Náttúruleg barnalína í örum vexti 16. september 2016 14:30 Joanna hafði það að leiðarljósi að búa til aðlaðandi umbúðir utan um náttúrulegar og heilnæmar vörur með góðri lykt. visir/anton brink Childs Farm kynnir Childs Farm er margverðlaunuð bresk hreinlætislína fyrir börn sem kom á markað árið 2012 og hefur verið fáanleg á Íslandi frá því í byrjun árs. Í henni eru nær eingöngu náttúruleg innihaldsefni og kjarnaolíur. Vörurnar eru einstaklega mildar, ilma vel og fara vel með húð og hár ungbarna og krakka. Þær henta börnum með viðkvæma húð og þeim sem hættir til að fá exem en líka öllum öðrum, ungum sem öldnum. Joanna Jensen, bóndi í Hampshire á Englandi, á heiðurinn að Childs Farm. „Ég hafði lengi leitað að vönduðum og hreinum barnavörum fyrir dætur mínar tvær sem báðar eru með viðkvæma húð og fíngert hár og fannst fátt leiðinlegra en að láta þvo sér,“ segir Joanna sem var stödd hér á landi um síðustu helgi til að kynna nýja Childs Farm ungbarnalínu fyrir íslenskum neytendum á „My Baby“ sýningunni sem haldin var í Hörpu.Með skýra sýnJoanna fann á sínum tíma ekkert sem hentaði dætrum hennar og ákvað því að taka til sinna ráða. Fjölskyldan á hestabúgarð í Hampshire og hafði löngum búið til eigin lyf og smyrsl fyrir skepnurnar. Hún ákvað að nýta þá þekkingu til að þróa sjampó úr náttúrulegum efnum og bæta eftirlætis ilmolíunum sínum við. Eftir að hafa gengið á milli framleiðenda sem reyndu að telja henni hughvarf varðandi það að nota nær eingöngu náttúruleg efni hóf hún samstarf við Medichem sem gekk að kröfum hennar.Nýjasta viðbót Childs Farm er sérstök lína ætluð ungabörnum.„Þó að ég komi úr bankageiranum hef ég alltaf haft mikinn áhuga á náttúrulækningum og vildi búa til náttúrulegt sjampó sem væri engu að síður með góðri lykt. Þá skildi ég ekki af hverju ekki voru til jafn aðlaðandi húð- og hárvörur fyrir börn og fullorðna. Einhvern tíma þegar ég var stödd á hótelherbergi sem var búið alls kyns litríkum og aðlaðandi húð- og hárvörum fyrir fullorðna fór ég að hugsa um það af hverju vörur fyrir börn væru yfirleitt í hvítum umbúðum eins og um væri að ræða meðal, ef frá eru taldar Disney-vörurnar sem því miður eru uppfullar af kemískum efnum. Ég hugsaði með mér að dætur mínar myndu frekar fallast á að láta þvo sér ef það væru skemmtilegar myndir á brúsunum. Fyrrverandi eiginmaður minn sagði mér þá að láta slag standa og sameina þessar hugmyndir í eitt. Að búa til aðlaðandi umbúðir utan um náttúrulegar og heilnæmar vörur með góðri lykt,“ segir Joanna. Hún segir einhverra hluta vegna algengt að nota lavenderolíu í barnavörur en hún er mjög sterk og ertandi fyrir húðina. „Þá hefur kamilla verið mikið notuð en hún lyktar að mínu mati hálfleiðinlega,“ segir Joanna sem notaði jarðarberja- og myntuolíu í fyrsta sjampóið sem sló í gegn. Leiðin var þó ekki alltaf greið og á öðru ári var fyrirtækið við það að fara í þrot enda gríðarlega kostnaðarsamt að gera klínískar prófanir. „Við höfðum ekki mikið á milli handanna í upphafi en það borgaði sig svo sannarlega enda mikilvægt að geta haft vissu fyrir því að vörurnar séu í lagi. Það er það sem foreldrar vilja. Nú getum við fullyrt að vörurnar ýti undir hamingjusama húð. Þær eru 98 prósent náttúrulegar, eru húðlæknisfræðilega prófaðar og samþykktar af barnalæknum. Í þeim eru engin paraben, ekkert SLES, engar steinefnaolíur eða tilbúin litarefni,“ segir Joanna. Hún hefur í kjölfarið hlotið mörg þekkt og viðurkennd verðlaun og hefur verið fjallað um velgengni hennar og Childs Farm í öllum helstu blöðum og tímaritum Bretlands.Gríðarlegur vöxtur Greinilegt er að eftirspurn eftir vörum á borð við Childs Farm var fyrir hendi því nú aðeins fjórum árum eftir að þær komu á markað eru þær í öðru sæti yfir mest seldu húð- og hárvörurnar fyrir börn í Bretlandi á eftir Johnson & Johnson. Í nýlegri klínískri rannsókn kom fram fram að 100 prósent foreldra barna á aldrinum 3-18 mánaða með læknisfræðilega greint exem sögðu ungbarnalínuna í Childs Farm ekki hafa valdið ertingu á húð barna þeirra og sögðust þeir mæla með vörunum við aðra foreldra sem ættu börn með exem eða viðkvæma húð. Foreldrar 99% barna sem prófuð voru með krakkalínunni sögðu vöruna ekki hafa valdið ertingu, og að þeir myndu mæla með henni við aðra foreldra.Innblástur í teiknimynd Teikningarnar á umbúðunum, sem eru eftir Emmu McCall, eru allar innblásnar af dætrum Joanne og dýrunum á bænum hennar. „Ég lagði mikið upp úr því að karakterarnir á umbúðunum væru byggðir á raunveruleikanum og að börn gætu tengt við þá,“ segir Joanna. Hún fékk síðan óvænt símtal frá fjölmiðla- og afþreyingarrisanum Time Warner sem vildi gera teiknimynd byggða á teikningunum. Breski teiknimyndaframleiðandinn Karrot Entertainment, sem framleiðir hinar vinsælu Sarah & Duck teiknimyndir, tók verkið að sér og hafa Childs Farm teiknimyndirnar verið sýndar á sjónvarpsstöðinni Cartoonito í Bretlandi síðan 2014. Childs Farm framleiðir húð- og hárvörur af ýmsum toga og sömuleiðis sólarlínu fyrir börn. Nýlega kom svo á markað ný lína sem er sérstaklega fyrir viðkvæma húð ungbarna. Joanna stóð vaktina í bás Cu2, sem flytur vörurnar inn, um helgina og svaraði spurningum neytenda. „Mér finnst dásamlegt að hitta og ræða við foreldra. Það gefur mér mikið að heyra hvað þeir hafa að segja. Þá held ég að það skipti máli fyrir þá að sjá að það er manneskja á bak við framleiðsluna.“Góðar viðtökur á Íslandi Ísland er á meðal fyrstu landa utan Bretlands sem setur Childs Farm vörurnar á markað. „Mér var ráðlagt að byrja á að koma mér vel fyrir á mínum heimamarkaði áður en ég færi í frekari útrás. Hins vegar sýndu aðilar frá Íslandi, Írlandi, Kýpur og Póllandi mikinn áhuga auk þess sem ég er í viðræðum við aðila í Kanada og Ástralíu. Við erum því aðeins farin að fikra okkur af stað á erlendum mörkuðum en viljum vanda okkur. Þóra Gunnur Ísaksen hjá Cu2 hefur verið einstaklega áhugasöm og vandað vel til verka og mér skilst að íslenskir neytendur séu meðvitaðir um hreinar vörur, enda hefur salan farið vel af stað.“ Aðspurð segir Joanna vöruþróunina halda áfram. „Næst eru það lyktarlausar blautþurrkur fyrir nýbura og blautþurrkur fyrir krakka með tea tree olíu. Sömuleiðis sjampó fyrir sérstaklega viðkvæman hársvörð. Þá erum við að stækka sumar umbúðir og bæta við pumpum svo eitthvað sé nefnt.“ Childs Farm vörurnar fást á eftirtöldum sölustöðum: Apótekum um allt land, Fjarðarkaupum og stærri verslunum Hagkaups og Krónunnar. Nýja ungbarnalínan er hins vegar svo ný að hún fæst aðeins í Lyfju Lágmúla, Nýbýlavegi, Smáralind og Smáratorgi, Lyfjum og heilsu Kringlunni, Austurveri og JL húsinu, Apótekaranum Domus Medica og Mosfellsbæ, auk þess á Heimkaup.is í augnablikinu. Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Sjá meira
Childs Farm kynnir Childs Farm er margverðlaunuð bresk hreinlætislína fyrir börn sem kom á markað árið 2012 og hefur verið fáanleg á Íslandi frá því í byrjun árs. Í henni eru nær eingöngu náttúruleg innihaldsefni og kjarnaolíur. Vörurnar eru einstaklega mildar, ilma vel og fara vel með húð og hár ungbarna og krakka. Þær henta börnum með viðkvæma húð og þeim sem hættir til að fá exem en líka öllum öðrum, ungum sem öldnum. Joanna Jensen, bóndi í Hampshire á Englandi, á heiðurinn að Childs Farm. „Ég hafði lengi leitað að vönduðum og hreinum barnavörum fyrir dætur mínar tvær sem báðar eru með viðkvæma húð og fíngert hár og fannst fátt leiðinlegra en að láta þvo sér,“ segir Joanna sem var stödd hér á landi um síðustu helgi til að kynna nýja Childs Farm ungbarnalínu fyrir íslenskum neytendum á „My Baby“ sýningunni sem haldin var í Hörpu.Með skýra sýnJoanna fann á sínum tíma ekkert sem hentaði dætrum hennar og ákvað því að taka til sinna ráða. Fjölskyldan á hestabúgarð í Hampshire og hafði löngum búið til eigin lyf og smyrsl fyrir skepnurnar. Hún ákvað að nýta þá þekkingu til að þróa sjampó úr náttúrulegum efnum og bæta eftirlætis ilmolíunum sínum við. Eftir að hafa gengið á milli framleiðenda sem reyndu að telja henni hughvarf varðandi það að nota nær eingöngu náttúruleg efni hóf hún samstarf við Medichem sem gekk að kröfum hennar.Nýjasta viðbót Childs Farm er sérstök lína ætluð ungabörnum.„Þó að ég komi úr bankageiranum hef ég alltaf haft mikinn áhuga á náttúrulækningum og vildi búa til náttúrulegt sjampó sem væri engu að síður með góðri lykt. Þá skildi ég ekki af hverju ekki voru til jafn aðlaðandi húð- og hárvörur fyrir börn og fullorðna. Einhvern tíma þegar ég var stödd á hótelherbergi sem var búið alls kyns litríkum og aðlaðandi húð- og hárvörum fyrir fullorðna fór ég að hugsa um það af hverju vörur fyrir börn væru yfirleitt í hvítum umbúðum eins og um væri að ræða meðal, ef frá eru taldar Disney-vörurnar sem því miður eru uppfullar af kemískum efnum. Ég hugsaði með mér að dætur mínar myndu frekar fallast á að láta þvo sér ef það væru skemmtilegar myndir á brúsunum. Fyrrverandi eiginmaður minn sagði mér þá að láta slag standa og sameina þessar hugmyndir í eitt. Að búa til aðlaðandi umbúðir utan um náttúrulegar og heilnæmar vörur með góðri lykt,“ segir Joanna. Hún segir einhverra hluta vegna algengt að nota lavenderolíu í barnavörur en hún er mjög sterk og ertandi fyrir húðina. „Þá hefur kamilla verið mikið notuð en hún lyktar að mínu mati hálfleiðinlega,“ segir Joanna sem notaði jarðarberja- og myntuolíu í fyrsta sjampóið sem sló í gegn. Leiðin var þó ekki alltaf greið og á öðru ári var fyrirtækið við það að fara í þrot enda gríðarlega kostnaðarsamt að gera klínískar prófanir. „Við höfðum ekki mikið á milli handanna í upphafi en það borgaði sig svo sannarlega enda mikilvægt að geta haft vissu fyrir því að vörurnar séu í lagi. Það er það sem foreldrar vilja. Nú getum við fullyrt að vörurnar ýti undir hamingjusama húð. Þær eru 98 prósent náttúrulegar, eru húðlæknisfræðilega prófaðar og samþykktar af barnalæknum. Í þeim eru engin paraben, ekkert SLES, engar steinefnaolíur eða tilbúin litarefni,“ segir Joanna. Hún hefur í kjölfarið hlotið mörg þekkt og viðurkennd verðlaun og hefur verið fjallað um velgengni hennar og Childs Farm í öllum helstu blöðum og tímaritum Bretlands.Gríðarlegur vöxtur Greinilegt er að eftirspurn eftir vörum á borð við Childs Farm var fyrir hendi því nú aðeins fjórum árum eftir að þær komu á markað eru þær í öðru sæti yfir mest seldu húð- og hárvörurnar fyrir börn í Bretlandi á eftir Johnson & Johnson. Í nýlegri klínískri rannsókn kom fram fram að 100 prósent foreldra barna á aldrinum 3-18 mánaða með læknisfræðilega greint exem sögðu ungbarnalínuna í Childs Farm ekki hafa valdið ertingu á húð barna þeirra og sögðust þeir mæla með vörunum við aðra foreldra sem ættu börn með exem eða viðkvæma húð. Foreldrar 99% barna sem prófuð voru með krakkalínunni sögðu vöruna ekki hafa valdið ertingu, og að þeir myndu mæla með henni við aðra foreldra.Innblástur í teiknimynd Teikningarnar á umbúðunum, sem eru eftir Emmu McCall, eru allar innblásnar af dætrum Joanne og dýrunum á bænum hennar. „Ég lagði mikið upp úr því að karakterarnir á umbúðunum væru byggðir á raunveruleikanum og að börn gætu tengt við þá,“ segir Joanna. Hún fékk síðan óvænt símtal frá fjölmiðla- og afþreyingarrisanum Time Warner sem vildi gera teiknimynd byggða á teikningunum. Breski teiknimyndaframleiðandinn Karrot Entertainment, sem framleiðir hinar vinsælu Sarah & Duck teiknimyndir, tók verkið að sér og hafa Childs Farm teiknimyndirnar verið sýndar á sjónvarpsstöðinni Cartoonito í Bretlandi síðan 2014. Childs Farm framleiðir húð- og hárvörur af ýmsum toga og sömuleiðis sólarlínu fyrir börn. Nýlega kom svo á markað ný lína sem er sérstaklega fyrir viðkvæma húð ungbarna. Joanna stóð vaktina í bás Cu2, sem flytur vörurnar inn, um helgina og svaraði spurningum neytenda. „Mér finnst dásamlegt að hitta og ræða við foreldra. Það gefur mér mikið að heyra hvað þeir hafa að segja. Þá held ég að það skipti máli fyrir þá að sjá að það er manneskja á bak við framleiðsluna.“Góðar viðtökur á Íslandi Ísland er á meðal fyrstu landa utan Bretlands sem setur Childs Farm vörurnar á markað. „Mér var ráðlagt að byrja á að koma mér vel fyrir á mínum heimamarkaði áður en ég færi í frekari útrás. Hins vegar sýndu aðilar frá Íslandi, Írlandi, Kýpur og Póllandi mikinn áhuga auk þess sem ég er í viðræðum við aðila í Kanada og Ástralíu. Við erum því aðeins farin að fikra okkur af stað á erlendum mörkuðum en viljum vanda okkur. Þóra Gunnur Ísaksen hjá Cu2 hefur verið einstaklega áhugasöm og vandað vel til verka og mér skilst að íslenskir neytendur séu meðvitaðir um hreinar vörur, enda hefur salan farið vel af stað.“ Aðspurð segir Joanna vöruþróunina halda áfram. „Næst eru það lyktarlausar blautþurrkur fyrir nýbura og blautþurrkur fyrir krakka með tea tree olíu. Sömuleiðis sjampó fyrir sérstaklega viðkvæman hársvörð. Þá erum við að stækka sumar umbúðir og bæta við pumpum svo eitthvað sé nefnt.“ Childs Farm vörurnar fást á eftirtöldum sölustöðum: Apótekum um allt land, Fjarðarkaupum og stærri verslunum Hagkaups og Krónunnar. Nýja ungbarnalínan er hins vegar svo ný að hún fæst aðeins í Lyfju Lágmúla, Nýbýlavegi, Smáralind og Smáratorgi, Lyfjum og heilsu Kringlunni, Austurveri og JL húsinu, Apótekaranum Domus Medica og Mosfellsbæ, auk þess á Heimkaup.is í augnablikinu.
Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Sjá meira