Skoda kynnir Kodiaq jeppann Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2016 09:27 Fyrsti jeppi sem tékkneski bílaframleiðandinn Skoda smíðar var kynntur í Berlín í gær. Skoda ber miklar væntingar til góðrar sölu jeppans, enda er sala jeppa með miklum ágætum um allan heim um þessar mundir. Kodiaq jeppinn er sjö sæta bíll og 4,75 metrar á lengd. Með sætin niðri er Kodiaq með 2.065 lítra flutningsrými og koma má í hann farangri sem er allt að 2,8 metra langur. Bíllinn hefur dráttargetu allt að 2,5 tonnum með 2,0 lítra TDI dísilvél og DSG-sjálfskiptingu. Það er þó ekki eina vélin sem í boði verður. Sú minnsta er 1,4 lítra TSI bensínvél í tveimur útgáfum, 125 og 150 hestöfl. Þá er 2,0 bensínvél einnig í boði, 180 hestöfl. Tvær útgáfur eru einnig í boði með 2,0 lítra dísilvélinni, 150 og 190 hestöfl. Bíllinn verður bæði í boði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og með 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra DSG sjálfskiptingu. Kaupendur geta keypt sem aukabúnað fjöðrunarkerfi sem stillir sig eftir aðstæðum (Adaptive Dynamic Chassis Control), sem einnig er í boði í Superb og Octavia bílunum. Bíllinn kemur á 17 tommu álfelgum, en í dýrari útgáfum með 18 tommu álfelgum og einnig má fá undir hann 19 tommu felgur. Í dýrari útgáfum fylgir bremsubúnaður sem bremsar sjálfur við aðsteðjandi hættu og með skriðstilli sem stjórnar hraða með jöfnu millibili í næsta bíl. Skoda mun hefja sölu á Kodiaq í byrjun næsta árs, en verð bílsins hefur enn ekki verið kynnt. Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent
Fyrsti jeppi sem tékkneski bílaframleiðandinn Skoda smíðar var kynntur í Berlín í gær. Skoda ber miklar væntingar til góðrar sölu jeppans, enda er sala jeppa með miklum ágætum um allan heim um þessar mundir. Kodiaq jeppinn er sjö sæta bíll og 4,75 metrar á lengd. Með sætin niðri er Kodiaq með 2.065 lítra flutningsrými og koma má í hann farangri sem er allt að 2,8 metra langur. Bíllinn hefur dráttargetu allt að 2,5 tonnum með 2,0 lítra TDI dísilvél og DSG-sjálfskiptingu. Það er þó ekki eina vélin sem í boði verður. Sú minnsta er 1,4 lítra TSI bensínvél í tveimur útgáfum, 125 og 150 hestöfl. Þá er 2,0 bensínvél einnig í boði, 180 hestöfl. Tvær útgáfur eru einnig í boði með 2,0 lítra dísilvélinni, 150 og 190 hestöfl. Bíllinn verður bæði í boði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og með 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra DSG sjálfskiptingu. Kaupendur geta keypt sem aukabúnað fjöðrunarkerfi sem stillir sig eftir aðstæðum (Adaptive Dynamic Chassis Control), sem einnig er í boði í Superb og Octavia bílunum. Bíllinn kemur á 17 tommu álfelgum, en í dýrari útgáfum með 18 tommu álfelgum og einnig má fá undir hann 19 tommu felgur. Í dýrari útgáfum fylgir bremsubúnaður sem bremsar sjálfur við aðsteðjandi hættu og með skriðstilli sem stjórnar hraða með jöfnu millibili í næsta bíl. Skoda mun hefja sölu á Kodiaq í byrjun næsta árs, en verð bílsins hefur enn ekki verið kynnt.
Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent