dídilvélum BMW. Verða þær bæði með lágþrýstri og háþrýstri forþjöppu. Bæði NOx og CO2 mengun þeirra minnkar með þessum breytingum vélanna. Innsprautun eldsneytis í dísilvélunum verður undir 2.200 bar í þriggja strokka vélunum og 2.700 bar í fjögurra strokka vélunum og er það með hæsta þrýstingi sem heyrst hefur um í vélum. Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent
BMW vinnur nú að nýjum gerðum þriggja og fjögurra strokka Efficient Dynamics bensín- og dísilvélum sínum og eru þær sagðar menga að meðaltali 5% minna, vera 7 hestöflum öflugri og með 15 pund/feta meira tog. Ekki slæmt bæting á annars áður sparsömum og lítið mengandi vélum BMW. Búist er við því að fyrsta nýja vélin verði kynnt í nýjum 5-línu bíl BMW síðar á árinu. Þessar nýju vélar eru bæði ætlaðar í BMW og Mini bíla. Þriggja strokka vélina má nú fá í 95 og 114 hestafla gerð og þá fjögurra strokka í 147, 188 og 231 hestafla útgáfum. Ný gerð þeirra fær svokallað “Twin Power-tækni” með beinni innspýtingu, Valvetronis undirlyftum og breytanlegri innsprautun eldsneytis. Innsprautun eldsneytis í bensínvélunum er undir 350 bar þrýstingi. Allt þetta á að leiða til minni eyðslu og mengunar og meira togs vélanna. Fjögurra strokka dísilvélarnar munu nú fá tvær forþjöppur, sem aðeins sást áður í stærri dídilvélum BMW. Verða þær bæði með lágþrýstri og háþrýstri forþjöppu. Bæði NOx og CO2 mengun þeirra minnkar með þessum breytingum vélanna. Innsprautun eldsneytis í dísilvélunum verður undir 2.200 bar í þriggja strokka vélunum og 2.700 bar í fjögurra strokka vélunum og er það með hæsta þrýstingi sem heyrst hefur um í vélum.
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent