Staða Sigmundar sögð veik innan Framsóknar Sveinn Arnarsson skrifar 20. ágúst 2016 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson berst nú hart fyrir sæti sínu sem formaður og hefur haldið fundi víða um land síðustu vikur. Staða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er ekki sterk innan Framsóknarflokksins. Nú er mjög reynt að fá því framgengt innan flokksins að boðað verði til landsþings í september þar sem kosið verður um nýja stjórn flokksins. Þrjú kjördæmisþing eru haldin í dag og mun tillaga þess efnis að boða til landsþings sem fyrst verða borin upp í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Fréttablaðið hefur rætt við fjölda framsóknarmanna vítt og breitt um landið síðustu daga og má segja að einhugur sé um að boðað verði til landsþings fyrir kosningar. Margir tala um að það yrði stórslys fyrir flokkinn ef hann næði ekki að stilla saman strengi sína fyrir kosningar með landsþingi. Aðrir tala um hefðir í því sambandi og segja annað ekki koma til greina.Margir framsóknarmenn telja rétt að Sigurður Ingi setjist í stól formanns.Á landsþingi verður kosin ný forysta eins og lög flokksins gera ráð fyrir og gera framsóknarmenn ráð fyrir að sitjandi formaður fái mótframboð. Kjördæmisþingin gætu sjálf ákveðið að halda landsþing. Í lögum flokksins segir að ef þrjú kjördæmisþing óski eftir landsþingi þurfi að halda slíkt. Því þyrfti ekki að bíða eftir ákvörðun miðstjórnar sem kemur saman um miðjan september. Segja margir því að þessi helgi gæti skipt miklu máli um framtíð forystu flokksins. Margir framsóknarmenn líta svo á að ekki verði hægt að fara inn í kosningabaráttu með núverandi flokksformann við stjórnvölinn. Þrátt fyrir að margir beri honum vel söguna og segi hann hafa staðið sig vel hafi atburðir síðasta vors orðið til þess að traust til hans hafi glatast. Þungavigtarmenn í bæði Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi segjast ekki geta hugsað þá hugsun til enda að Sigmundur Davíð verði formaður í næstu kosningum. Í Norðausturkjördæmi skiptir í tvö horn. Í Eyjafirði er mestu andstöðuna gegn Sigmundi að finna og einnig eru margir í Þingeyjarsýslum á þeirri skoðun að hann þurfi að víkja. Sigmundur hefur síðan ágætis stöðu á Austurlandi þar sem sterkasta vígi hans virðist vera. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu daga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Suður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Staða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er ekki sterk innan Framsóknarflokksins. Nú er mjög reynt að fá því framgengt innan flokksins að boðað verði til landsþings í september þar sem kosið verður um nýja stjórn flokksins. Þrjú kjördæmisþing eru haldin í dag og mun tillaga þess efnis að boða til landsþings sem fyrst verða borin upp í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Fréttablaðið hefur rætt við fjölda framsóknarmanna vítt og breitt um landið síðustu daga og má segja að einhugur sé um að boðað verði til landsþings fyrir kosningar. Margir tala um að það yrði stórslys fyrir flokkinn ef hann næði ekki að stilla saman strengi sína fyrir kosningar með landsþingi. Aðrir tala um hefðir í því sambandi og segja annað ekki koma til greina.Margir framsóknarmenn telja rétt að Sigurður Ingi setjist í stól formanns.Á landsþingi verður kosin ný forysta eins og lög flokksins gera ráð fyrir og gera framsóknarmenn ráð fyrir að sitjandi formaður fái mótframboð. Kjördæmisþingin gætu sjálf ákveðið að halda landsþing. Í lögum flokksins segir að ef þrjú kjördæmisþing óski eftir landsþingi þurfi að halda slíkt. Því þyrfti ekki að bíða eftir ákvörðun miðstjórnar sem kemur saman um miðjan september. Segja margir því að þessi helgi gæti skipt miklu máli um framtíð forystu flokksins. Margir framsóknarmenn líta svo á að ekki verði hægt að fara inn í kosningabaráttu með núverandi flokksformann við stjórnvölinn. Þrátt fyrir að margir beri honum vel söguna og segi hann hafa staðið sig vel hafi atburðir síðasta vors orðið til þess að traust til hans hafi glatast. Þungavigtarmenn í bæði Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi segjast ekki geta hugsað þá hugsun til enda að Sigmundur Davíð verði formaður í næstu kosningum. Í Norðausturkjördæmi skiptir í tvö horn. Í Eyjafirði er mestu andstöðuna gegn Sigmundi að finna og einnig eru margir í Þingeyjarsýslum á þeirri skoðun að hann þurfi að víkja. Sigmundur hefur síðan ágætis stöðu á Austurlandi þar sem sterkasta vígi hans virðist vera. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu daga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Suður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira