Staða Sigmundar sögð veik innan Framsóknar Sveinn Arnarsson skrifar 20. ágúst 2016 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson berst nú hart fyrir sæti sínu sem formaður og hefur haldið fundi víða um land síðustu vikur. Staða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er ekki sterk innan Framsóknarflokksins. Nú er mjög reynt að fá því framgengt innan flokksins að boðað verði til landsþings í september þar sem kosið verður um nýja stjórn flokksins. Þrjú kjördæmisþing eru haldin í dag og mun tillaga þess efnis að boða til landsþings sem fyrst verða borin upp í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Fréttablaðið hefur rætt við fjölda framsóknarmanna vítt og breitt um landið síðustu daga og má segja að einhugur sé um að boðað verði til landsþings fyrir kosningar. Margir tala um að það yrði stórslys fyrir flokkinn ef hann næði ekki að stilla saman strengi sína fyrir kosningar með landsþingi. Aðrir tala um hefðir í því sambandi og segja annað ekki koma til greina.Margir framsóknarmenn telja rétt að Sigurður Ingi setjist í stól formanns.Á landsþingi verður kosin ný forysta eins og lög flokksins gera ráð fyrir og gera framsóknarmenn ráð fyrir að sitjandi formaður fái mótframboð. Kjördæmisþingin gætu sjálf ákveðið að halda landsþing. Í lögum flokksins segir að ef þrjú kjördæmisþing óski eftir landsþingi þurfi að halda slíkt. Því þyrfti ekki að bíða eftir ákvörðun miðstjórnar sem kemur saman um miðjan september. Segja margir því að þessi helgi gæti skipt miklu máli um framtíð forystu flokksins. Margir framsóknarmenn líta svo á að ekki verði hægt að fara inn í kosningabaráttu með núverandi flokksformann við stjórnvölinn. Þrátt fyrir að margir beri honum vel söguna og segi hann hafa staðið sig vel hafi atburðir síðasta vors orðið til þess að traust til hans hafi glatast. Þungavigtarmenn í bæði Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi segjast ekki geta hugsað þá hugsun til enda að Sigmundur Davíð verði formaður í næstu kosningum. Í Norðausturkjördæmi skiptir í tvö horn. Í Eyjafirði er mestu andstöðuna gegn Sigmundi að finna og einnig eru margir í Þingeyjarsýslum á þeirri skoðun að hann þurfi að víkja. Sigmundur hefur síðan ágætis stöðu á Austurlandi þar sem sterkasta vígi hans virðist vera. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu daga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Suður Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
Staða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er ekki sterk innan Framsóknarflokksins. Nú er mjög reynt að fá því framgengt innan flokksins að boðað verði til landsþings í september þar sem kosið verður um nýja stjórn flokksins. Þrjú kjördæmisþing eru haldin í dag og mun tillaga þess efnis að boða til landsþings sem fyrst verða borin upp í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Fréttablaðið hefur rætt við fjölda framsóknarmanna vítt og breitt um landið síðustu daga og má segja að einhugur sé um að boðað verði til landsþings fyrir kosningar. Margir tala um að það yrði stórslys fyrir flokkinn ef hann næði ekki að stilla saman strengi sína fyrir kosningar með landsþingi. Aðrir tala um hefðir í því sambandi og segja annað ekki koma til greina.Margir framsóknarmenn telja rétt að Sigurður Ingi setjist í stól formanns.Á landsþingi verður kosin ný forysta eins og lög flokksins gera ráð fyrir og gera framsóknarmenn ráð fyrir að sitjandi formaður fái mótframboð. Kjördæmisþingin gætu sjálf ákveðið að halda landsþing. Í lögum flokksins segir að ef þrjú kjördæmisþing óski eftir landsþingi þurfi að halda slíkt. Því þyrfti ekki að bíða eftir ákvörðun miðstjórnar sem kemur saman um miðjan september. Segja margir því að þessi helgi gæti skipt miklu máli um framtíð forystu flokksins. Margir framsóknarmenn líta svo á að ekki verði hægt að fara inn í kosningabaráttu með núverandi flokksformann við stjórnvölinn. Þrátt fyrir að margir beri honum vel söguna og segi hann hafa staðið sig vel hafi atburðir síðasta vors orðið til þess að traust til hans hafi glatast. Þungavigtarmenn í bæði Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi segjast ekki geta hugsað þá hugsun til enda að Sigmundur Davíð verði formaður í næstu kosningum. Í Norðausturkjördæmi skiptir í tvö horn. Í Eyjafirði er mestu andstöðuna gegn Sigmundi að finna og einnig eru margir í Þingeyjarsýslum á þeirri skoðun að hann þurfi að víkja. Sigmundur hefur síðan ágætis stöðu á Austurlandi þar sem sterkasta vígi hans virðist vera. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu daga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Suður Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira