Ytri Rangá komin í 7.224 Karl Lúðviksson skrifar 7. september 2016 12:55 Þessi 88 sm lax veiddist í fyrradag í Ytri Rangá og var sleppt aftur eftir viðureign. Mynd: West Ranga FB Það er óhætt að lýsa veiðinni í Ytri Rangá síðustu daga sem mokveiði og áinn stefnir ófluga að 8.000 veiddum löxum. Þegar fluguveiðitímanum lauk hafði aðeins hægst á veiðinni en það var ekki um að kenna skorti á laxi heldur var búin að vera einmuna blíða við bakka Ytri Rangá eins og víðast á suður og vesturlandi. Þann 4. september mátti síðan veiða með maðk og spún og það er óhætt að segja að veiðitölurnar hafi tekið hressilega við sér en strax á fyrstu vakt var 186 löxum landað og í heildina veiddust um 600 laxar fyrstu tvo dagana. Veiðin er ævintýralega góð enda er mikið af laxi í ánni og á sumum stöðum er næstum því hægt að segja að botninn sé teppalagður. Heildarveiðin í gærkvöldi var komin í 7.224 laxa og ennþá á eftir að veiða í um sjö vikur svo heildartalan úr ánni gæti verið nærri því sem við spáðum en giskið okkar í byrjun veiðitímans var 9.000 laxar og það er alveg óhætt að halda því fram ef þetta heldur svona áfram að þeirri tölu verði ekki bara náð heldur komist áinn jafnvel yfir það. Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Boðið í veiði í Hlíðarvatni 12. júní Veiði
Það er óhætt að lýsa veiðinni í Ytri Rangá síðustu daga sem mokveiði og áinn stefnir ófluga að 8.000 veiddum löxum. Þegar fluguveiðitímanum lauk hafði aðeins hægst á veiðinni en það var ekki um að kenna skorti á laxi heldur var búin að vera einmuna blíða við bakka Ytri Rangá eins og víðast á suður og vesturlandi. Þann 4. september mátti síðan veiða með maðk og spún og það er óhætt að segja að veiðitölurnar hafi tekið hressilega við sér en strax á fyrstu vakt var 186 löxum landað og í heildina veiddust um 600 laxar fyrstu tvo dagana. Veiðin er ævintýralega góð enda er mikið af laxi í ánni og á sumum stöðum er næstum því hægt að segja að botninn sé teppalagður. Heildarveiðin í gærkvöldi var komin í 7.224 laxa og ennþá á eftir að veiða í um sjö vikur svo heildartalan úr ánni gæti verið nærri því sem við spáðum en giskið okkar í byrjun veiðitímans var 9.000 laxar og það er alveg óhætt að halda því fram ef þetta heldur svona áfram að þeirri tölu verði ekki bara náð heldur komist áinn jafnvel yfir það.
Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Boðið í veiði í Hlíðarvatni 12. júní Veiði