Honda áformar 11 gíra sjálfskiptingu Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2016 17:10 11 gíra sjálfskipting frá Honda. Í þeirri viðleitni að gera bíla eyðslugrennri eru í sjálfskiptingum þeirra sífellt fleiri gírar. Nú áformar Honda að framleiða 11 gíra sjálfskiptingu og hefur sótt um einkaleyfi á smíði hennar. Honda er reyndar ekki fyrsti bílaframleiðandinn sem áformar að útbúa bíla sína með 11 gíra sjálfskiptingu, en Ford hefur líka sótt um einkaleyfi á 11 gíra sjálfskiptingu. Núverandi Chevrolet Camaro er með 10 gíra sjálfskiptingu og 2017 árgerðin af Ford F-150 pallbílnum mun fá samskonar skiptingu. Ekki er vitað í hvaða bíl Honda 11 gíra sjálfskipting er ætluð og gæti það verið allt frá því að lækka enn meira eyðslu hins smáa Jazz og til þess að stórminnka eyðslu hins stóra jeppa Honda Pilot. Þegar sjálfskiptingar eru orðnar svona fjölgíra þarf að fjölga kúplingum og í nýrri 11 gíra sjálfskiptingu Honda er gert ráð fyrir þremur kúplingum. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent
Í þeirri viðleitni að gera bíla eyðslugrennri eru í sjálfskiptingum þeirra sífellt fleiri gírar. Nú áformar Honda að framleiða 11 gíra sjálfskiptingu og hefur sótt um einkaleyfi á smíði hennar. Honda er reyndar ekki fyrsti bílaframleiðandinn sem áformar að útbúa bíla sína með 11 gíra sjálfskiptingu, en Ford hefur líka sótt um einkaleyfi á 11 gíra sjálfskiptingu. Núverandi Chevrolet Camaro er með 10 gíra sjálfskiptingu og 2017 árgerðin af Ford F-150 pallbílnum mun fá samskonar skiptingu. Ekki er vitað í hvaða bíl Honda 11 gíra sjálfskipting er ætluð og gæti það verið allt frá því að lækka enn meira eyðslu hins smáa Jazz og til þess að stórminnka eyðslu hins stóra jeppa Honda Pilot. Þegar sjálfskiptingar eru orðnar svona fjölgíra þarf að fjölga kúplingum og í nýrri 11 gíra sjálfskiptingu Honda er gert ráð fyrir þremur kúplingum.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent