Ekki verður unnt að kjósa um fjögur efstu sætin, líkt og stefnt var að, í forvali Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ástæðan er sú að frambjóðendur í forvalinu eru aðeins þrír. Fyrst var greint frá málinu af Bæjarins besta.
Á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í kjördæminu, sem fram fór í júlí, var ákveðið að hafa lokað flokksval. Kosið yrði um fjögur efstu sætin í bindandi kosningu. Listinn á að vera fléttulisti.
Sjá einnig frétt BB.is:Jaðrar við messufall hjá Samfylkingunni
Frambjóðendur í forvalinu eru Guðjón Brjánsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Inga Björk Bjarnadóttir, nemi, og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður, sækjast öll eftir því að leiða listann.
Þar sem aðeins þrír eru í framboði verður kosið um efstu tvö sæti listans. Listinn verður fléttulisti. Forvalið fer fram 8.-10. september næstkomandi í rafrænni kosningu.

