Djass, Björk og Beyoncé Jónas Sen skrifar 27. ágúst 2016 13:30 Aðdáunarvert var hve þær stöllur gerðu lögin að sínum, segir Jónas Sen. Tónlist Djasstónleikar Stína Ágústsdóttir söngkona og Anna Gréta Sigurðardóttir píanóleikari fluttu lög úr ýmsum áttum. Hannesarholt Þriðjudaginn 23. ágúst. Tónleikar Önnu Grétu Sigurðardóttur píanóleikara og Stínu Ágústsdóttur söngkonu í Hannesarholti á þriðjudagskvöldið voru óvanalega frjálslegir. Ástæðan var sú að þær áttu báðar afmæli þennan dag og tilgangurinn með tónleikunum var fyrst og fremst að gera sér dagamun og skemmta sér. Þær höfðu ekki mikið æft fyrir tónleikana, sem var nokkuð auðheyrt. En á móti kom að þær hafa unnið töluvert saman á undanförnum tveimur árum. Þær þekkja því hvor aðra vel. Sama verður ekki sagt um undirritaðan. Ég kannaðist ekkert við þær, sjálfsagt vegna þess að þær eru búsettar í Svíþjóð og koma reglulega fram þar. En nú munu þær vera að undirbúa gerð geisladisks. Ef marka má fjörlega stemninguna á tónleikunum, verður gaman að heyra afraksturinn. Ýmislegt hefði mátt betur fara á tónleikunum. Það versta voru afleit styrkleikahlutföll á milli söngsins og píanósins. Það síðarnefnda var allt of sterkt. Hljómburðurinn í Hannesarholti er vandmeðfarinn, salurinn er lítill og þegar flygillinn er opinn upp á gátt eins og hér var tilfellið, þá verður hann mjög raddsterkur. Þó er ekki bara hægt að magna upp söngröddina endalaust; smátt rýmið setur takmörk á hversu langt má fara. Því miður yfirgnæfði píanóið sönginn hvað eftir annað. Engu að síður var margt lofsvert við frammistöðu píanóleikarans. Anna Gréta sýndi töluvert hugmyndaflug, spuninn hjá henni var ávallt spennandi, hljómarnir safaríkir og laghendingar líflegar. Hún hefði bara þurft að spila veikar. Stína var yfirleitt prýðileg, rödd hennar spannaði býsna vítt svið og hún var ætíð þægileg áheyrnar. Textarnir voru auk þess skemmtilegir. Nokkuð var um að flutt væru þekkt lög með nýjum, íslenskum textum, sem voru eftir Stínu. Þeir kitluðu hláturtaugarnar svo um munaði. Þrátt fyrir annmarka var bæði söngurinn og píanóleikurinn einlægur og þrunginn tilfinningum. Tónlistin var nánast öll djass, en þó skaut Beyoncé upp kollinum. Björk Guðmundsdóttir var líka meðal dagskrárefnis, lögin Jóga af Homogenic og Cosmogony af Biophiliu. Aðdáunarvert var hve þær stöllur gerðu lögin að sínum. Jóga var skemmtilega sveimkennd og Cosmogony fullt af ástríðum. Það kom ákaflega vel út. Tónlistarkonurnar munu hafa flutt dagskrá sem var helguð Björk, það væri eftirsóknarvert að heyra hana einhvern tímann! Tveir gestir spiluðu glæsilega með á tónleikunum. Þetta voru saxófónleikarinn Sigurður Flosason, sem er faðir Önnu Grétu, og rafgítarleikarinn Tómas Gunnarsson, eiginmaður Stínu. Anna Gréta og Stína eru einstaklega músíkalskar og hæfileikaríkar, það skein í gegn, þrátt fyrir snurðurnar. Spennandi verður að fylgjast með þeim í framtíðinni.Niðurstaða: Styrkleikahlutföllin voru ekki rétt, en að öðru leyti var dagskráin skemmtileg.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. ágúst. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Djasstónleikar Stína Ágústsdóttir söngkona og Anna Gréta Sigurðardóttir píanóleikari fluttu lög úr ýmsum áttum. Hannesarholt Þriðjudaginn 23. ágúst. Tónleikar Önnu Grétu Sigurðardóttur píanóleikara og Stínu Ágústsdóttur söngkonu í Hannesarholti á þriðjudagskvöldið voru óvanalega frjálslegir. Ástæðan var sú að þær áttu báðar afmæli þennan dag og tilgangurinn með tónleikunum var fyrst og fremst að gera sér dagamun og skemmta sér. Þær höfðu ekki mikið æft fyrir tónleikana, sem var nokkuð auðheyrt. En á móti kom að þær hafa unnið töluvert saman á undanförnum tveimur árum. Þær þekkja því hvor aðra vel. Sama verður ekki sagt um undirritaðan. Ég kannaðist ekkert við þær, sjálfsagt vegna þess að þær eru búsettar í Svíþjóð og koma reglulega fram þar. En nú munu þær vera að undirbúa gerð geisladisks. Ef marka má fjörlega stemninguna á tónleikunum, verður gaman að heyra afraksturinn. Ýmislegt hefði mátt betur fara á tónleikunum. Það versta voru afleit styrkleikahlutföll á milli söngsins og píanósins. Það síðarnefnda var allt of sterkt. Hljómburðurinn í Hannesarholti er vandmeðfarinn, salurinn er lítill og þegar flygillinn er opinn upp á gátt eins og hér var tilfellið, þá verður hann mjög raddsterkur. Þó er ekki bara hægt að magna upp söngröddina endalaust; smátt rýmið setur takmörk á hversu langt má fara. Því miður yfirgnæfði píanóið sönginn hvað eftir annað. Engu að síður var margt lofsvert við frammistöðu píanóleikarans. Anna Gréta sýndi töluvert hugmyndaflug, spuninn hjá henni var ávallt spennandi, hljómarnir safaríkir og laghendingar líflegar. Hún hefði bara þurft að spila veikar. Stína var yfirleitt prýðileg, rödd hennar spannaði býsna vítt svið og hún var ætíð þægileg áheyrnar. Textarnir voru auk þess skemmtilegir. Nokkuð var um að flutt væru þekkt lög með nýjum, íslenskum textum, sem voru eftir Stínu. Þeir kitluðu hláturtaugarnar svo um munaði. Þrátt fyrir annmarka var bæði söngurinn og píanóleikurinn einlægur og þrunginn tilfinningum. Tónlistin var nánast öll djass, en þó skaut Beyoncé upp kollinum. Björk Guðmundsdóttir var líka meðal dagskrárefnis, lögin Jóga af Homogenic og Cosmogony af Biophiliu. Aðdáunarvert var hve þær stöllur gerðu lögin að sínum. Jóga var skemmtilega sveimkennd og Cosmogony fullt af ástríðum. Það kom ákaflega vel út. Tónlistarkonurnar munu hafa flutt dagskrá sem var helguð Björk, það væri eftirsóknarvert að heyra hana einhvern tímann! Tveir gestir spiluðu glæsilega með á tónleikunum. Þetta voru saxófónleikarinn Sigurður Flosason, sem er faðir Önnu Grétu, og rafgítarleikarinn Tómas Gunnarsson, eiginmaður Stínu. Anna Gréta og Stína eru einstaklega músíkalskar og hæfileikaríkar, það skein í gegn, þrátt fyrir snurðurnar. Spennandi verður að fylgjast með þeim í framtíðinni.Niðurstaða: Styrkleikahlutföllin voru ekki rétt, en að öðru leyti var dagskráin skemmtileg.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. ágúst.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira