Volvo Amazon sextugur Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2016 14:17 Um þessar mundir eru 60 ár frá því að fyrsti Volvo Amazon bíllinn rann fullskapaður af færibandinu í Lundby-bílaverksmiðju Volvo í Gautaborg. Fjórtán árum síðar, þann 3. júlí 1970, rann síðasti Amazoninn af færibandinu. Þá höfðu 667.791 Volvo Amazon bílar verið byggðir. Í heimalandinu Svíþjóð seldust rúmlega 297.000 Amazon bílar þau 14 ár sem framleiðslan stóð. Af þeim eru 24.282 enn á skrá. Haustið 1953 kallaði stjórn Volvo verkfræðinginn og hönnuðinn Jan Wilsgaard til fundar um það að hanna nýjan bíl, arftaka hins vel heppnaða PV bíls. Fyrirmæli stjórnarinnar voru þau að skapa nýjan og ekki síður vel heppnaðan bíl en hinn gamaldags PV 444/544, en skrúfa hinn nýja að mestu saman úr sömu tæknihlutum og gamla bílinn. Wilsgaard sýndi stjórninni ýmsar útlitshugmyndir, teikningar og skissur sem hann hafði verið að velta fyrir sér og viðraði hugmyndir sínar um nýjan bíl við stjórnarmennina sem tóku þeim að því sagt er fremur fálega. Þeim þóttu þær allt of framúrstefnulegar og bíllinn allt of fallegur. Bílar ættu alls ekki að vera eins og einhverjar glamúrgellur heldur traustlegir og ljótir því einhverskonar samasemmerki væri milli ljótleika og traustleika. Hönnuðurinn var ekki alveg til í það þannig að sú málamiðlun varð ofan á að halda áfram að framleiða PV-bílana samhliða framleiðslu á nýja bílnum – Amazoninum. Þannig töldu menn sig lágmarka áhættu vegna fallega bílsins. Gangverkið í þeim nýja var hinsvegar að mestu það sama - sama 60 ha B16A vélin, sami þriggja gíra gírkassinn og sama drifið, sömu fjaðrir og demparar. Fljótt kom í ljós að kaupendum féll nýi bíllinn betur í geð. Hann var mun rúmbetri og útlitið nútímalegra samanborið við ,,Kryppuna” sem var eins og smækkuð eftirmynd af Ford 1946. Amazon náði því fljótt forskoti í sölu sem jókst svo jafnt og þétt, ekki síst með endurbótum og uppfærslum eins og nýju B18 vélinni árið 1958 sem fyrst var 75 hö, þá 85 og loks 90 hö. Með þeirri síðastnefndu varð Amazoninn með sprækari bílum í sínum flokki og salan tók kipp. Amazon varð einnig forystubíll í öryggi: Hann var með fyrstu bílum með diskahemla á framhjólum og með tvöföldu hemlavökvakerfi og sá allra fyrsti með þriggja punkta öryggisbeltum. Slík belti eru nú talin vera sú uppfinning sem flestum mannslífum hefur forðað frá bana. Volvo setti á fót fyrstu slysarannsóknanefndina sem sögur fara af hjá bílaframleiðendum. Hún rannsakaði raunveruleg slys og afleiðingar þeirra og á niðurstöðunum voru síðan gerðar endurbætur á bílunum jafnt og þétt. Æ síðan hefur Volvo verið lang fremsti bílaframleiðandi veraldar í öryggismálum og er enn. Frá þessum tímamótum er greint á heimasíðu FÍB, fib.is Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent
Um þessar mundir eru 60 ár frá því að fyrsti Volvo Amazon bíllinn rann fullskapaður af færibandinu í Lundby-bílaverksmiðju Volvo í Gautaborg. Fjórtán árum síðar, þann 3. júlí 1970, rann síðasti Amazoninn af færibandinu. Þá höfðu 667.791 Volvo Amazon bílar verið byggðir. Í heimalandinu Svíþjóð seldust rúmlega 297.000 Amazon bílar þau 14 ár sem framleiðslan stóð. Af þeim eru 24.282 enn á skrá. Haustið 1953 kallaði stjórn Volvo verkfræðinginn og hönnuðinn Jan Wilsgaard til fundar um það að hanna nýjan bíl, arftaka hins vel heppnaða PV bíls. Fyrirmæli stjórnarinnar voru þau að skapa nýjan og ekki síður vel heppnaðan bíl en hinn gamaldags PV 444/544, en skrúfa hinn nýja að mestu saman úr sömu tæknihlutum og gamla bílinn. Wilsgaard sýndi stjórninni ýmsar útlitshugmyndir, teikningar og skissur sem hann hafði verið að velta fyrir sér og viðraði hugmyndir sínar um nýjan bíl við stjórnarmennina sem tóku þeim að því sagt er fremur fálega. Þeim þóttu þær allt of framúrstefnulegar og bíllinn allt of fallegur. Bílar ættu alls ekki að vera eins og einhverjar glamúrgellur heldur traustlegir og ljótir því einhverskonar samasemmerki væri milli ljótleika og traustleika. Hönnuðurinn var ekki alveg til í það þannig að sú málamiðlun varð ofan á að halda áfram að framleiða PV-bílana samhliða framleiðslu á nýja bílnum – Amazoninum. Þannig töldu menn sig lágmarka áhættu vegna fallega bílsins. Gangverkið í þeim nýja var hinsvegar að mestu það sama - sama 60 ha B16A vélin, sami þriggja gíra gírkassinn og sama drifið, sömu fjaðrir og demparar. Fljótt kom í ljós að kaupendum féll nýi bíllinn betur í geð. Hann var mun rúmbetri og útlitið nútímalegra samanborið við ,,Kryppuna” sem var eins og smækkuð eftirmynd af Ford 1946. Amazon náði því fljótt forskoti í sölu sem jókst svo jafnt og þétt, ekki síst með endurbótum og uppfærslum eins og nýju B18 vélinni árið 1958 sem fyrst var 75 hö, þá 85 og loks 90 hö. Með þeirri síðastnefndu varð Amazoninn með sprækari bílum í sínum flokki og salan tók kipp. Amazon varð einnig forystubíll í öryggi: Hann var með fyrstu bílum með diskahemla á framhjólum og með tvöföldu hemlavökvakerfi og sá allra fyrsti með þriggja punkta öryggisbeltum. Slík belti eru nú talin vera sú uppfinning sem flestum mannslífum hefur forðað frá bana. Volvo setti á fót fyrstu slysarannsóknanefndina sem sögur fara af hjá bílaframleiðendum. Hún rannsakaði raunveruleg slys og afleiðingar þeirra og á niðurstöðunum voru síðan gerðar endurbætur á bílunum jafnt og þétt. Æ síðan hefur Volvo verið lang fremsti bílaframleiðandi veraldar í öryggismálum og er enn. Frá þessum tímamótum er greint á heimasíðu FÍB, fib.is
Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent