Milljón lítra olíuleki í Alabama Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2016 10:29 Hér sést hvernig brún olíuslikja liggur ofan á á læk þessum í Alabama. Leki í olíuleiðsla í Alabama í Bandaríkjunum varð til þess að 1.000.000 lítrar af olíu láku út í náttúruna með tilheyrandi náttúrspjöllum. Yfirvöld í Alabama fullyrða þó að almenningi stafi engin hætta af lekanum og engar ferksvatnlindir muni spillast vegna hans. Miklar hreinsunaraðgerðir eru hafnar og koma margir að þeim. Vinnsla á olíu hefur verið stöðvuð um að minnsta kosti viku á þeim vinnslustað sem lekinn kom frá. Ein af áhrifum þessa leka eru þau að verð á bensíni mun hækka um 5 til 10 bandarísk sent í nærliggjandi ríkjum, þ.e. í Georgíu, Tennessee, Norður og Suður-Karolínu, sem og í Alabama. Leiðslan sem sprakk liggur á milli Houston í Texas og til N-Karolínu og er mjög mikilvæg fyrir birgðahald á austurströnd Bandaríkjanna. Vegna lekans þarf nú að sinna birgðaöflun með skipaflutningum til austurstrandarinnar með tilhyerandi auknum kostnaði, sem skýrir út þá hækkun sem búist er við að verði á bensíni í ofantöldum ríkjum. Lekinn á þessari leiðslu nú er sá mesti sem orðið hefur frá árinu 1996. Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent
Leki í olíuleiðsla í Alabama í Bandaríkjunum varð til þess að 1.000.000 lítrar af olíu láku út í náttúruna með tilheyrandi náttúrspjöllum. Yfirvöld í Alabama fullyrða þó að almenningi stafi engin hætta af lekanum og engar ferksvatnlindir muni spillast vegna hans. Miklar hreinsunaraðgerðir eru hafnar og koma margir að þeim. Vinnsla á olíu hefur verið stöðvuð um að minnsta kosti viku á þeim vinnslustað sem lekinn kom frá. Ein af áhrifum þessa leka eru þau að verð á bensíni mun hækka um 5 til 10 bandarísk sent í nærliggjandi ríkjum, þ.e. í Georgíu, Tennessee, Norður og Suður-Karolínu, sem og í Alabama. Leiðslan sem sprakk liggur á milli Houston í Texas og til N-Karolínu og er mjög mikilvæg fyrir birgðahald á austurströnd Bandaríkjanna. Vegna lekans þarf nú að sinna birgðaöflun með skipaflutningum til austurstrandarinnar með tilhyerandi auknum kostnaði, sem skýrir út þá hækkun sem búist er við að verði á bensíni í ofantöldum ríkjum. Lekinn á þessari leiðslu nú er sá mesti sem orðið hefur frá árinu 1996.
Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent