Þingmaðurinn Haraldur Benediktsson hlaut flest atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafnaði í öðru sæti, Teitur Björn Einarsson í þriðja og Hafdís Gunnarsdóttir því fjórða.
Greidd voru 1.516 atkvæði í prófkjörinu. 55 atkvæði voru auð eða ógild.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, skipaði efsta sæti listans í síðustu kosningum, en hann sóttist ekki eftir endurkjöri.
