Audi R8 boðinn með 2,9 lítra vél Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2016 14:33 Audi R8 með V10 vél. Rúnar Hreinsson Núverandi önnur kynslóð sportbílsins Audi R8 er aðeins í boði með 610 hestafla V10 vél, en brátt verður breyting á. Til stendur að bjóða hann einnig með sömu vél og fyrst mun sjást í nýjum Porsche Panamera, þ.e. 2,9 lítra V6 vél með tveimur forjöppum sem skilar 440 hestöflum. Þessi vél er líka ætluð í Audi RS4 og RS5, sem og Audi RS Q5 jepplinginn. Það kemur ef til vill mest á óvart að sjá þessa vél í Audi R8, en með því er hægt að bjóða þennan fallega bíl á mun lægra verði og alls ekki vélarvana samt. Fyrsta kynslóð Audi R8 fékkst með 4,2 lítra V8 vél, en framleiðslu hennar hefur verið hætt og því má segja að þessi 2,9 lítra vél sé að leysa hana af hólmi. Þær eru svipaðar að afli en V8 vélin var 444 hestöfl í Audi R8 bílnum. Audi R8 verður einnig áfram í boði með V10 vélinni. Framleiðsla nýju 2,9 lítra vélarinnar er samstarfsverkefni Porsche og Audi og verður greinilega í boði í mörgum bílum beggja framleiðenda. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent
Núverandi önnur kynslóð sportbílsins Audi R8 er aðeins í boði með 610 hestafla V10 vél, en brátt verður breyting á. Til stendur að bjóða hann einnig með sömu vél og fyrst mun sjást í nýjum Porsche Panamera, þ.e. 2,9 lítra V6 vél með tveimur forjöppum sem skilar 440 hestöflum. Þessi vél er líka ætluð í Audi RS4 og RS5, sem og Audi RS Q5 jepplinginn. Það kemur ef til vill mest á óvart að sjá þessa vél í Audi R8, en með því er hægt að bjóða þennan fallega bíl á mun lægra verði og alls ekki vélarvana samt. Fyrsta kynslóð Audi R8 fékkst með 4,2 lítra V8 vél, en framleiðslu hennar hefur verið hætt og því má segja að þessi 2,9 lítra vél sé að leysa hana af hólmi. Þær eru svipaðar að afli en V8 vélin var 444 hestöfl í Audi R8 bílnum. Audi R8 verður einnig áfram í boði með V10 vélinni. Framleiðsla nýju 2,9 lítra vélarinnar er samstarfsverkefni Porsche og Audi og verður greinilega í boði í mörgum bílum beggja framleiðenda.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent