Verndaráætlun fyrir fornleifar á Laugarnestanga staðfest Birta Svavarsdóttir skrifar 25. ágúst 2016 18:10 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Kristín Huld Sigurðardótir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, handsala samninginn að lokinni undirskrift. Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, undirrituðu í dag staðfestingu á verndaráætlun fyrir minjasvæðið á Laugarnestanga. Flestar tengjast minjarnar búsetu á Laugarnesbænum, en einnig er að finna þar minjar tengdar tíð embættismannabústaðar og holdveikraspítala á staðnum, auk stríðsminja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg nú í dag. Í tilkynningunni segir, „tilgangur verndaráætlunar fyrir minjasvæðið er að tryggja verndun fornleifanna á sem bestan hátt og veita leiðsögn um samspil verndunar og nýtingar, skipulags og reksturs.“ „Flestar tengjast minjarnar búsetu á Laugarnesbænum auk hjáleigu og kirkju, en einnig er að finna minjar tengdar tíð embættismannabústaðar og holdsveikraspítala á staðnum auk stríðsminja. Tvennar minjar, bæjarhóll Laugarnesbæjarins og kirkjugarður, eru friðlýstar og er Laugarnes einn af sjö stöðum í Reykjavík þar sem friðlýstar fornleifar er að finna.“ Á minjasvæðinu á Laugarnestanga er að finna bæði friðlýstar fornleifar og aldursfriðaðar fornleifar, en strangari reglur gilda um þær fyrrnefndu. Allar framkvæmdir innan hundrað metra út frá ystu mörkum friðlýstra fornleifa eru bannaðar án sérstaks leyfis frá Minjastofnun Íslands, en fimmtán metra út frá ystu mörkum aldursfriðaðra fornleifa. „Minjastofnun ber ábyrgð á minjunum og skal ríkið bera kostnað af viðhaldi friðlýstra fornleifa. Landeigandi skal hins vegar bera kostnað af viðhaldi umhverfis minjanna, hvort sem er friðaðra eða friðlýstra, sem og viðhaldi aldursfriðaðra minja. Verndaráætlun þessi skal endurskoðuð annað hvert ár.“ Fornminjar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, undirrituðu í dag staðfestingu á verndaráætlun fyrir minjasvæðið á Laugarnestanga. Flestar tengjast minjarnar búsetu á Laugarnesbænum, en einnig er að finna þar minjar tengdar tíð embættismannabústaðar og holdveikraspítala á staðnum, auk stríðsminja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg nú í dag. Í tilkynningunni segir, „tilgangur verndaráætlunar fyrir minjasvæðið er að tryggja verndun fornleifanna á sem bestan hátt og veita leiðsögn um samspil verndunar og nýtingar, skipulags og reksturs.“ „Flestar tengjast minjarnar búsetu á Laugarnesbænum auk hjáleigu og kirkju, en einnig er að finna minjar tengdar tíð embættismannabústaðar og holdsveikraspítala á staðnum auk stríðsminja. Tvennar minjar, bæjarhóll Laugarnesbæjarins og kirkjugarður, eru friðlýstar og er Laugarnes einn af sjö stöðum í Reykjavík þar sem friðlýstar fornleifar er að finna.“ Á minjasvæðinu á Laugarnestanga er að finna bæði friðlýstar fornleifar og aldursfriðaðar fornleifar, en strangari reglur gilda um þær fyrrnefndu. Allar framkvæmdir innan hundrað metra út frá ystu mörkum friðlýstra fornleifa eru bannaðar án sérstaks leyfis frá Minjastofnun Íslands, en fimmtán metra út frá ystu mörkum aldursfriðaðra fornleifa. „Minjastofnun ber ábyrgð á minjunum og skal ríkið bera kostnað af viðhaldi friðlýstra fornleifa. Landeigandi skal hins vegar bera kostnað af viðhaldi umhverfis minjanna, hvort sem er friðaðra eða friðlýstra, sem og viðhaldi aldursfriðaðra minja. Verndaráætlun þessi skal endurskoðuð annað hvert ár.“
Fornminjar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira