„Enginn er merkilegri en næsti maður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2016 12:24 Björk á tónleikum í Brooklyn á seinasta ári. vísir/getty Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir sat fyrir svörum á vefnum Reddit í gær. Tilefnið var nýleg opnun á sýndarveruleikasýningu Bjarkar í Somerset í London og tveir tónleikar hennar í sömu borg nú síðar í september, annars vegar í Royal Albert Hall og hins vegar í Hammersmith Appollo en uppselt er á báða tónleikana. Spurningunum rigndi yfir söngkonuna í gær og svaraði hún mörgum þeirra en náði þó ekki að svara öllum, kannski skiljanlega. Einn notandi á Reddit segir frá því að hann hafi setið við hliðina á Björk, syni hennar Sindra og kærustunni hans á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Hann segist hafa verið hissa á að enginn var að „bögga“ söngkonuna. Hann spurði Björk hvort að fólk léti hana almennt í friði þegar hún er á Íslandi og væri ekki eins mikið að biðja hann um sjálfsmyndir og eiginhandaáritanir eins og þegar hún er erlendis. Björk þakkaði honum fyrir að hafa látið sig í friði á veitingastaðnum. Hún útskýrði síðan að hér á landi væri fólk ekki sett í sérstaka virðingarröð eftir því hver á í hlut: „Enginn er merkilegri en næsti maður svo að þess vegna eru eiginhandaráritanir pínu kjánalegar. Hérna snýst þetta um sjálfsvirðingu, ef þú vilt eiginhandaráritun skaltu búa hana til sjálfur lol.“ Þá var Björk einnig spurð að því í hvað hún sæki innblástur fyrir tónlistarsköpun sína. Hún sagðist telja að sköpun búi í okkur öllum en eðli sköpunarinnar væri dálítið prakkaralegt og það væri stundum erfitt að henda reiður á henni. „Kannski er galdurinn að þvinga ekki neitt fram og setja það upp við einhvern vegg og vilja hafa það á sérstökum stað. Maður ætti miklu frekar að þefa sköpunina uppi og finna hvert hún hefur farið í þetta skiptið. Kannski er hún í sósuuppskriftum, leikritum, pappamassagerð með litla frænda, í nýjum gönguleiðum eða einfaldlega í því að reyna að fatta húmor einhvers í fjölskyldunni,“ sagði Björk. Tónlistarkonan var einnig spurð að því hvort hún trúi á líf eftir dauðann. Svaraði hún játandi og sagðist ætla að elda þar.Þráðinn á Reddit má sjá í heild sinni hér.Uppfært klukkan 14:08: Fyrirsögn fréttarinnar var breytt sem og tilvitnun í Björk vegna villu í þýðingu. Björk Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir sat fyrir svörum á vefnum Reddit í gær. Tilefnið var nýleg opnun á sýndarveruleikasýningu Bjarkar í Somerset í London og tveir tónleikar hennar í sömu borg nú síðar í september, annars vegar í Royal Albert Hall og hins vegar í Hammersmith Appollo en uppselt er á báða tónleikana. Spurningunum rigndi yfir söngkonuna í gær og svaraði hún mörgum þeirra en náði þó ekki að svara öllum, kannski skiljanlega. Einn notandi á Reddit segir frá því að hann hafi setið við hliðina á Björk, syni hennar Sindra og kærustunni hans á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Hann segist hafa verið hissa á að enginn var að „bögga“ söngkonuna. Hann spurði Björk hvort að fólk léti hana almennt í friði þegar hún er á Íslandi og væri ekki eins mikið að biðja hann um sjálfsmyndir og eiginhandaáritanir eins og þegar hún er erlendis. Björk þakkaði honum fyrir að hafa látið sig í friði á veitingastaðnum. Hún útskýrði síðan að hér á landi væri fólk ekki sett í sérstaka virðingarröð eftir því hver á í hlut: „Enginn er merkilegri en næsti maður svo að þess vegna eru eiginhandaráritanir pínu kjánalegar. Hérna snýst þetta um sjálfsvirðingu, ef þú vilt eiginhandaráritun skaltu búa hana til sjálfur lol.“ Þá var Björk einnig spurð að því í hvað hún sæki innblástur fyrir tónlistarsköpun sína. Hún sagðist telja að sköpun búi í okkur öllum en eðli sköpunarinnar væri dálítið prakkaralegt og það væri stundum erfitt að henda reiður á henni. „Kannski er galdurinn að þvinga ekki neitt fram og setja það upp við einhvern vegg og vilja hafa það á sérstökum stað. Maður ætti miklu frekar að þefa sköpunina uppi og finna hvert hún hefur farið í þetta skiptið. Kannski er hún í sósuuppskriftum, leikritum, pappamassagerð með litla frænda, í nýjum gönguleiðum eða einfaldlega í því að reyna að fatta húmor einhvers í fjölskyldunni,“ sagði Björk. Tónlistarkonan var einnig spurð að því hvort hún trúi á líf eftir dauðann. Svaraði hún játandi og sagðist ætla að elda þar.Þráðinn á Reddit má sjá í heild sinni hér.Uppfært klukkan 14:08: Fyrirsögn fréttarinnar var breytt sem og tilvitnun í Björk vegna villu í þýðingu.
Björk Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira