Hnefaleikakapparnir Tyson Fury og Wladimir Klitschko berjast um heimsmeistaratitilinn í þungavigt í Manchester 29. október á þessu ári.
Þetta er endurtekning á bardaga þeirra frá því í nóvember á síðasta ári. Þar vann Fury óvæntan sigur og varð fyrsti maðurinn í 11 ár til að bera sigurorð af Klitschko.
Þeir áttu að mætast aftur í júlí á þessu ári en ekkert varð af bardaganum vegna meiðsla Furys.
Litlir kærleikar eru á milli Englendingsins og Úkraínumannsins en þeir hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan undanfarna mánuði.
Í sumar líkti Klitschko m.a. Fury við sjálfan Adolf Hitler vegna ummæla hans um gyðinga.
Fury hefur einnig látið Klitschko heyra það og sagði að það hefði verið smán fyrir Úkraínumanninn að tapa fyrir sér, feitum manni en ekki íþróttamanni.
Fury og Klitschko mætast aftur í hringnum í lok næsta mánaðar
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn

„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn

Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum
Íslenski boltinn

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur
Enski boltinn