Ég er hræsnari Bjarni Karlsson skrifar 7. september 2016 08:00 Síðustu viku hef ég búið innan um Spánverja. Hér virðist fólk vera gott við börn. Þau eru almennt upplitsdjörf og það er greinilega verið að ræða við þau, leika sér og stússast. Sennilega gott að vera spænskur krakki. Þessi spænsku börn munu líkt og barnabörnin mín þurfa að svara spurningum sem eldri kynslóðir hafa ekki horfst í augu við. Þau munu lifa við önnur lífskjör vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. „Hvað voru þau að hugsa?!“ verður yfirskrift í kennslugögnum framtíðar þegar ranghugmyndir genginna kynslóða verða reifaðar, og þar verður fjallað um þá firru þegar trúarbrögð, atvinnulíf og stjórnmál sameinuðust í þeirri vissu að mannskepnan væri aðalmálið á jörðinni. Setningin Maðurinn er kóróna sköpunarverksins verður á pari við spurninguna frægu Hvers vegna borðar fólkið ekki kökur? og fullyrðingin Hagvöxtur er forsenda velferðar mun hljóma líkt og gamalt slagorð úr Þriðja ríkinu. Við vitum það núna en þá verður öllum ljóst að manneskjan er nýjasti og um leið ónauðsynlegasti þátturinn í vistkerfinu og sú tegund sem háðust er öllum hinum sem standa neðar í fæðukeðjunni. Við vitum líka að hugmyndin um hagvöxt sem forsendu velferðar er ekki bara heimska heldur aðför að lífinu. Kynslóðinni sem núna er börn verður þetta dagljóst. Hún mun sjá og skynja að það að vera manneskja er að vera þátttakandi í vistkerfi og það sem greinir okkur frá öðrum skepnum er hæfnin til að velja hvort maður sýnir ábyrgð. Við lifum á úrslitatímum fyrir mannkyn og það er ekki til neinn staður sem heitir Burt. Sjálfur er ég í þann mund að fljúga heim með breiðþotu – sem sýnir og sannar að ég er hræsnari.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Skoðun Mest lesið Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun
Síðustu viku hef ég búið innan um Spánverja. Hér virðist fólk vera gott við börn. Þau eru almennt upplitsdjörf og það er greinilega verið að ræða við þau, leika sér og stússast. Sennilega gott að vera spænskur krakki. Þessi spænsku börn munu líkt og barnabörnin mín þurfa að svara spurningum sem eldri kynslóðir hafa ekki horfst í augu við. Þau munu lifa við önnur lífskjör vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. „Hvað voru þau að hugsa?!“ verður yfirskrift í kennslugögnum framtíðar þegar ranghugmyndir genginna kynslóða verða reifaðar, og þar verður fjallað um þá firru þegar trúarbrögð, atvinnulíf og stjórnmál sameinuðust í þeirri vissu að mannskepnan væri aðalmálið á jörðinni. Setningin Maðurinn er kóróna sköpunarverksins verður á pari við spurninguna frægu Hvers vegna borðar fólkið ekki kökur? og fullyrðingin Hagvöxtur er forsenda velferðar mun hljóma líkt og gamalt slagorð úr Þriðja ríkinu. Við vitum það núna en þá verður öllum ljóst að manneskjan er nýjasti og um leið ónauðsynlegasti þátturinn í vistkerfinu og sú tegund sem háðust er öllum hinum sem standa neðar í fæðukeðjunni. Við vitum líka að hugmyndin um hagvöxt sem forsendu velferðar er ekki bara heimska heldur aðför að lífinu. Kynslóðinni sem núna er börn verður þetta dagljóst. Hún mun sjá og skynja að það að vera manneskja er að vera þátttakandi í vistkerfi og það sem greinir okkur frá öðrum skepnum er hæfnin til að velja hvort maður sýnir ábyrgð. Við lifum á úrslitatímum fyrir mannkyn og það er ekki til neinn staður sem heitir Burt. Sjálfur er ég í þann mund að fljúga heim með breiðþotu – sem sýnir og sannar að ég er hræsnari.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun