Hún hefur verið í sviðsljósinu frá unga aldri og af mörgum talin ein svalasta konan í Hollywood. Hún lék í myndinni Kids sem kom henni rækilegi á kortið og var valin „The It girl“af tímaritinu The New Yorker árið 1994. Síðan þá hefur hún leikið í fjölmörgum kvikmyndum og sjónvarspsþáttum, unnið sem fyrirsæta, fatahönnuður og barist fyrir jafnrétti kynjanna í kvikmyndabransanum í Hollywood.
Sevigny er þekkt fyrir einstakan stíl sinn og hefur verið fyrirmynd margra í gegnum árin þegar það kemur að stíl og klæðnaði. Í tilefni komu þessarar tískudrottningar til landsins tók Glamour saman nokkrar vel valdar tískustundir í gegnum árin hjá þessari ofur svölu konu.







