"Ég vil ekki hylja mig lengur“ Ritstjórn skrifar 30. ágúst 2016 10:30 Glamour/Getty Söngkonan Alicia Keys vakti athygli á rauða dreglinum á MTV hátíðinni um helgina fyrir þær sakir að hún var alveg ómáluð, annað er aðrir gestir hátíðarinnar. Er það viljandi hjá Keys sem fyrir stuttu skrifaði öflugan pistil á Lenny Letter þar sem hún útskýrir hvers vegna hún er hætt að nota förðunarvörur á opinberlega. „Ég vil ekki hylja mig lengur. Ekki andlitið mitt, hausinn, sálina, hugsanir, drauma, vonir og þrár. Ekkert,“ segir söngkonan meðal annars í pistlinum þar sem hún segist vera orðin þreytt á að reyna sífellt að passa inn í hin hefðbundu fegurðarform. Hún hefur áhyggjur að fullkomunaráráttu ungra stúlkna, sem hylja á sér andlitið með förðunarvörum til að reyna að vera fullkomnar og vill vera þeim góð fyrirmynd með þessari ákvörðun sinni. Skiptar skoðanir voru á þessari ákvörðun Keys meðal Twitter notenda um helgina þó flestir tóku ofan af fyrir söngkonunni. Hún birti gangrýnendum sínum svar á Twitter sem má sjá hér að neðan. Að lokum er vert að taka fram að það er í raun fáranlegt að árið sé 2016 og það sé ennþá fréttnæmt að söngkona mætir ómáluð á svið, ákvörðun Keys sýndi það að við eigum ennþá langt í land þar sem fréttir af Keys fylltu dægurmiðla eftir VMA-hátíðina. Fylgjum fordæmi Keys. Þó að sumum finnist gaman að mála sig er það langt í frá nauðsynlegt. Áfram Alicia og takk fyrir að vekja athygli á þessu. Keys ásamt manni sínum, Swizz Beatz.Y'all, me choosing to be makeup free doesn't mean I'm anti-makeup. Do you! pic.twitter.com/Mg0Ug9YA9q— Alicia Keys (@aliciakeys) August 29, 2016 Glamour Fegurð Mest lesið Fljúgandi töskur á Dolce & Gabbana Glamour Fötin sem konur vilja klæðast Glamour J.Crew kápa Meghan strax uppseld Glamour Skrautlegar yfirhafnir í Mílanó Glamour Frá tískupallinum og á Óskarinn Glamour Tökur hefjast á Big Little Lies 2 Glamour Sjö litasamsetningar fyrir vorið Glamour Sónar 2018: Í hverju áttu að vera? Glamour Svartir og rauðir litir á Eddunni Glamour Biðst afsökunar á hönnunarstuldi Glamour
Söngkonan Alicia Keys vakti athygli á rauða dreglinum á MTV hátíðinni um helgina fyrir þær sakir að hún var alveg ómáluð, annað er aðrir gestir hátíðarinnar. Er það viljandi hjá Keys sem fyrir stuttu skrifaði öflugan pistil á Lenny Letter þar sem hún útskýrir hvers vegna hún er hætt að nota förðunarvörur á opinberlega. „Ég vil ekki hylja mig lengur. Ekki andlitið mitt, hausinn, sálina, hugsanir, drauma, vonir og þrár. Ekkert,“ segir söngkonan meðal annars í pistlinum þar sem hún segist vera orðin þreytt á að reyna sífellt að passa inn í hin hefðbundu fegurðarform. Hún hefur áhyggjur að fullkomunaráráttu ungra stúlkna, sem hylja á sér andlitið með förðunarvörum til að reyna að vera fullkomnar og vill vera þeim góð fyrirmynd með þessari ákvörðun sinni. Skiptar skoðanir voru á þessari ákvörðun Keys meðal Twitter notenda um helgina þó flestir tóku ofan af fyrir söngkonunni. Hún birti gangrýnendum sínum svar á Twitter sem má sjá hér að neðan. Að lokum er vert að taka fram að það er í raun fáranlegt að árið sé 2016 og það sé ennþá fréttnæmt að söngkona mætir ómáluð á svið, ákvörðun Keys sýndi það að við eigum ennþá langt í land þar sem fréttir af Keys fylltu dægurmiðla eftir VMA-hátíðina. Fylgjum fordæmi Keys. Þó að sumum finnist gaman að mála sig er það langt í frá nauðsynlegt. Áfram Alicia og takk fyrir að vekja athygli á þessu. Keys ásamt manni sínum, Swizz Beatz.Y'all, me choosing to be makeup free doesn't mean I'm anti-makeup. Do you! pic.twitter.com/Mg0Ug9YA9q— Alicia Keys (@aliciakeys) August 29, 2016
Glamour Fegurð Mest lesið Fljúgandi töskur á Dolce & Gabbana Glamour Fötin sem konur vilja klæðast Glamour J.Crew kápa Meghan strax uppseld Glamour Skrautlegar yfirhafnir í Mílanó Glamour Frá tískupallinum og á Óskarinn Glamour Tökur hefjast á Big Little Lies 2 Glamour Sjö litasamsetningar fyrir vorið Glamour Sónar 2018: Í hverju áttu að vera? Glamour Svartir og rauðir litir á Eddunni Glamour Biðst afsökunar á hönnunarstuldi Glamour