Stampy og co María Bjarnadóttir skrifar 2. september 2016 07:00 Þrátt fyrir krúttlegan aðdáanda Boga Ágústssonar held ég að fá börn þekki fréttalesara. Krakkar læra ekki föndur í Stundinni okkar heldur á YouTube og fylgjast beint með stjörnum eins og Stampy og Zoella í gengum þeirra vettvang, ekki í gegnum milliliði. Sama gildir um fullorðna með stöku Ófærðar-undartekningum. Við sækjum það sem við höfum áhuga á þegar okkur hentar, ekki þegar dagskrárstjórar ákveða. Það eru tækifæri í þessum veruleika fyrir auglýsendur. Þeir geta náð beint til markhópa sinna, án þess að lúta regluverkinu sem fjölmiðlar búa við. Og almenningur sem er alinn upp við aðgreiningu auglýsinga og fjölmiðlaefnis virðist ekki greina á milli auglýsinga og meðmæla þegar Kardashian mælir með nýju megrunartei á Instagram. Fjölmiðlar standa svo frammi fyrir því að fjármagna sig þegar neytendur velja sig frá auglýsingatímum og framleiðendur nota Tupperware-auglýsingaaðferðir í gegnum netið. Þessi veruleiki hefur valdið tilvistarkreppu fjölmiðla um allan heim, en ekki síst þeirra sem starfa á litlum mál- og markaðssvæðum eins og Íslandi. Umræða um stöðu íslenskra fjölmiðla ætti að eiga sér stað á þessum forsendum en ekki 7 mínútna fýlukasti yfir því að RÚV megi auglýsa eða gamaldags forsjárhyggjusjónarmiðum um að fjölmiðlar þurfi að vinna að ákveðinni stefnu. Hún þarf líka að vera heiðarleg, sem verður væntanlega áskorun fyrir marga þegar kemur að hlutverki RÚV. Þá þarf að taka tillit til þess að internetið er ekki bóla.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Þrátt fyrir krúttlegan aðdáanda Boga Ágústssonar held ég að fá börn þekki fréttalesara. Krakkar læra ekki föndur í Stundinni okkar heldur á YouTube og fylgjast beint með stjörnum eins og Stampy og Zoella í gengum þeirra vettvang, ekki í gegnum milliliði. Sama gildir um fullorðna með stöku Ófærðar-undartekningum. Við sækjum það sem við höfum áhuga á þegar okkur hentar, ekki þegar dagskrárstjórar ákveða. Það eru tækifæri í þessum veruleika fyrir auglýsendur. Þeir geta náð beint til markhópa sinna, án þess að lúta regluverkinu sem fjölmiðlar búa við. Og almenningur sem er alinn upp við aðgreiningu auglýsinga og fjölmiðlaefnis virðist ekki greina á milli auglýsinga og meðmæla þegar Kardashian mælir með nýju megrunartei á Instagram. Fjölmiðlar standa svo frammi fyrir því að fjármagna sig þegar neytendur velja sig frá auglýsingatímum og framleiðendur nota Tupperware-auglýsingaaðferðir í gegnum netið. Þessi veruleiki hefur valdið tilvistarkreppu fjölmiðla um allan heim, en ekki síst þeirra sem starfa á litlum mál- og markaðssvæðum eins og Íslandi. Umræða um stöðu íslenskra fjölmiðla ætti að eiga sér stað á þessum forsendum en ekki 7 mínútna fýlukasti yfir því að RÚV megi auglýsa eða gamaldags forsjárhyggjusjónarmiðum um að fjölmiðlar þurfi að vinna að ákveðinni stefnu. Hún þarf líka að vera heiðarleg, sem verður væntanlega áskorun fyrir marga þegar kemur að hlutverki RÚV. Þá þarf að taka tillit til þess að internetið er ekki bóla.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.