Vonbrigði með fjögurra ára samgönguáætlun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. ágúst 2016 20:30 Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur lýst yfir vonbrigðum með fjögurra ára samgönguáætlun sem nú liggur til umsagnar. Formaður nefndarinnar segir að að ekki sé hægt að lenda flugvél á suðvesturhorni landsins í stífri suðvestanátt eftir að neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli var lokað. Flugvellirnir á Egilsstöðum og Akureyri gegna þýðingamiklu hlutverki sem varaflugvellir og með sívaxandi umsvifum á Keflavíkurflugvelli þarf að huga betur að getu þeirra til að sinna hlutverki sem slíkir en þar er einungis pláss fyrir fjórar farþegaþotur á hvorum velli. Brýnt sé að stækka flughlöðin þessum flugvöllum, til að fyrirbyggja að háskalegt ástand geti skapast. „Við höfum búið við langvarandi niðurskurð á flugmálaáætlun og ástandið orðið óviðunandi. Verkefnalistinn liggur fyrir hjá Isavia þar sem menn hafa af mikilli fyrirhyggjusemi kortlagt til næstu 15 ára viðhald flugvallanna,“ Ingvar Tryggvason, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Og það eru margvísleg verkefni sem bíða. „Það má nefna aðflugsbúnað á flugvellinum á Húsavík og sömuleiðis er orðið mjög aðkallandi að stækka flugvélastæðin bæði á Akureyri og á Egilsstöðum og við áttum raunar nýverið fund með fulltrúum Innanríkisráðuneytisins og þar er ríkur skilningur á stöðunni en það hefur strandað á fjárveitingarvaldinu,” segir Ingvar. Innanríkisráðuneytið veitti Isavia 50 milljón króna framlag síðasta vor svo hægt væri að flytja efni úr Vaðlaheiðargöngum á Akureyrarflugvöll til stækkunar flughlaðsins, en ríkið hefur ekki tryggt fjármagn til að Ijúka þeim framkvæmdunum. Þá gagnýnir félagið einnig þá stöðu sem er kominn upp eftir neyðarbrautinni á Reykjavíkuflugvelli var lokað eftir dóm Hæstaréttar. Var það skilningur félagsins að neyðarbrautinni yrði ekki lokað nema að braut með sömu stefnu á Keflavíkurflugvelli yrði opnuð. „Það hefur alltaf legið fyrir að ef til þess kæmi að braut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli yrði lokað þá yrði það ekki gert nema það væri búið að opna braut á Keflavíkurflugvelli sem hefur sömu stefnu og hefur staðið lokuð í hartnær 20 ár,“ segir Ingvar. Ingvar segir að þar sem uppbygging varaflugvalla á landinu hafi ekki verið í takt við þá fjölgun sem hefur orðið í flugi gætu flugrekendur þurft að bera þann kostnað á eldsneyti til þess að nota flugvelli í Skotlandi sem varaflugvelli. Ingvar segir jafnframt að með loknun neyðarbrautarinnar í Reykjavík sé ekkert sem hafi tekið við. „Það liggur fyrir að í Keflavík eru hvössustu vindhviðurnar suðaustan- og suðvestanáttir. Við þekkjm þetta bara á eigin skinni hvernig suðvertanáttin getur verið. Staðan er sú núna á suðvesturlandi að það er ekki hægt að lenda flugvél á suðvesturlandi í stífri suðvestanátt,“ segir Ingvar Fréttir af flugi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur lýst yfir vonbrigðum með fjögurra ára samgönguáætlun sem nú liggur til umsagnar. Formaður nefndarinnar segir að að ekki sé hægt að lenda flugvél á suðvesturhorni landsins í stífri suðvestanátt eftir að neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli var lokað. Flugvellirnir á Egilsstöðum og Akureyri gegna þýðingamiklu hlutverki sem varaflugvellir og með sívaxandi umsvifum á Keflavíkurflugvelli þarf að huga betur að getu þeirra til að sinna hlutverki sem slíkir en þar er einungis pláss fyrir fjórar farþegaþotur á hvorum velli. Brýnt sé að stækka flughlöðin þessum flugvöllum, til að fyrirbyggja að háskalegt ástand geti skapast. „Við höfum búið við langvarandi niðurskurð á flugmálaáætlun og ástandið orðið óviðunandi. Verkefnalistinn liggur fyrir hjá Isavia þar sem menn hafa af mikilli fyrirhyggjusemi kortlagt til næstu 15 ára viðhald flugvallanna,“ Ingvar Tryggvason, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Og það eru margvísleg verkefni sem bíða. „Það má nefna aðflugsbúnað á flugvellinum á Húsavík og sömuleiðis er orðið mjög aðkallandi að stækka flugvélastæðin bæði á Akureyri og á Egilsstöðum og við áttum raunar nýverið fund með fulltrúum Innanríkisráðuneytisins og þar er ríkur skilningur á stöðunni en það hefur strandað á fjárveitingarvaldinu,” segir Ingvar. Innanríkisráðuneytið veitti Isavia 50 milljón króna framlag síðasta vor svo hægt væri að flytja efni úr Vaðlaheiðargöngum á Akureyrarflugvöll til stækkunar flughlaðsins, en ríkið hefur ekki tryggt fjármagn til að Ijúka þeim framkvæmdunum. Þá gagnýnir félagið einnig þá stöðu sem er kominn upp eftir neyðarbrautinni á Reykjavíkuflugvelli var lokað eftir dóm Hæstaréttar. Var það skilningur félagsins að neyðarbrautinni yrði ekki lokað nema að braut með sömu stefnu á Keflavíkurflugvelli yrði opnuð. „Það hefur alltaf legið fyrir að ef til þess kæmi að braut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli yrði lokað þá yrði það ekki gert nema það væri búið að opna braut á Keflavíkurflugvelli sem hefur sömu stefnu og hefur staðið lokuð í hartnær 20 ár,“ segir Ingvar. Ingvar segir að þar sem uppbygging varaflugvalla á landinu hafi ekki verið í takt við þá fjölgun sem hefur orðið í flugi gætu flugrekendur þurft að bera þann kostnað á eldsneyti til þess að nota flugvelli í Skotlandi sem varaflugvelli. Ingvar segir jafnframt að með loknun neyðarbrautarinnar í Reykjavík sé ekkert sem hafi tekið við. „Það liggur fyrir að í Keflavík eru hvössustu vindhviðurnar suðaustan- og suðvestanáttir. Við þekkjm þetta bara á eigin skinni hvernig suðvertanáttin getur verið. Staðan er sú núna á suðvesturlandi að það er ekki hægt að lenda flugvél á suðvesturlandi í stífri suðvestanátt,“ segir Ingvar
Fréttir af flugi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira