Hann tekur reyndar forskot á sæluna og skellir upp aukatónleikum deginum áður, þann áttunda. Þar sem hann er ein fyrirferðarmesta poppstjarna okkar tíma er eðlilega heilmikið havarí í kringum tónleikahaldið.
Samkvæmt heimildum Vísis og Fréttablaðsins ferðast til að mynda býsna áhrifamikið fólk í bransanum með honum til landsins, og ber þar helst að nefna allt lykilfólkið úr umboðsmannateymi hans sem og háttsettir aðilar frá AEG, einu stærsta tónleikafyrirtæki í heimi.
Þá hefur heyrst að mikil spenna sé í herbúðum Bieber-teymisins fyrir landi og þjóð. Hópurinn ku jafnframt vera meðvitaður um að tólf prósent þjóðarinnar ætli að mæta á tónleikana. Þá hefur Bieber haft á orði hversu spenntur hann sé fyrir komunni hingað, enda elski hann landið. Heyrst hefur að nú þegar séu næstu stórtónleikar í Kórnum í farvatninu.
En eðli málsins samkvæmt eru margir orðnir yfir sig spenntir fyrir herlegheitunum og velta fyrir sér við hverju eigi að búast á sviðinu í september. Fréttablaðið og Vísir hafa heimildir fyrir eftirfarandi sem eflust kinda upp í aðdáendum goðsins:
